Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1982, Page 16

Læknaneminn - 01.09.1982, Page 16
Eitrunarvaldar TAFLA 1 Fjöldi dauðsfalla Eitrunarvaldar Fjöldi dauðsfalla Allýprópýmal l Klórmezanón+díazepam 1 Alkóhól 10 Klórmezanón+paracetamól 1 Amítriptýlín 4 Koloxíð 8 Amítriptýlín+alkóhól 3 Koloxíð+alkóhól 14 Amítriptýlín+alkóhól+díazepam 2 Maprótilín+salicýlsýra 1 Amítriptýlín+alkóhól+mepróbamat 1 Mebúmal 7 Amítriptýlín+díazepam+ísókarboxazíö 1 Mebúmal+alkóhól 2 Amítriptýlín + klózapín+prómetazín 1 Mebúmal+alkóhól+díazepam i Amítriptýlín + maprótilín 2 Mcbúmal+alkóhól+amítriptýlín+klórdíazepoxíð 1 Bútan i Mebúmal+fenemal+mepróbamat i Dextróprópoxýfen 2 Mebúmal + maprótilín i Digoxín 2 Mepróbamat i Díbenzepín + nortriptýlín I Nítrazepam + alkóhól i Díazepam+alkóhól 7 Nortriptýlín i Díazepam+alkóhól+prómetazín 1 Nortriptýlín+alkóhól i Doxepín 1 Nortriptýlín + alkóhól+klórprótixen i Doxepín+ergótamín+koffeín 1 Orfenadrín i Fenemal + alkóhól 3 Oxíklórókín i Fenemal+alkóhól+flúrazepam 1 Prómazín+alkóhól i Fenemal+alkóhól+klórdíazepóxíö 1 Própranólól 3 Fenemal+díazepam+salicýlsýra 1 Própranólól+dífenhýdramín 1 Flúrazepam+alkóhól 1 Súxametóníum 1 Karbamazepín+díazepam 1 Tíórídazín+brómfeníramín 1 Klóral 2 Tólúen + ísóprópanól 1 Klóral + alkóhól+díazepam 1 Trímípramín + digoxín 1 Klórdíazepoxíð+alkóhól Frh. 1 Samtals 107 post mortem. I heila er myndun á cýaníði aftur á móti óveruleg. Við rannsókn á heila fást því betri upp- lýsingar um hugsanlega cýaníðeitrun en við rannsókn á blóði. Post mortem geta orðið verulegar breytingar á bindingu Iyfja í vefjum og er þá hætt við að jafnvægi þeirra milli blóðs og vetja raskist. Lyf, sem bindast mjög í vefjunt geta þannig losnað og síast út í blóðið og valdið mælanlegri hækkun á blóðþéttni. í slíkum tilvikum getur verið varasamt að draga ályktanir af mælingum, sem gerðar hafa vcrið á þéttni sömu lyfja í blóði Iifandi manna. Réttarefna- fræðilegt mat styðst þá við niður- stöðutölur mælinga í öðrum líffær- um. Samaer uppi á teningnum, þegar ekkert öruggt santhengi er milli eit- urhrifa og blóðþéttni eða skammta og blóðþéttni, eins og t.d. hjá sumum fentíazínsamböndum. Svipað á einn- ig við um geðdeyfðarlyf, en þar er lélegt samhengi á milli blóðþéttni og eitrunareinkenna. Auðveldara er að setja banvæn áhrif þessara lyfja, a.m.k. amítriptýlíns, í samband við þéttni þeirra í heila en þéttni þeirra í blóði. lifur eða þvagi (Kristinsson et al. 1983). Við dauðsföll af völdum eitrana er algengast að fleira en eitt lyf eða eiturefni komi fyrir í sama málinu (sjá síðar). Veldur þetta umtalsverð- um erfiðleikum við réttarefnafræði- Iegt mat. Algengast er að áfengi og lyf komi fyrir samtímis, en áfengi eykur á áhrif flestra lyfja, sem hafa slœvandi áhrif á miðtaugakerfið. Algengt dæmi um slíkt eru eitranir af völdum barbitúrsýrusambanda og alkóhóls (Jóhannesson, Þ. et al. 1973). Enda þótt ekki sé vitað með vissu hvernig samverkun barbitúrsýrusambanda og alkóhóls er háttað, má oftast túlka þessi mál með hliðsjón af fjölmörg- um hliðstæðum málum, sem getið er um í heimildum. Öðru máli gegnir um sjaldgæfari lyf, og lyf með lítt þekktar eiturverkanir, þar sem erfitt getur reynst að finna hliðstæð mál til samanburðar. A síðari árum hefur verið tilhneiging í þá átt að fleiri og fleiri lyf og eiturefni komi fyrir í hverju máli. Samverkanir lyfja er lúta að eitrunum eru oft lítt þekktar og 14 LÆKNANEMINN “"‘/ísej - 35. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.