Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1979, Blaðsíða 30

Læknaneminn - 01.10.1979, Blaðsíða 30
Sitthvað um kynstera Matthías Kjeld læknir Ái/rip sögu Vitneskja um áhrif eistnanna í tímgun er ævagömul. Aristoteles nam brott kynkirtla við athuganir sínar á tímgun. Gelding hefur öldum saman verið stunduð á húsdýrum og mönnum. Auk ófrjósemi var leitað annarri áhrifa eins og undirgefni og breytinga á líkamsbyggingu og í mönnum þótti tenorrödd geld- inga njóta sin vel í kirkjukórum. Árið 1792 birti john Ilunter athuganir sínar á áhrifum geldingar á sáðblöðrur og markar sú vinna tímamót sem hin fyrsta vísindalega aðferð til könn- unar á því, sem síðar hlaut nafnið innkirtlafræði. Anatomia var sú grein læknavísinda, sem mest var stunduð á miðöldum og kann það að hafa verið ástæða fyrir þeirra tíma trú, að sérkenni karldýra væri til komin fyrir atbeina tauga, sem lægju milli eistna og ytri kynfæra. En árið 1849 sýndi Berthold fram á með sígildri tilraun sinni að eistun hlylu að koma áhrifum sínum á framfæri með efni (efnum ), sem þau sendu út í blóðrásina. Tilraun Bertholds var fólgin í því, að flytja eistu kjúklinga á annan (ec- topic) stað í líkama þeirra og koma þannig í veg fyrir áhrif geldingar. Þessi tilraun Bertholds var sú fyrsta sinnar teg- undar, sem gaf ótvírætt til kynna innkirtlastarfsemi (endocrine secretion). Skilningur á hugmyndafræði- legu mikilvægi þessara tilrauna hans átti hins vegar langt í land. Um tíma naut innkirtlafræðin vafasamr- ar frægðar vegna alls konar hugmynda um yngingar og kynorkuaukningar, sem eistun áttu að framkalla. Ymsar þjóðsögur eru enn á kreiki um aðgerðir af þessu tagi, sem framkvæmdar voru í byrjun þessarar aldar. Segja má að nútíma innkirtlafræði hafi fyrst kom- ist úr burðarliðnum á fyrstu árum aldarinnar með hinni frábæru vinnu Bayliss og Starling, þar sem þeir sýndu fram á hvernig briskirtillinn vinnur und- ir stjórn garna. Hlutverk eggjastokkanna sem inn- kirtla var uppgötvað rétt fyrir aldamótin síðustu og frekari rannsóknir á starfsemi þeirra fylgdi þeim farvegi sem brotinn hafði verið við rannsókn á starf- semi eistna. Einanfirun og cfnafrwðilag bggging Þróun og framfarir í efnislegu tilliti tóku ekki síð- ur langan tíma en þróun í hugmyndafræði. Árið 1935, eða 86 árum eftir lilraun Bertholds einangr- uðu David, Dingemanse, Freud og Laqueur testo- sterone úr nautaeistum og sýndu þannig fram á með efnafræðilegum aðferðum tilveru efnis, sem tilraun Bertholds hafði boðað. Árið 1935 einangruðu Mac Carquodale, Thayer og Doisy oestradiol úr eggja- stokkum svína, og benti þetta til að eggjastokkarnir væru sérhæfir kynkirtlar. A tíu ára tímabili átti sér stað feykileg framför á sviði rannsókna á sterum með hormónaverkun. Vís- indamenn frá Þýskalandi, Bandaríkj unum og Eng- landi höfðu árið 1938 einangrað nær alla þýðingar- mestu sterana frá nýrnahettu- og kynkirtlum, sem þekktir eru í dag. Bygging sterasameindarinnar var erfið viðfangs fyrir efnafræðinga þessara tíma, en með sameinuðu átaki allmargra rannsóknastofa tókst árið 1935 að sannprófa cyclopentano-perhydro- phenanthrene byggingu sterakjarnans. Frá uppgötvun sterakjarnans og efnafræði þeirri sem kemur við sögu í því tilliti er skemmtilega sagt í bókinni Steroids eftir Fieser og Fieser (1959) Chapman and Hall Ltd., London. Þegar nú fundist höfðu aðferðir til þess að ein- angra hina einstöku stera og bygging sameindarinn- ar hafði verið fundin virtist leiðin o|)in til frekari rannsókna. En það var samt ekki fyrr en á 5. ára- tugnum að framfarir komust á skrið aftur. Aðal- 20 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.