Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1979, Blaðsíða 39

Læknaneminn - 01.10.1979, Blaðsíða 39
Þroskamat á leghálsi (cervical score, Insler 1970) 0 1 2 3 Slímmagn Ekkert Mjög lítið á pinna Dropi í opi. Nægt slím fæst á pinna Mikið magn rennur Teygjanleiki — % l/2 i/i (spinnbarkeit) leggangna leggangna leggangna Kristöllun — Aðeins á Á blettura Fullkomin. (arborisation) blettum og langsum langs og þver kristöllun Þekur allt glerið Leghálsop Lokað Hálfopið, bleik slímhúð Gapandi slímhúð rauð Stig: 0-12 Einkunn: 0-3 stig: Lélegt 4-7 - Byrjandi 8-10 - Gott 11-12 - Ágætt ættleiðing (adoption) geti losað um innri spennu og þannig læknað ófrjósemi, hefur ekki fengist staðfest við tölfræðiiega eftirgrennslan. Ófrjósemirannsókn Ofrjósemirannsókn er margþætt og tímafrek, tek- ur minnst 3-6 mánuði. Því er hún ekki hafin fyrr en eftir 1-2 ára ófrjósama sambúð. Einkum ef um ungt fólk er að ræða, um og innan við tvítugt, er réttlætanlegt að biða 2 ár. Hjá þessum aldursflokki hefur 65% þeirra, sem eru barnlaus eftir 1 ár tekist getnaður eftir annað árið. Þegar rannsókn er hafin á annað borð er æskilegt að ljúka henni að fullu. Öfrjósemivaldar eru oft margir og því ekki rétt að staðnæmast í rannsókn- inni, þegar sá fyrsti er fundinn. Við fyrstu komu er konunni gerð grein fyrir gangi rannsóknarinnar og tekin almenn sjúkrasaga. Einkanlega er innt eftir sýkingum (Tbc. — venerea - salpingitis), en einnig tekin tíðasaga, félagssaga og kynlífs. Við líkamsskoðun beinist athyglin einkum að ein- kennum innkirtlatruflana, hæð og holdafari, hár- vexti og hárdreifingu, litarhætti, skjaldkirtli og brjóstum. Skoðun kynfæra leiðir í ljós östrogen-vöntun („defeminisering") með þunnum labia min. og lág- um rugae, löngum stífum leghálsi og litlum legboi. Eins er iétt að greina stækkun á clitoris og labia majora, sem ásamt með raddbreytingu eru „virilis- erandi“ einkenni. Loks er við fyrstu komu ráðgerð raunhitamæling (basal-temperatur) í 2-3 mánuði og fyrsta sæðis- rannsókn. Raunhitamælingin leiðir í ljós egglos með því að hitinn hækkar þá um % til 1°C og helst svo fram að næstu tíðablæðingu. Næsta skoðun er áætluð við egglostíma konunnar. Þá er gert þroskamat á leghálsi (tafla). Sýni legháls- inn litlar sem engar egglosbreytingar má ganga úr skugga um, hvort orsökin er frumlæg í leghálsinum eða vegna vöntunar vaka frá eggjastokkum. Gefið er t. d. ethinylöstradiol 0,01-0,02 mg daglega í 5 daga (cervix stimulation test). Við þessa skoðun má einnig gera svokallað post- coital test. Slím er tekið úr efri hluta legháls 1-6 klst. eftir samfarir. Telst eðlilegt ef 5-20 hreyfan- legar sæðisfrumur eru í sjónsviði mestu smásjár- stækkunar. Sjáist engar sæðisfrumur við þessa skoð- un, getur það hugsanlega stafað af mjög hröðum flutningi á sæðinu (sperm transportation). Þá má gera próf (in vitro), þar sem hraði sæðisfruma í leg- hálsslími er mældur (sperm penetration test). Sem þriðja lið má telja röntgen-rannsókn á legi og túbum (hysterosalpingografia). Sú rannsókn leiðir í ljós missmíð á legi og æxli, sem bunga inn í leghol, en einnig stíflur og sekkmyndun (sactosal- pinx) í eggjaleiðurum. Ef fiæði er í gegnum eggja- LÆKNANEMINN 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.