Læknaneminn - 01.09.1982, Síða 24

Læknaneminn - 01.09.1982, Síða 24
Blóð í forhólfi. Slíka sjúklinga þarf að skoða mjög rækilega, þar eð augað sjálft getur verið stórskaddað og sjúklingur misst sjón, ef viðeigandi aðgerð er ekki gerð fljótlega. Pað má því ekki bíða með rækilega skoðun uns bjúgurinn er horfinn úr augnalokum heldur skal hefjast handa þegar í stað. Oft er erfiðleikum bundið að opna auga, ef bjúgur er mikill og fara þarf varlega, þar eð holund (perforatio) gæti verið til staðar. Oft þarf að nota augna- lokshaka til að lyfta efra augnaloki svo að framhluti augans sjáist. Ef slíkt áhald er ekki tiltækt er auðvelt að útbúa slíkan haka úr bréfa- klemmu (sbr. mynd). Öll verkfæri, sem notuð eru til könnunar eða með- ferðar á slösuðu auga verða að sjálf- sögðu að vera dauðhreinsuð. Þau atriði sem sérstaklega ber að gæta að við augnmar eru: Rifa í augnaloki og þá sérstaklega hvort tárasmuga sé rifin. Við mar í húð (ecchymosis) er ekkert að gera. Blœðing undir slímhúð augans, sem er algeng við einfalt glóðarauga er meinlaus og eyðist af sjálfu sér. Athuga þarf hvort slímhúð sé heil. Ef svo er ekki þarf að kanna hvort hvít- an undir sé sködduð. Við athugun á glæru ber fyrst og fremst að hafa í huga hvort um augn- brest (perforatio) sé að ræða. Hættast er við rofi á glæru-hvítu mótum (lim- bus) og getur rifan náð langt aftur í hvítuna. Stundum er rifan það stór að lita og hluti af fellingabaug lafa út úr sárinu. Athuga ber dýpt forhólfs og bera hana saman við hitt augað. Grunnt forhólf bendir til leka fram- antil í auga, en djúpt á sprungu í hvítuvegg aftantil í auga. Athuga þarf hvort yfirborð glæru er skaddað (með fluorescinlit). Blóð í forhólfi (hyphema) leynir sér yfirleitt ekki. Blæðingin getur alveg fyllt forhólfið eða einungis að nokkru leyti t.d. að blóðkorn sjáist aðeins í rauflampa eða eins og ný- máni neðntil í forhólfinu. Augnhaki útbúinn. Viss hluti sjúklinga fær endur- blæðingu. Mest hætta á henni er á 3.-5. degi eftir slysið, en mjög lítil eftir að vika er liðin. Endurblæðing er alltaf alvarleg. Forhólfið fyllist þá venjulega alveg af blóði (total hyp- hema). Eftir fáa daga breytist rauði liturinn á blæðingunni í purpuralit eða nærri svartan. Augnþrýstingur hækkar alltaf við endurblæðingu, en getur þó verið hækkaður áður. Bata- horfur eru slæmar og álitið er að um þriðjungur þeirra, sem slíkt hendir, tapi meira eða minna sjón3. Með acetazolamidi er reynt að lækka augnþrýsting og ef hann er mjög hár með mannitoli i.v. Stundum er nauð- synlegt að opna augað og ná blóð- hlaupinu út. Ekki er það gert fyrr en fjórum sólarhringum eftir endur- blæðingu og hafi ekki verið unnt að lækka augnþrýsting. Hætt er við að sjóntaug skaddist á 5-6 dögum, ef augnþrýstingur er 50 mm Hg eða hærri. Þetta er þó einstaklingsbundið og ung augu þola betur háan þrýsting en gömul. Ef augnþrýstingur er hár er meiri hætta á blóðlitun á glæru. Ef blóð hverfur ekki fljótt úr forhólfinu síast blóðlitarefni inn í glæruvefinn og getur það hindrað sjón lengri eða skemmri tíma, jafnvel varanlega. Meiri hætta er á blóðlitun, ef rof verður á innþekju (endothelium) glæru. Um tíundi hluti þeirra, sem fá blæðingu í auga fá gláku síðarmeir, jafnvel að nokkrum árum liðnum. Oljóst er ennþá hversvegna svefn- drungi sækir á marga eftir forhólfs- blæðingu. Skiptar skoðanir eru um fýrstu meðferð, sérstaklega ef ekki er um mikla blæðingu að ræða. Margir augnlæknar leggja sjúklinga inn á augndeild eða á spítala. Bundið er fyrir bæði augu, haft hátt undir höfði og algjör rúmlega í vikutíma eða þangað til lítill möguleiki er á endur- blæðingu. Augnþrýstingur er mæld- 22 LÆKNANEMINN '‘'"/hm-35. árg.

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.