Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1982, Qupperneq 6

Læknaneminn - 01.09.1982, Qupperneq 6
Leiðari Af kóngum og kórónum Þegar viö vorum lítil voru okkur sagöar sögur af kóngum. Þeir bjuggu gjarna meö drottningu sinni í ríki sínu. Varla hafa ríkin verið stór, því aö sögurnar voru margar og að minnsta kosti einn eða tveir kóngar í hverri. Sennilega hefir þeim verið nokkuð þétt skipað á jarðarkringl- unni. En þótt ríkin væru lítil voru þau vel stæð. Kóngarnir þurftu ekki að ganga í lörfum. Þvert á móti voru þeir ævinlega prúðbúnir, í pellklæðum borðalögðum sem útsaumuð voru silfurþræði og hneppt gylltum hnöppum. Og á höfði báru þeir kór- ónu úr hömruðum eðalmálmi, skreytta perlum og dýrum steinum, svo glæsilega að af öllu bar í ríkinu. Smákóngar voru þeir en þó stór- menni, vondir eða góðir eftir sög- unnargangi. Þegar við uxum úr grasi fækkaði sögum, en veruleikinn tók við. Kóngar hurfu, smáir og stórir, en við tóku mennskir menn. Það eru reynd- ar til nokkrir kóngar í útlöndum, en það er hrein hending ef maður hittir þá. Og á landinu okkar er enginn með viðurkennda kóngsnafnbót. En stöldrum hér við. Eru þeir 4 menn ekki æði margir sem meðvitað og ómeðvitað reyna að haga sér eins og þeir væru kóngar? Vilja les- endur nú hugleiða það og líta í eigin barm. Ég ætla hér að minnast aðeins á einn hóp manna í smákóngastétt. Nú má segja að allir læknar og sumir læknanemar séu haldnir dálitlum smákóngakomplex. En það er ekki nema lítill hluti þeirra sem finnur sig knúinn til að bera kórónu. Sennilega er það sá hlutinn sem efast mest um tign sínaog ríkidæmi. Þessirkórónu- berar birtast manni í matsölum Landsspítalans og fleiri spítala. Kór- ónurnar eru sérkennilegar og mér er ekki grunlaust um að þær séu dálítið ólíkar kórónum fornkónganna. Þetta eru ýmis konar höfuðföt, græn, blá eða hvít, úr taui eða bréfi og smá- kóngarnir bera þau með sér af skurðstofum. Einstaka framlengir kórónuna onyfir höku sem grímu úr grænu bréfi. Smákóngarnir hafa þessa aðferð til að sýna ríkidæmi sitt og ætlast væntanlega til að eftir sé tekið í mat- salnum. Og ríkidæmið? Skurðstofa? Sérnú hverósköpin. Eftir þeim er reyndartekið. En ekki er það alltaf á þann hátt sem þeir ætlast til. Heyrt hefi ég fólk hneyksl- ast á þessum sóðaskap, að bera skuplur og grímur af skurðstofu inn í matsal og aftur til baka. Og mikið er ég hjartanlega sammála þessu fólki. Ég hefi rennt huganum til Svíþjóðar, inn í einn af mörgum spítalamatsöl- um þar, þann eina sem ég þekki. Þar er manni ekki einu sinni leyft að fara inn í slopp eða hvítu. Hvað þá að nokkur smákóngur fengi þar að bera kórónu. En hér á íslandi bíð ég alltaf eftir því að þessir menn birtist í mat- salnum í græna aðgerðargallanum, hálfrauðum af blóði og með nýskor- inn ristil í trefilsstað. Þá væri mér skemmt. Það er víst að hér er argasti sóða- skapur á ferð. Þegar menn geta ekki sýnt ríkidæmi sitt á annan hátt eiga þeir skilið að glata því með bæjum og bústofni. En þeim sem taka upp betri siði ber að hrósa og það vel. Og nú legg ég til að smákóngar hætti að bera kórónu þar sem það ekki á við. SS LÆKNANE MINN 3'4/i982-'35. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.