Læknaneminn - 01.09.1982, Page 39
„ Svefntruflun v
Kvíði Þreyta
Þunglyndi
&
Ef einn þessara þátta hefur verið
fyrir hendi unt tíma er líklegt að þeir
séu allir fyrir hendi. Kvíða þekkja
flestir. Auk þess sem áður var sagt
vita allir að kvíði getur valdið óvær-
um svefni og andvökum. Sá sem hef-
ur andvara á sér sefur grunnt, vaknar
oft og er venjulega á fótum fyrr en
aðrir.
Svefntruflanir eiga skilið fyllstu
athygli í nteðferð vöðvagigtar, bæði
vegna þess að yfirleitt virðast þær
ómissandi í orsakakeðjunni sem kom
vöðvagigtinni af stað og í vítahringn-
um sem viðheldur henni en einnig
vegna hins að svefntruflanir er auö-
velt að laga með hjálp lyfja og/eða
minniháttar breytingum á lífsháttum.
Svefnskortur er álag (stress) sem
líkja má við fæðuskort. Svefnskorti
fylgja almenn líkamlega einkenni um
streituástand, aukin framleiðsla
streituhormóna, s. s. cortisols og
adrenalíns, en fyrst og mest eru áhrif
hans á miðtaugakerfið, aukin
spenna, oftast í formi kvíða og síðan
bilun á hæfni til andlegrar einbeit-
ingar.
Með rannsóknum á heilalínuritum
sofandi fólks hefur komið í Ijós
(Smythe, Moldowsky), aðsvefn fólks
með vöðvagigt er verulega skertur -
styttur og afbrigðilegur að gerð.
Dýpstu stig draumlauss svefns
(N-REM svefns), 3. og 4. stig sem
einkennast af hægurn deltabylgjum
eru sí og æ rofin af svonefndum alfa-
bylgjunt sem einkenna vökuástand.
Þá hefur komið í Ijós að hægt er að
framkalla vöðvagigt hjá heilbrigðu
fólki sem stundar kyrrsetustörf með
truflunum á svefni sem vekja ekki en
hindra að fólk nái djúpum svefni.
Athyglisvert er að ekki hefur tekist
að framkalla vöðvagigt með slíkum
tilraunum hjá hermönnum í þjálfun
né hjá háskólastúdentum í góðu
formi sem hlupu minnst 3 km á dag.
Þessar rannsóknir koma heim við
þá almennu reynslu að sjúklingar
með vöðvagigt sofa illa. Jafnvel þótt
þeir nái heillar nætur svefni vakna
þeir samt þreyttir eins og svefn sá
sem þeir ná gefi ekki eðlilega endur-
næringu. Margir segjast aðeins geta
sofið í einni ákveðinni stellingu, stell-
ingu sem verndar þá fyrir verk. Þeir
vakna eða hálfvakna við sársauka í
hvert skipti sem þeir bylta sér í djúp-
um svefni. Loks gefast þeir upp við
að reyna að sofa þegar komið er und-
ir morgun og eru þá „sem lurkum
lamdir".
Fólk með vöðvagigt er alltaf
þreytt. Þegar gigtin er komin á hátt
stig er þreytan jafnt andleg sem
líkamleg. Sjúklingarnir iíta þreytu-
lega út, hafa bauga undir augum. Þeir
kvarta um minnisleysi, framtaksleysi
og andlegan sljóleika. Þeir geta ekki
einbeitt sér og eiga því erfitt með að
lesa bók eða horfa á sjónvarp og ná
varla sambandi við annað fólk.
Margir eru Iystarlausir, náttúrulaus-
ir, finnst þeir vera gamlir og þjást af
svartsýni. Iamandi verkkvíða og van-
máttarkennd. Hérerumað ræða víð-
tæka bilun á starfsemi. Ástandið í
heild hjá þessu niðurdregna fólki er
vissulega þunglyndisástand með öll-
um helstu einkennum. Þó er e. t. v.
heppilegra að líta á þetta ástand sem
Iangvarandi þreytu, svefnskortsfyrir-
bæri og þar af leiðandi orkuþrot.
Til að rjúfa vítahringinn
_ Svefntruflun .
^ tsN
Kvíði Þreyta
Þunglyndi
er frumskilyrði að koma svefni í lag,
leiðrétta svefnskortsástand og byrja
að losa sjúklinginn við samsafnaða
þreytu og streitu, lækka spennuna
(stress level). Þetta þarf að gera í
byrjun svo að önnur meðferð nýtist.
Það þýðir t. d. lítið að nudda eða
þjálfa örþreyttan sjúkling sem byggir
upp í friðlausri andvöku næturinnar
þá spennu sem honum (eða þjálfara
hans) tókst að Iosa um daginn áður.
Eg nefni þetta því að Iæknum yfirsést
oft þessi einfalda náttúrufræði. Lyf
eru mjög virk til að laga svefntrufl-
anir, oft óhjákvæmileg í byrjun og/
eða flýta fyrir að bati komist í gang.
Mestu varðar að lyfið tryggi endur-
nærandi svefn. Svefninn bætir meira
en sjálft lyfið og svefntíminn er besta
stýringin á magn lyfsins. Mörg lyf
koma til greina:
a) Kvíðarócmdi og vöðvaslakandi lyf.
Þau er best að gefa að kvöldinu í
magni sem nægir til að tryggja 7-9
stunda svefn. Flest þessara lyfja eru
langverkandi, kvöldskammturinn
sem tryggði svefn endist næsta dag
sem hæfileg kvíðaróandi meðferð.
Þessi tilhögun minnkar hættu á and-
legri fíkn (psychological addiction).
Það eitt að bæta truflaðan svefn
minnkar mjög kvíða.
b) Punglyndislyf eru mörg ágæt
svefnlyf. Eðlilegt er að nota þau sem
aðallyf eða hjálparlyf þegar þung-
lyndisástand er áberandi. Þau má
flest gefa sem síðdegis eða kvöldlyf
eingöngu.
c) Sumir sjúklingar sofa eðlilegan
tíma en vakna samt spenntir og
þreyttir. Þá getur hjálpað að dýpka
svefninn í nokkrar nætur með vöðva-
slakandi lyfi sem truflar svefn-
mynstrið ekki að ráði. Gildir þá eins
og alltaf að gefa skammt sem munar
um, sé lyf gefið á annað borð.
Líkamsþjálfun (þolþjálfun), líkam-
leg þreyta og slökun eru bestu og
eðlilegustu ,,svefnlyfin“. Þegar frá
Iíður í meðferð á vöðvagigt koma
þessir þættir í stað allra lyfja og hafa
sem betur fer gagnver'kandi áhrif
hver á annan (relaxation response)
svipað og þættir vítahringjanna
gerðu til óheilla áður.
LÆKNANEMINN 3-4/,9«2 - 35. árg.
37