Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1979, Síða 28

Læknaneminn - 01.10.1979, Síða 28
Mynd 8. Lítillega víkkaður ductus pancreaticus meS óreglu- legum, loðnum útlínum. Engar stenosur eða stricturur. - Chroniskur pancreatit. kenni sem líkjast acut pancreatitis köslum hafa sést en eru sjaldgæf, talin koma fram hjá 1—1,3% sjúkl- inga. Lang alvarlegasti fylgikvillinn er sepsis, sem sést nánast eingöngu hjá sjúklingum með' stíflur í gall- og brisgöngum. Tíðni septisks cholangitis er talin vera 0,4-0,8% í misjöfnum uppgjörum og mortali- tetið 0,05-0,1%. Með aukinni notkun sýklalyfja, einkum gentamycins og ampicillins saman, hefur tek- ist að fækka tilfellum með septiskar komplicationir. Þá hafa aðgerðir, sem gerðar hafa verið til að létta þrýstingi af stífluðum kerfum, einnig haft verulega þýðingu í þessu skyni. Minni háttar complicationum hefur einnig verið lýst, svo sem óþægindum í hálsi, uppþemhu og kvið- verkjum eftir speglanir, en sé rannsóknin fram- kvæmd á réttan hátt er tíðni þessara complicationa lítil, ekki meiri en við aðrar efri endoscopiskar rann- sóknir. Þrieðingar-tíðni ERCP er tæknilega fremur vandasöm, því er þræðingartíðnin nokkuð breytileg, í misjöfnum upp- gjörum. I stærri samantektum hefur þræðingatíðni verið 70 til 96% (í eigin uppgjöri 79%) og selectív þræðing, þ. e. a. s. fylling á því gangakerfi sem sér- staklega er óskað eftir hjá 74-96% (í eigin uppgjöri um 87%). Sjúkdómar í skeifugörn og á papillu- svæði valda erfiðleikum við þræðingu, einkum tu- mor innvöxtur í skeifugörn og tumor innvöxtur í ganga í caput pancreatitis. Þá veldur Billroth II re- section verulegum erfiðleikum í þræðingu og gerir hana oft ómögulega. Gildi ERCP ERCP hefur auðveldað greiningu og meðferð margra sjúklinga með gallvega og pancreas sjúk- dóma. Staða rannsóknarinnar miðað við aðrar klin- iskar rannsóknir er þó ekki endanlega ákvörðuð. ERCP er góð greiningaraðferð til að greina milli stíflugulu og lifrarfrumugulu, gera má ráð fyrir að greining fáist í 75—90 af 100 sjúklinga. Hjá hluta þessara sjúklinga mun endoscopiska rannsóknin ein sér veita upplvsingar um greininguna. Sú rannsókn, sem helst er hægt að bera saman við ERCP við greiningu á gallvegasjúkdómum er PTC (Percutane- ous transhepatic cholangiography). PTC er nú fram- kvæmd með fínnálstækni og hefur það fækkað complicationum vegna gallleka og blæðinga veru- lega. Sömuleiðis hefur tíðni heppnaðra rannsókna þar sem ekki er um stíflu á göngum að ræða aukist Mynd 9. Víkkaður ductus choledoccus með innvexti neðst í ganginn. Cancer í caput pancreatis með innvexti í chole- doccus. 18 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.