Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1982, Qupperneq 40

Læknaneminn - 01.09.1982, Qupperneq 40
III. MEÐFERÐ Eins og komið hefur fram stafar vöðvagigt af truflun á lífeðlisfræði- legri starfsemi en ekki af sjúkdómi eða bilun í líffærum í venjulegum skilningi. Meðferð á vöðvagigt þarf að leiðrétta þessa „gangtruflun" í hreyfingarkerfinu og stjórnun þess, þannig að varanleg bót sé að. Varan- leg bót þýðir að heildarkerfið „ein- staklingur í umhverfi sínu“ þarf að geta leiðrétt sig sjálft þegar eitthvað bjátar á. Venjulegur maður í venju- legu umhverfi á að geta gert þetta. Til að geta náð þessu háleita, eða kannski sjálfsagða markmiði, vil ég mæla með hugmyndum þeirra sem stunda endurhæfingu, sem leggja ekki síður áherslu á að auka hæfni en að líkna, Ieggja áherslu á að lækna að fullu eða kenna sjúklingnum að ann- ast þarfir sínar þrátt fyrir takmarkan- ir. I þessum þankagangi er megin markmið að einstaklingurinn verði fær um að bjarga sér og bera ábyrgð á sjálfum sér. Hægt er að veita flestum sjúkling- um með vöðvagigt góða meðferð á venjulegri lækningastofu. Dæmi: Sjúklingur er útivinnandi húsmóðir, kvartar um þyngslahöfuðverk, verk í herðum og baki. hefur stífan háls. Versnandi nokkra daga. Mikið álag undanfarið vegna veikinda á heimili. Getur varla ekið bíl vegna hálsrígs- ins. Slæmur svefn síðustu nætur vegna verkja. Hefur ekki tekið ró- andi lyf því hún hefur lesið í blöðum að þau séu hættuleg. Annars hraust. Á óhægt með að taka frí úr vinnu. Þar sem greinilegt er af sögu og skoðun að vöðvagigt er aðal-vanda- mál er hafin virk meðferð sem gerir sjúkling ekki óvinnufæran né óöku- færan vegna mikilla deyfilyfja að deginum en rýfur helstu vítahringi sem eru í gangi. Sjúklingur þarf að skilja á hverju meðferðin byggist enda framkvæmdir hann meðferöina sjálfur. Verkefnalisti: 1) Klæða afsérkulda. 2) Taka Magnyl við verkjum. 3) Láta vinveittan fjölskyldumeð- lim nudda eymslin í korter á hverju kvöldi (sýnt hvernig á að nudda). 4) Hátta 2 klst. fyrr en venjulega. Tryggja góðan, djúpan svefn og vöðvaslökun með virkum skammti af Diazepam. 5) Vel heitt bað fyrir svefninn, taka jafnvel hitapoka með sér í rúmið. Verja nokkrum mínútum til að finna góða stellingu í rúminu og slaka á hverjum líkamshluta. Anda djúpt og rólega. Sé ein- hvers staðar spenna eða verkur þegar þessu er lokið má setja hitapokann þar. 6) Liðka sig næsta morgun (t. d. í morgunleikfiminni). 7) Hafa Magnylið með sér í vinn- una en ekki Diazepamið. 8) Halda þessari meðferð óbreyttri að mestu í 5-7 daga. 9) Innritast í leikfimi tvisvar í viku. Greiða námskeiðið fyrirfram. 10) Koma aftur á stofuna eftir viku. Þessum sjúklingi batnaði mikið á einum sólarhring og varð nær.ein- kennalaus á viku. Pegar sjúklingur hefur lagast á hann að kunna að ná úr sér vöðvagigt með aðferðum sem hann ræður sjálfur yfir. Ætli sjúkl- ingur að forðast alvarlega vöðvagigt í framtíðinni verður að athuga hvort hann þarf að breyta Iífsháttum. Þar þarf að hafa hliðsjón af því hvaö olli síðustu gigtarköstum. Sá sem vinnur eitt og hálft til tvö störf hlýtur að taka nokkra áhættu á að byggja upp þreytu og spennuástand. Hann þarf að virða og nýta vel þann hvíldartíma sem hann hefur. Séu störf hans mest megnis andlegt átak er nauðsynlegt að hluti af hvíldinni sé líkamsrækt. Hafi óheppileg líkamsstaða haft áhrif á myndun gigtarinnar er æskilegt að fara á leikfiminámskeið þar sem slökun er kennd. Sá sem kann slökun getur slappað af bæði andlega og líkamlega næstum hvar og hvenær sem er. Auk þess hefur hann öðlast næmi fyrir spennuástandi vöðva sinna og aukið nænti fyrir líkama sínum yfirleitt. Sé óhcppileg líkams- staða vörn gegn kvíða eða öðrum óþægilegum tilfinningum getur þurft að kanna orsökina nánar, bæta tján- ingaraðferðir og jafnvel „endur- mennta“ vöðvakerfið (Psychoter- apy). Áður hefur verið gagnrýnt hvernig vöðvagigt er meðhöndluð á sjúkra- húsum. Gigtlæknir hefur tjáð mér að hann forðist að leggja vöðvagigtar- sjúklinga inn á stofnanir eða koma þeint í sjúkraþjálfun vegna þess hve árangur endist skammt. Hægt er að virða þetta sem ábyrgt sjónarmið, þar eð fljótgert myndi að fylla allar stofnanir af vöðvagigtarsjúklingum. Ég er honum sammála að vöðvagigt skuli að jafnaði meðhöndlast utan spítala, jafnvel utan heilbrigðiskerf- isins, en það er bæði óframkvæman- legt og ósanngjarnt að halda fólki sem hefur slæma vöðvagigt utan nefndra stofnana fyrr en það hefur fengið kennslu í að annast sig sjálft. Þegar sjúklingar kunna svo mikið að kalla má vöðvagigt þeirra sjálf- skaparvíti er eölilegt að gera þá kröfu að þeir sjái um sig sjálfir. Þessu mætti líkja við að fólk hefur ábyrgð á að ná af sér lús. Til að ná þeirri óværu af sér þarf nokkra þekkingu, lúsameðal úr apóteki til að byrja með, en síðan almennt hreinlæti og sjálfsvirðingu. Hér er beinlínis sagt að í mörgum tilfellum megi líta á vöðvagigt sem líkamlega/andlega vanhirðu. Þegar þörf er á sjúkrahúsvist er æskilegt að hún sé fyrirfram ákveðin sem námskeið og sé sjúklingnum ætlað hlutverk og hlutdeild í því að 38 LÆKNANEMINN 3-“/i9»2 - 35. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.