Læknaneminn - 01.10.1979, Blaðsíða 54
Krufningar í Liverpool sumarið 1979
Atli G. Eyjóifsson stud. med.
Ekki leit vel út með krufningarferð okkar á 2. ári.
Við hömuðumst við að herja út velvilja þeirra sem
réðu peningunum í háskólanum. En eftir langa
mæðu var allt klárt og fóru menn í vorpróf sælir og
gátu varla beðið með að komast í krufninguna í
Liverpool.
17. júlí söfnuðumst við svo saman út á flugvelli,
alveg ólm í að komast loksins í krufninguna. Við
höfðum fregnað frá fyrirrennurum okkar á 2. ári
að nú fyrst fengi maður að læra anatomíu. Nú
myndum við liggja í bókunum og yfir krufningar-
borðunum og tilhugsunin gerði menn blátt áfram
ölvaða.
Eins og venja er, þá var ferðast með rútu frá
London til Liverpool. Þetta var vandasöm ferð. Ein-
hverra hluta vegna þurftu bókstaflega allir að fara
á klósettið svo til um leið og rútan lagði af stað.
Settu þessar furðulegu hlandfarir manna svip á
ferðina. Sennilega má kenna tilhlökkuninni um, svei
mér þá mannskapurinn mátti bara ekki vatni halda.
Að lokum tókst o-kkur að komast alla leið til Liver-
pool, en það merkilega við þetta allt er að mann-
skapurinn var alltaf í spreng allan tímann sem við
dvöldum þarna. Eg hef enn enga líklega skýringu
heyrt á þessu fyrirbæri.
Okkur var fagnað af, að því er virtist, sérlega
kurteisum manni, en hann átti eftir að verða okkar
helsti óvinur. Þeíta var yfirmaður húsnæðismála á
staðnum. Við bjuggumst í upphafi við góðu sam-
starfi við manninn, en í staðinn sýndi hann okkur
fádæma óréttlæti og dónaskap. Hann bannaði söng
og gleði um nætur. Hann lét loka barnum þegar okk-
ur þótti réttast að hann væri opinn. Hann heimtaði
að við hættum að dansa á þakinu hjá honum og til
að kóróna allt saman þá bannaði hann allt sund í
fiskapollinum. Við sáum ekki annað ráð en að virða
manninn algerlega að vettugi. Það tókst prýðilega.
Krufningarnar fóru ákaflega vel af stað. Prófess-
Lœrimeistarar vorir, Miss Philips og prófessorinn.
ornum, honum Harrison sem rannsakaði Tut Ank
Amon, og Ms. Phillips sem seinna á árinu giftist
ungum lækni, tókst vel að glæða áhuga okkar á við-
fangsefninu. Þau eiga mikið hrós skilið fyrir sinn
þátt. Gífurleg ánægja manna var með þá skoðun
prófessorsins að próf væri ónauðsynlegt á þessu
stigi málsins. Kannski hefur honum þótt við svona
klár í anatomíu, a. m. k. sýndum við mikla ástund-
un og vinnugleði framan af. Það verður að segjast
eins og er að sumir hóparnir kláruðu sitt program
nokkrum dögum fyrir áætlun. Það þótti öllum vel af
sér vikið. Mikið lagði sumt fólk sig fram til að klára
tímanlega. Tíminn sem þarna græddist var notaður
vel eftir því sem ég best veit.
Rotary menn Liverpool og fjölskyldur þeirra voru
stór þáttur í veru okkar þar. Svo rammt lét þetta
íólk að sér kveða að stilltustu menn létu ókyrrast.
Eins og fyrri daginn var þar í forystu Jack Pearson,
sem fylgdi okkur alla daga. Hann var óþreytandi við
að bjóða fram sína aðstoð við þau vandamál sem
upp komu. Víst er að ýmsum varð hann að góðu liði
og hlaut hann vináttu flestra okkar og þakkir að
launum. Ekki voru þó allir jafn hrifnir af framlagi
Mr. Pearson og annarra Rótara, en vissulega fylgdu
40
LÆKNANEMINN