Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1979, Blaðsíða 31

Læknaneminn - 01.10.1979, Blaðsíða 31
ástæðan til þess var tilkoma geislavirkra ísótópa til þess að merkja sterasameindir. Notkun geislavirks kolefnis (Carbon 14) og síðar Tritium merktra sam- einda leiddi til Jjess, að fundnir voru nýir sterar, af- leiddar myndir þeirra (metabolites) og efnasam- bönd þsirra, að reikna mátti út framleiðni og út- skilnaðarhraða, að binding stera í plasma og í vefj- um var uppgötvuð og að staðsetningu og örlög ster- anna í vefjum mátti nú kanna. Myntliin «sr/ tnnmyndun Eins og lesa má í flestum bókum í lífefnafræði eru sterar myndaðir af tveggja kolefnasameindum eða acetyl radicals sem síðan með myndun mevalonic sýru og squalene myndaði cbolesterol, sem sterar eru síðan myndaðir af. Eggjaslokkarnir eru aðalupp- spretta oestrone og oestradiol í kvenfólki og er meira en 95% af oestradioli framleitt í eggjastokkum. I körlum eru eistun aðaluppspretta testosterones eða yfir 95%. Debydroepiandrosterone í plasma kemur aðallega frá nýrnahettum í báðum kynjum en um 50% androstenedione, sem er næstum því eingöngu komið frá nýrnabettum í karlmönnum, getur komið frá eggjastokkum að verulegum bluta í kvenfólki. Ummyndir (metabolites) kynstera í þvagi hafa verið kannaðir með því að sprauta örskömmtum af bormóninu inn í blóðrásina. Það hefur lengi verið vitað að kynsterar og um- myndir þeirra eru útskilin í þvagi, aðallega sem, svo- kölluð conjugöt, þar sem sterarnir eru bundnir sýr- um, aðallega glucuronic sýru og brennisteinssýru. Conjugötin finnast einnig í blóði og öðrum h'kams- vökvum. I þvagi er mest af glucuronidum, sem kann að vera tengt því að nýrun skilja glucuronide conju- götin 20-40 sinnum hraðar úr blóði heldur en sul- fötin. Conjugöt kynstera finnast í galli og entero-hepatic hringrás þeirra er þekkt. Myndun conjugata á sér stað í görn, lifur, nýrum og öðrum líffærum en a. m. k. súlföt eru einnig framleidd í kynkirtlum og nýrna- heltum. Hlutverk conjugata er lítt þekkt nema ef vera skyldi til þess að auðvelda útskilnað stera í þvagi. Stýring Tilraunir Smiths árið 1926 og Zondeks og Asc- heims ári síðar sýndu, að kynkirtlar eru undir ein- hvers konar stjórn heiladinguls. Með hliðsjón af vefjabreytingum mátti greina milli tveggja örvandi þátta frá heiladingli, follicle stimulating hormone (FSH, follitropin) og interstitial cell stimulating hormone (ISCH), sem síðar sannaðist að vera hið sama og luteinizing hormone (LH, Lutropin). FSH og LH úr heiladinglum manna hafa verið næstum hreinunnir (meira en 95%) og hafa reynst vera glycoprotein með sameindarþunga nálægt 32.000 og 28.000. Þegar mælingar (kvikmælingar, bioassays) FSH og LH voru hafnar kom í Ijós, að geltir einstaklingar höfðu há gildi í serum sem síðan lækkuðu við með- ferð kynstera. Einfalt neikvætt „feed-back“ (nega- tiv feed-back) kerfi virtist því vera til staðar. Á und- anförnum árum hefur hins vegar komið betur og betur í ljós að þetta kerfi er aðeins hluti af mjög flóknu stýringarkerfi þar sem undirstúka heilans (hypothalamus) leikur stórt hlutverk. Tímabilsbundin (periodic) kynhneigð (östrus) dýra og mánaðarlegir líðahringir kvenna og kven- kynsmannapa hefur verið innkirtlafræðingum ögr- andi ráðgáta. Árið 1936 uppgötvaði Pfeiffer að eggjastokkar ,sem græddir höfðu verið í geltar kven- rottur, sýndu tímabilsbundna starfsemi, en ekki ef þeir voru græddir í geltar karlrottur. Tímabilsbund- in starfsemi kom hins vegar fram ef karlrotturnar voru geltar strax eftir fæðingu og síðan græddar eggjastokkum. Pfeiffer ályktaði þess vegna að heila- dingullinn væri á einhvern hátt innstilltur (condi- tioned) af einhverjum eislnáþætti fljótlega eftir fæð- ingu. Árið 1952 græddu Harris og Jakobsohn heila- dingla úr karlrottum í kvenrottur, sem áður höfðu verið sviptar heiladingli og gátu sýnt fram á að heiladingullinn var ekki ævarandi karlaður (mas- culinized) þar sem rotturnar fengu aftur tímabils- bundna kynhneigð (östrus cycles). Þessi tilraun leiddi í Ijós tvö veigamikil atriði. í fyrsta lagi, und- irstúkan var líffærið sem var stillt inn (conditioned) en ekki heiladingullinn og í öðru lagi, heiladingull- inn starfaði aðeins eðlilega í nánum tengslum við læknaneminn 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.