Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1982, Blaðsíða 18

Læknaneminn - 01.09.1982, Blaðsíða 18
Frá Augndeild St. Jósefsspítala, Landakoti * Averkar á augu Guðmundur Björnsson og Guðmundur Viggósson Grein þessi er fyrri hluti ritsmíðar um neyðarþjónustu augn- sjúklinga á heilsugæslustöðvum. Hefír hún að geyma nokkrar ráðleggingar fyrir heilsugæslulækna um fyrstu viðbrögð við augnslysum. Síðari hluti mun fjalla um bráða sjúkdóma í augum og birtast í næsta blaði. Inngangur Þar sem augnslys eru algeng er nauð- synlegt að læknar viti deili á þeim. Læknar á heilsugæslustöðvum og slysadeildum eiga að geta meðhöndl- að flest minniháttar augnslys, sem eru fjölmörg og geta veitt fyrstu hjálp við meiriháttar slysum. Á tímabilinu 1971-1979 voru 508 sjúklingar lagðir inn á augndeild Landakots- spítala vegna áverka á augu, karlar voru 86%. Um 41% voru börn 15 ára og yngri. Um 36%slysanna voru vinnuslys og 4% tengd umferð. Um fjórðungur slysanna voru holundir (perforationir). Um 40% slysanna voru augnmar (contusio) með blæð- ingu í forhófi og/eða bjúg í augn- botni. Um 15% augnáverkanna urðu innan heimilis. Þriðji hver sjúklingur, sem lagður var inn á augndeildina missti nokkra sjón og 16% sáu minna en 6/60 Snellen5. Sennilega lendir meirihluti augn- slysa fyrst hjá læknum öðrum en sér- fræðingum í augnsjúkdómum. Hver sá sem fyrstur sér skaddað auga ber mikla ábyrgð, því að oft er það undir fyrstu hjálp og meðferð komið hvort hinn slasaði fær nýtanlega sjón á aug- að. Miklar framfarir hafa orðið á síð- ustu árum í meðferð augnslysa. 16 Mörgum augum er nú unnt að bjarga með aðgerðum, sem áður voru óframkvæmanlegar vegna skorts á tækjabúnaði, má þar t.d. nefna gler- hlaupsaðgerðir. í þessari grein verð- ur sagt frá því helsta, sem að gagni má koma varðandi fyrstu meðferð augnslysa. Hafa ber í huga að dóms- mál getur fylgt í kjölfar hvers slyss, ekki síst áverka á auga, þar sem svo mikið er í húfi við sjónmissi. Það er því nauðsynlegt að dagbókarfærsla sé í góðu lagi. Greina skal vel frá orsök slyssins og hvað klukkan var þegar hinn slas- aða bar að garði. Mæla sjónskerpu, ef mögulegt er og lýsa áverkanum. Rissmynd þó ómerkileg sé, segir oft meira en mörg orð. Ekki má gleyma að góð saga gefur mikilvægar upplýs- ingar. 1. Bruni af völdum ætiefna Meðferð bruna af völdum ætiefna þolir enga bið. Það þarf að skola aug- un á slysstað, áður en nokkuð annað er aðhafst. Um 9% af innlögðum augnslysum á augndeild eru vegna ætibruna. Algengustu efni, sem valda bruna á augum eru lútarefni og sterkar sýrur. Algengustu lútarefnin eru kalk, vítissódi, sement og am- moníak. Af sterkum sýrum má nefna brennisteinssýru (í rafgeymum) og saltsýru. Einnig má nefna ýmiskonar hreinsiefni, sem notuð eru í heima- húsum. Alvarlegasti og jafnframt algeng- asti efnabruni á augum er af völdum lútarefna (alkaliskra efna), oftast vinnuslys. Skola þarf augun rækilega á vinnustað, eins fljótt og unnt er til þess að fá sem mesta þynningu á æti- efninu. Ef rennandi vatn er fyrir hendi þarf hinn slasaði að fara undir vatnsbununa og skola augun. Sé rennandi vatn ekki til staðar þarf að fylla ílát með vatni eða öðrum hrein- um vökva og hella viðstöðulaust í augu 10-20 mínútur. Á öllum vinnu- stöðum, þar sem ætiefni eru notuð, þarf að vera aðstaða til augnskolun- ar, eins og tíðkast víða erlendis og í einhverjum mæli hér á landi. Ef sement eða kalk hefur farið í auga nægir ekki skolunin ein, heldur þarf að fjarlægja agnir, sem eftir sitja. Það skiptir ekki máli með hverju það er gert, ef varlega er að farið t.d. með hreinu klútshorni, ef annað betra, svo sem bómullarpinni er ekki við hendina. Rétt fyrstu viðbrögð við lútar- bruna í augum hefur mörgum sinn- um meira að segja en besta sérfræði- hjálp síðar meir. Það er því nauðsyn- legt að hefja meðferð áður en læknis er leitað. Það er áríðandi að sá, sem svarar í síma hjá lækní eða á heilsu- gæslustöð viti um nauðsyn þessarar fyrstu hjálpar og hvetji til rækilegrar skolunar, sérstaklega ef nokkur spöl- ur er til læknisins. LÆKNANEMINN 3-‘/i8.2 - 35. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.