Læknaneminn - 01.10.1979, Blaðsíða 39
Þroskamat á leghálsi (cervical score, Insler 1970)
0 1 2 3
Slímmagn Ekkert Mjög lítið á pinna Dropi í opi. Nægt slím fæst á pinna Mikið magn rennur
Teygjanleiki — % l/2 i/i
(spinnbarkeit) leggangna leggangna leggangna
Kristöllun — Aðeins á Á blettura Fullkomin.
(arborisation) blettum og langsum langs og þver kristöllun Þekur allt glerið
Leghálsop Lokað Hálfopið, bleik slímhúð Gapandi slímhúð rauð
Stig: 0-12 Einkunn: 0-3 stig: Lélegt
4-7 - Byrjandi
8-10 - Gott
11-12 - Ágætt
ættleiðing (adoption) geti losað um innri spennu og
þannig læknað ófrjósemi, hefur ekki fengist staðfest
við tölfræðiiega eftirgrennslan.
Ófrjósemirannsókn
Ofrjósemirannsókn er margþætt og tímafrek, tek-
ur minnst 3-6 mánuði. Því er hún ekki hafin fyrr
en eftir 1-2 ára ófrjósama sambúð. Einkum ef um
ungt fólk er að ræða, um og innan við tvítugt, er
réttlætanlegt að biða 2 ár. Hjá þessum aldursflokki
hefur 65% þeirra, sem eru barnlaus eftir 1 ár tekist
getnaður eftir annað árið.
Þegar rannsókn er hafin á annað borð er æskilegt
að ljúka henni að fullu. Öfrjósemivaldar eru oft
margir og því ekki rétt að staðnæmast í rannsókn-
inni, þegar sá fyrsti er fundinn.
Við fyrstu komu er konunni gerð grein fyrir
gangi rannsóknarinnar og tekin almenn sjúkrasaga.
Einkanlega er innt eftir sýkingum (Tbc. — venerea -
salpingitis), en einnig tekin tíðasaga, félagssaga og
kynlífs.
Við líkamsskoðun beinist athyglin einkum að ein-
kennum innkirtlatruflana, hæð og holdafari, hár-
vexti og hárdreifingu, litarhætti, skjaldkirtli og
brjóstum.
Skoðun kynfæra leiðir í ljós östrogen-vöntun
(„defeminisering") með þunnum labia min. og lág-
um rugae, löngum stífum leghálsi og litlum legboi.
Eins er iétt að greina stækkun á clitoris og labia
majora, sem ásamt með raddbreytingu eru „virilis-
erandi“ einkenni.
Loks er við fyrstu komu ráðgerð raunhitamæling
(basal-temperatur) í 2-3 mánuði og fyrsta sæðis-
rannsókn. Raunhitamælingin leiðir í ljós egglos með
því að hitinn hækkar þá um % til 1°C og helst svo
fram að næstu tíðablæðingu.
Næsta skoðun er áætluð við egglostíma konunnar.
Þá er gert þroskamat á leghálsi (tafla). Sýni legháls-
inn litlar sem engar egglosbreytingar má ganga úr
skugga um, hvort orsökin er frumlæg í leghálsinum
eða vegna vöntunar vaka frá eggjastokkum. Gefið
er t. d. ethinylöstradiol 0,01-0,02 mg daglega í 5
daga (cervix stimulation test).
Við þessa skoðun má einnig gera svokallað post-
coital test. Slím er tekið úr efri hluta legháls 1-6
klst. eftir samfarir. Telst eðlilegt ef 5-20 hreyfan-
legar sæðisfrumur eru í sjónsviði mestu smásjár-
stækkunar. Sjáist engar sæðisfrumur við þessa skoð-
un, getur það hugsanlega stafað af mjög hröðum
flutningi á sæðinu (sperm transportation). Þá má
gera próf (in vitro), þar sem hraði sæðisfruma í leg-
hálsslími er mældur (sperm penetration test).
Sem þriðja lið má telja röntgen-rannsókn á legi
og túbum (hysterosalpingografia). Sú rannsókn
leiðir í ljós missmíð á legi og æxli, sem bunga inn í
leghol, en einnig stíflur og sekkmyndun (sactosal-
pinx) í eggjaleiðurum. Ef fiæði er í gegnum eggja-
LÆKNANEMINN
29