Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1982, Blaðsíða 15

Læknaneminn - 01.09.1982, Blaðsíða 15
Myndin svnir Ijósfallsferlu prúpranólóls í innruuóu Ijósi. Efnió var einangraó úr lifur einstaklings, sem látist hafði úr eitrnn af völdum própranólóls. ímmunoassay) og skyldar aðferðir eru í vissum tilvikum notaðar við rannsóknir í réttarefnafræði. Megin- kostur þeirra er mikið næmi (10“12g) og mikil afkastageta. Þær eru því einkum notaðar þegar leita þarf að tilteknum efnum (t. d. kannabis eða öðrum ávana- og fíkniefnum) í mikl- um fjölda sýna. Jákvæðar niðurstöð- ur eru ávallt staðfestar með einhverri þeirra aðferða, sem að ofan er lýst. f>að sem fyrst og fremst ræður vali rannsóknaraðferða í réttarefnafræði er sýnið, sem til ráðstöfunar er, áætlað magn og tegund efnanna sem leitað er að, og strangar kröfur um áreiðanleika rannsóknarinnar. Oft þarf að beita mismunandi aðferðum eftir því hvort sýnið er t. d. blóð, þvag eða lifur. Magn efna getur einnig verið mjög mismunandi eftir líffærum og því nauðsynlegt að beita mismunandi rannsóknaraðferðum af þeim sökum. Eiturhrif efna eru einnig mismikil og þéttni þeirra í líf- færum, sem setja má í samband við eitrun, mishá. Þannig er t. d. talið að þéttni digoxíns í blóði, sem er 5 mg/ ml, geti verið banvæn. Það sama má segja um þéttni etanóls í blóði, sem er 5 mg/ml (5 %c). Á þéttni þessara efna er milljónfaldur munur og því mismunandi aðferðir notaðar við mælingar á þeim. Digoxín er venju- lega mælt með geislamælingu með mótefni, sem er ákaflega næm aðferð (sbr. að ofan), en etanól með gas- greiningu á súlu. Strangar kröfur eru gerðar til rétt- arefnafræðilegra rannsókna. Engin þeirra aðferða, sem að ofan er nefnd, er talin nægja ein sér. Fullnægjandi niðurstöður fást því aðeins að tengd- ar séu saman tvær eða fleiri aðferðir og þá helst samtímis krómatógrafísk- ar aðferðir og aðferðir, sem gefa upplýsingar um mólgerðir efnisins (massagreining, innrauð og útfjólu- blá ljósfallsmæling). Réttefnafræðilegt mat Með réttarefnafræðilegu mati er átt við mat á niðurstöðutölum réttar- efnafræðilegra rannsókna. Við mat á niðurstöðutölum eru önnur mál svip- aðrar tegundar jafnan höfð til sam- anburðar. Er þeirra leitað í hand- bækur og tímaritsgreinar og að sjálf- sögðu í skýrslur rannsóknastofunn- ar um eldri mál. Enn fremur er höfð hliðsjón af rannsóknum á lyfjum og eiturefnum, sem gerðar hafa verið á sýnum úr Iifandi mönnum og jafnvel dýrum. Við réttarefnafræðilegt mat á dauðsföllum er tekið tillit til fjöl- margra atriða, sem ekki koma til álita, þegar metnar eru niðurstöðu- tölur mælinga á lyfjum eða eiturefn- um í blóði lifandi manna, og verður hér minnst á örfá þeirra. Verulegar breytingar geta orðið á blóðþéttni ýmissa efna post mortem. Vitað er, að alkóhól (etanól) getur myndast í blóðipost mortem við gerj- un á sykrungum, einkum glúkósu. Þannig þarf jákvæð niðurstaða úr alkóhólmælingu í blóði ekki að merkja að hinn Iátni hafi neytt áfeng- is skömmu fyrir andlátið. Ganga má úr skugga um hvort svo hafi verið með því að rannsaka þvag samtímis, en glúkósa er venjulega í svo litlu magni í þvaginu að gerjun verður óveruleg. Svipuðu máli gegnir um cýaníð, en það getur myndast í blóði LÆKNANEMINN 3-,/i»82- 35. árg. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.