Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1982, Blaðsíða 31

Læknaneminn - 01.09.1982, Blaðsíða 31
Af ráðstefnum Frá stjórn F. L. Ekki hefir árið 1982 verið síðra í ráðstefnuhaldi en þau ár sem á undan eru gengin. Kemur þar margt til. Flugfélög bjóða niður fargjöld í kreppunni, vel hefir viðrað og ekki er síst að nefna vaxandi áhuga Læknadeildar og nem- enda hennar á félagslegum þætti allra mála. Enda hafa hvorki meira né minna en þrír nemar farið á einni færri ráðstefnur í sumar og haust, samtals tveir á hverja. Reiknið þið nú, lömbin mín. Þessir nema voru fáanlegir að lýsa reynslu sinni og sjá: Hér er afraksturinn, gerið svo vel. Vordagar í Þrándheimi Kjartan B. Örvar læknanemi Dagana 6.-7. maí 1982 var haldið í Þrándheimi IX þing Nordisk Fed- eration för Medicinsk Undervisn- ing (NFMU). Þettaerusamtökallra aðila er taka þátt í kennslu lækna- nema. Því var þarna marglitur sauðahópur, eða allt frá virðuleg- um prófessorum og kerfiskörlum (s.k. atvinnuröflarar), niður í blá- eyga læknanema. Á þetta þing fór ég ásamt Stefni Guðnasyni læknanema og próf. Víkingi H. Arnórssyni. Þing þetta var haldið í nýjum húsakynnum Háskólans í Þrándheimi og einnig á gististað okkar, ESSO MOTOR HOTEL, en sú bygging leit út einsog risa- smurstöð með grillsjoppu. Fyrri ráðstefnudagurinn fór í að ræða tækjanotkun í læknisfræði í nútíð og framtíð. Voru flutt mörg erindi um þetta, m.a. var sagt frá því að árlega deyr nokkur fjöldi sjúklinga vegna kunnáttuleysis lækna í meðförum á tólum og tækjum. Vegna þessa vilja þeir Þrándheimsmenn stórauka kennslu í raungreinum, s.s. stærð- fræði, eðlisfræði og efnafræði í læknisfræði til að fyrirbyggja slík mistök klaufskra lækna. Tillaga þessi fékk lítinn hljóm- grunn. Töldu flestir að brýnna væri að auka kennslu á flestum öðrum sviðum en þessum, hyggi- legra væri að læknar í sérnámi fræddust betur um einstök tæki eftir ástæðum. Niðurstaða þess- arar umræðu var í raun engin, önnur en sú að þeir Þrándheims- menn gætu svo sem prófað þetta en enginn annar væri svo vitlaus. Tóku Norðmennirnir þessu af- skaplega illa og voru furðulega húmorslausir í allri þessari um- ræðu. Seinni dagur þingsins fór í aðal- fund NFMU. Þar var m.a. rætt um eitt helsta verkefni samtakanna sem er hvernig meta á kennslu- hæfileika þeirra er sækja um kennslustöður. Hefur þetta verið mikið hitamál á hinum norður- löndunum þótt varla hafi verið minnst á þetta hér á íslandi. Eitt er víst að ekki er vanþörf á að slíkt mat fari fram á umsækjendum um kennarastöður hér á íslandi, það hefur reynslan sýnt. Á þessum aðalfundi NFMU var próf. Víkingur endurkjörinn í stjórn samtakanna. Á sama tíma og þing NFMU var haldið var haldinn aðalfundur í NMS. Það eru samtök læknanema á norðurlöndunum og megin tilgang- ur þeirra er að sameina skoðanir stúdenta um hin ýmsu mál er koma fyrir þing NFMU. Starfsemi NMS hefur verið mis- mikil frá ári til árs. Á tímabili var Bárður Sigurgeirsson formaður þessa samtaka og var starfsemin þó nokkur þá. Við stjórn samtak- anna tók svo Dani nokkur, Bjarni Mýrrúði að nafni, sem er hefð- bundinn Dani til orðs og æðis og hafði hann mestan áhuga á því að drekka Viskíflösku nokkra, en þeim mun minni áhuga á að halda fund í NMS. En þarsem til stóð að skipta um formann varð Bauninn að halda fund, og hélt hann reynd- ar eftir mikla áeggjan annarra full- trúa stúdenta. Var þetta furðu- LÆKNANEMINNa-4/,9M-35.árg. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.