Læknaneminn - 01.10.1979, Blaðsíða 48
tíma (sbr. texta). NiSurstöðutölur bera með sér, að
alkóhól írásogaðist bæði hratt og vel, ef áfengi var
drukkið á fastandi maga (mynd 1). Þegar sömu
stúdentar voru látnir drekka jafnmikið áfengismagn
um það bil tveimur klst. eftir að hafa neytt venjul-
legs hádegisverðar, var frásog alkóhóls mun síðra
(mynd 2). Hámarksþéttni var þannig að meðaltali
0,5%o lægri í síðari hluta tilraunarinnar en í þeim
fyrri. Sambærilegur munur var á þéttni alkóhóls í
þvagi (myndir 1 og 2 texti).
Ef bera skal saman neyslu áfengis og þéttni alkó-
hóls í blóði (eða þvagi) manna, er því óhjákvæmi-
legt að taka tillit til fæðutekju hlutaðeigenda fyrir
og eftir eða meðan á áfengisdrykkju stóð. Að öðrum
kosti er vísast, að dregnar verði mjög rangar álykt-
anir af gefnum upplýsingum um drukkið áfengis-
magn og sannreyndum niðurstöðutölum alkóhól-
ákvarðana.
Hinu má þó ekki gleyma, að ýmislegt annað en
fæðutekja getur haft umtalsverð áhrif á frásog alkó-
hóls frá meltingarvegi. Má þar nefna sýrubindandi
lyf, sem áður eru nefnd, og fleiri lyf. Þá er einnig
talið að mjólk dragi meira úr frásogi alkóhóls en
önnur fæða (sbr. Ritcliie, 1975). Er það væntan-
lega vegna þess, að mjólk bindur alkóhól. Sama gild-
ir að öllum líkindum einnig um aðrar slímkenndar
og fituríkar fæðutegundir. Þá má enn nefna, að mis-
munandi mikill og breytilegur samdráttur í vöðvum
í maga og þörmum ásamt mismiklu blóðflæði í slím-
húð þessara líffæra kann að valda einstaklings-
bundnum sveiflum á frásogi alkóhóls og einnig tíma-
bundnum sveiflum hjá sama einstaklingi. Svipað
gildir raunar um frásog lyfja yfirleitt, en hefur því
miður lítið verið rannsakað enn sem komið er.
I þessu sambandi vekur einmitt athygli, að veru-
legur munur var á alkóhólþéttni jafnþungra manna,
er drukku jafnmikið áfengismagn við sömu tilrauna-
legu aðstæður (sbr. stúdenta 1 og 4 og 2 og 3;
mynd 1 og texti). Mætti þannig ætla, að niðurstöðu-
tölur úr fyrri hluta tilraunarinnar gæfu vísbendingu
um, að alkóhól frásogist betur frá vodkablöndu en
whiskyblöndu. í annarri tilraun virtist þessu vera
öfugt farið (Skaftason & Jóhannesson, óbirtar at-
huganir). Ekki er þó síður athyglisvert, að alkóhól-
þéltni virtist vera minnst hjá stúdent nr. 2 í síðari
hluta tilraunarinnar, enda þótt hún væri mest, þegar
áfengi var drukkið á fastandi maga (myndir 1 og 2).
Yerður þannig ætíð að hafa hugfast, að ýmsar
breytilegar eða aðrar óþekktar aðstæður kunna að
hafa veruleg áhrif á frásog alkóhóls frá meltingar-
vegi. Þessu til stuðnings er sú staðreynd, að stöðul-
tölur alkóhólþéttni og líkamsþyngdar (%o í blóði X
líkamsþyngd í kg) voru á bilinu 46—82 (meðaltal
63) hjá 14 stúdentum eftir drykkju vodka við gefn-
ar tilraunalegar aðstæður (óbirtar athuganir).
Þess skal að lokum getið, að ákvörðun á alkóhóli
með alkóhóldehýdrógenasaaðferð gefur niðurstöðu-
tölur, sem eru í góðu samræmi við niðurstöðutölur
mælinga með gasgreiningu á súlu (sbr. Skaftason &
Jóhannesson, 1975).
HEIMILDIR:
Brink, N. G., R. Bonnichsen & H. Theorell: A modified met-
liod for the ensymatic microdetermination of ethanol. Acta
pharmacol. et toxicol. 1954, 10, 223-226.
Richtie, J. M.: I The Pharmacological Basis of Therapeutics,
5th ed., ed. L. S. Goodman & A. Gilman. Macmillan Pu-
blishing Co. Inc., New York, 1975 (pp. 142-143).
Skaftason, .1. & Jóhannesson, Þ.: Ákvarðanir á alkóhóli
(etanóli) í blóSi. Tímarit lögfræðinga 1975, 25, 5-17.
Wallgren, H.: I Alchohols and Derivati.ves, Vol. 1. Perga-
mon Press, Oxford, 1970 (pp. 164-166).
34
LÆKNANEMINN