Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1982, Qupperneq 41

Læknaneminn - 01.09.1982, Qupperneq 41
vinna að bata sínum. Samvinna sem gerir miklar kröfur til sjúklings getur ekki tekist vel nema sjúkrasaga, greining og skoðun sé vel gerð. Búið sé að meta/útiloka aðra sjúkdóma. Sjúklingur þarf að skilja hvert stefnt er og að gangast inn á samning um virka þátttöku í meðferðinni. Með- ferðaráætlun þarf að endurskoða vikulega. Sá sem hefur fengið vöðvagigt er lík- legur til að fá hana aftur síðar á ævinni, á sama hátt og aðrir hafa til- hneigingu til að fá magasár eða exem LÆKNANEMINN 3-‘/,9»2 - 35. árg. þegar ytra eða innra álag fer yfir þau ntörk sem einstaklingurinn ræður við. Því meira sem þol okkar er annars vegar og því betur sem við kunnum að hvílast hins vegar, þeim mun meira álag þolum við án skaða. Því betur sem við þekkjum líkama okkar og eðli andlegrar/líkamlegrar spennu þeim mun minni líkur eru á að við misbjóðum okkur en lagfær- um vandamálin jafnóðum. Sá sem ekki nennir að reyna á sig getur ekki með rökum eða sanngirni krafist þess að hreyfingarkerfi hans sé í lagi né að sjálfsöryggi hans sé upp á marga fiska. Læknir getur gert sjúklingi sínum mikið gagn með því að benda honum á ábyrgð hans gagn- vart eigin líkama, en mikið ógagn með því að taka af honum þessa ábyrgð og ganga inn í líknarahlut- verkið á þann hátt að fullnægja að- eins kröfunni um linun þjáninga og góða líðan. Slík vinnubrögð stuðla að lélegri heilsu og ósjálfstæði sjúklinga, óheppilegri útþenslu heilbrigðiskerf- isins, misnotkun lyfja, og tjölgun öryrkja. Að lokum er hér saga sjúkl- ings sem ég tel að sé dæmisaga fyrir stóran hóp fólks. Sagan á að gefa hugmynd um hvernig hægt er að framkvæma þau sjónarmið sem hér hafa verið sett fram. Sjúklingur er 35 ára tæknimaður, 3ja barna faðir, sem á og rekur gott verslunar- og þjón- ustufyrirtæki. Eftirtalin einkenni hafa komið af og til undanfarin ár. 1) Svimatilfinning, oft með spennu- höfuðverk og hálsríg. Þreyta í augum og erfiðleikar að beita sér við fína tæknivinnu. 2) Verkur fyrir brjósti, mest vinstra megin; leiddi stundum út í vinstra handlegg með dofa í hendi; þessi verkur kom aðeins þegar honum leið verst. Verknum fylgdi kvíða- tilfinning í brjóstinu. 3) Kviðverkir með harðlífi og niður- gangi til skiptis. 4) Svefnleysi sem lýsti sér þannig að hann sofnaði að kvöldinu en vaknaði eftir 2-3 stundir með þráhyggju, hugsanir sem ekki vildu fara. Sofnaði ekki aftur fyrr en undir morgun. í sambandi við þetta voru sjálfsásakanir fyrir ódugnað og fleira. Almenn þreyta og verkkvíði, byrjaði morguninn þreyttur, enn meiri þreyta í há- deginu o. s. frv. Lítil orka til að gera nokkuð um helgar. Maðurinn fór til heimilislæknis sem gaf honum róandi og vöðvaslakandi 39 MEÐFERÐ Á SJÚKRAHÚSI/ ENDURHÆFINGARSTÖÐ 1) Sjúkrasaga, skoðun og greining er byrjun og undir- staða meðferðar. 2) Skýra þarf orsakir ein- kenna svo að sjúklingur skilji meðferðina. Eru vefjaskemmdir til staðar? Hvaða þátt eiga þær? Út- skýra vítahringi: A. Verkur vöðva- spenna. B. Taugaspenna, kvíði +± vöðvaspenna. C. Kvíði-^-svefntruflun^ þreyta +± þunglyndi. Gera sjúklingi ljóst að viss spenna er óhjákvæmileg við allt álag. Sé álagið innan skynsamlegra marka á góð hvíld að endurnæra. 3) Meðferðaráætlun er byggð á þessum þekkingaratrið- um. Áætlunin er samningur þar sem sjúklingur hefur skyldur og ábyrgð. Ákveða dvalartíma (t. d. „mest 3ja vikna þjálfun“ eða „allt að 5 vikum svo lengi sem framför er góð“). 4) Lyf. Verkjalyf til að rjúfa vítahring á. Kvöldlyf sem tryggir góða næturhvíld svo að sjúkling- ur hafi orku til að stunda aðra meðferð. Eftir ástandi sjúklings má velja lyf með róandi, svæfandi, vöðva- slakandi og/eða verkun gegn þunglyndi. (Hringir B og C). 5) Sjúkraþjálfun. Hiti, nudd, æfingar, tog o.s.frv. Kenna vöðvaslökun og vinnustell- ingar. 6. Líkamsþjálfun í nokkrar stundir á dag, strax og orka leyfir (göngur, skokk, sund, leikfimi, músiktherapi, skíðagöngur). Æskilegt er að sjúklingur sé líkamlega þreyttur að kvöldi. Útvíkka þreytumörk. 7) Endurskoða lífsmynstrið, heilsurækt, símeðferð. Sjúklingur og læknir ákveða í sameiningu fram- haldsprógramm eftir út- skrift.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.