Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1982, Qupperneq 7

Læknaneminn - 01.09.1982, Qupperneq 7
Slagæðablóðgös Tryggvi Ásmundsson læknir Mynd 1. Stungið á a. radialis. Fyrir um 20 árum var í miklum mæli farið að mæla sýrustig (pH) og hlut- þrýsting súrefnis (PaO^) og koldí- oxíðs (PaCO^) í slagæðablóði. Kom þessi aukning í kjölfar þess að fljót- legri og auðveldari mælingaraðferðir höfðu fundist. Varð fljótt ljóst að þessar mælingar voru ómetanlegar við meðferð flestra bráðveikra sjúkl- inga og einnig við mat á fólki með hvers kyns lungnasjúkdóma. Eru mælingar þessar nú fáanlegar allan sólarhringinn alla daga ársins á öllum stærri sjúkrahúsum. Taka slagæðablóðs Blóðsýni úr slagæð eru oftast tekin í glersprautu þar sern venjulegar plast- sprautur eru úr gljúpu (porös) efni sem hleypir í gegn um sig súrefni og koldíoxíði. A seinni árum hafa kom- ið á markað einnota sprautur (Pulsa- tor (R)*, Arterial Blood Gas Sampl- er (R) + ) sem eru sérstaklega gerðar til slíkrar sýnatöku. Heparín er notað til að blóðið storkni ekki og þarf ekki nema lítið magn sent rétt fyllir nálina. Það hefur sýnt sig að heparín lækkar PCO2 mælinguna.1 Þess vegna er venjulegt heparín (5000 ein/ml) þynnt með saltvatni svo þéttnin verði 500 ein/ml. Með því móti fæst nægi- leg segavörn og þessi skekkja minnk- ar að mun. Venjulega eru teknir 3-4 ml blóðs og nægir það til að endur- taka mælinguna ef þurfa þykir. * Portex Ltd., Hythe, Kent, England + Radiometer A.S., 72 Emdrupvej, Köbenhavn NV. Æskilegt er að taka sýnið úr a. radi- alis (1. mynd). Þreifað er eftir púls- inum með fingrum vinstri handar og síðan stungið á æðinni rétt neðan við. Blóðið á að renna sjálfkrafa inn í sprautuna og lyfta bullunni. Sumir mæla með því að stinga lóðrétt á æð- inni og í gegnum hana, draga síðan sprautuna rólega til baka þar til blóð- ið tekur að lyfta bullunni og stað- næmast þar. Fleiri vilja þó stinga ská- hallt líkt og þegar stungið er á bláæð og stefna að því að ná sýninu án þess að gera tvö göt á slagæðarvegginn. Eftir að sýnið hefur verið tekið er þrýst fast á stungustaðinn í 3 mín. Rétt er að taka tírnann þar sem slík bið virðist heil eilífð og því venjulega vanáætluð nema slíkt sé gert. Einnig þarf að gæta vel að hvort blæðing sé stöðvuð þegar sleppt er. Sé sjúkling- ur á blóðþynningarmeðferð þarf að þrýsta í a.m.k. 10 mín. eftir blóðtöku og getur jafnvel þurft mun Iengri tíma áður en blæðing stöðvast. Rétt er að undirstrika að ekki er verjandi að fela sjúklingi sjálfum að þrýsta á stungustaðinn. Stundum er púls Ié- legur og ekki unnt að ná sýni úr a. radialis. Þá er stungið á a. brachialis eða jafnvel a. femoralis. Þetta eru stærri slagæðar og því meiri hætta á fylgikvillum, sem eru afar fátíðir þegar stungið er á a. radialis. Eftir stungu á a. brachialis getur blætt undir fasciu og myndast þrýstingur sem getur lokað slagæðinni og valdið alvarlegum blóðrásartruflunum og jafnvel drepi í fingrum. Ef aðgæsla er höfð í tíma á að vera hægt að koma í veg fyrir slíkt með því að kalla til skurðlækni sem sprettir á fasciunni LÆKNANEMINN 3-,/.9<2 - 35. árg. 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.