Læknaneminn - 01.09.1982, Síða 45

Læknaneminn - 01.09.1982, Síða 45
of djörf ævintýr. Það er annars undarlegt að bróðir minn, jafn- gamall og hann er, skuli ekki hafa hugleitt hvað brottför sonar míns er mér mikill missir. Kannski er skýringin sú að hann ásjálfureng- in börn. Það réttlætir þó ekki fram- komu hans. Mér finnst það ómannúðlegt að leggja tilveru annars í rústtil að tryggjasínaeig- in hugarfóstri framtíð. Úr herbergi sonar míns heyrist ekkert lengur. Sennilega er hann tilbúinn með farangurinn. Ég loka herberginu. hann gæti komið hingað bráðlega. Lestin hans fer eftir tvær klukkustundir. Fyrst fá- um við okkur kaffi frammi í borð- stofu. Við verðum lengi tveir einir í þessari stóru stofu. Það virðist sjálfsagt hlægilegt, en ég óttast það augnablik. Nú heyri ég hann ganga út úr herberginu sínu. Fóta- tak hans færist nær. Þegar ráðskonan hafði fært okkur kaffi á borðið og var farin fram í eldhús, sátum við lengi þöglir. Glamrið í teskeiðunum hljómaði óþægilega í þessari hræðilegu þögn. Ég gaut til hans augunum. Hann hafði farið í nýju fötin sín og var mjög fínn, þó kannski dálítið álútur. Það var skrifstofunni að kenna. Samvisk- an nagaði mig þegar ég hugsaði um að hann hefði orðið sífellt álút- ari með árunum ástaðnumsem ég hafði útvalið honum. Ekki að furða að hann sætti sig illa við hlutskipti sitt. Meðan ég starði hugsandi á son minn leit hann snögglega upp og horfði beint í augu mér. Ég náði ekki að líta undan eins og ég hefði óskað. — Pabbi, viltu að ég verði áfram hérna? Sonur minn var skjálfraddaður. Ég heyrði það strax. Ég reyndi mitt ýtrasta til að eyða þessu og segja eitthvað sannfærandi, en hvernig sem ég reyndi neituðu varirnar að hlýða. Og tárin hrundu óðara nið- ur á kinnarnar. Ég skammaðist mín og reyndi í flýti að þurrka þau burt án þess að hann sæi. En tára- flóðið jókst bara og loks reyndi ég ekki að leyna neinu. Ég hugsaði ekkert og skynjaði ekkert, ég var bara þarna og leyfði því að gerast sem ekki varð umflúið. Ég fann ekki fyrir návist sonar míns i lengri tíma og raknaði ekki við fyrr en hann lagði höndina á öxl mér og sagði lágt en sannfærandi röddu: - Ég verð hér. Ég vil ekki skilja þig eftir einan. Með erfiðismunum kreisti ég fram neitunarhróp en drengurinn eyddi því strax: - Ég verð hér, sagði hann. Síðan fór hann. Rödd hans hafði með sanni verið sannfærandi, en ég held hann hafi skammast sín fyrir mig. Það leið drykklöng stund áður en ég gat hugsað skýrt á ný. Þá fyrst gerði ég mérgrein fyrir því hvað síðustu orð hans þýddu. Ég skal játa að í fyrstu varð ég glaður. Ósegjanlega glaður. En smám saman fyrirvarð ég mig. Ég er ekki frá því að á bak við tárin hafi legið sú hugsun að ég fann þau vera bestu og áhrifamestu vopnin sem ég átti. Já, ég held það hafi verið þannig. Samt sem áður var ekki mikið sem ég gat gert. Ég reyndi að afsaka hegðun mína fyrir sjálf- um mér, fá það út að ég ætti rétt á syni mínum. Þetta voru auvirðileg- ar hugsanir og færðu mér enga ró. Ég gekk inn i herbergi til hans. Ég óttaðist á leiðinni — og vonaði — að hann væri farinn út, en það var ekki svo. Hann stóð við herbergis- gluggann og horfði út. Hann sneri sér ekki við þegar ég kom inn. Ég sagði honum hvers vegna ég kæmi. Ég bað hann afsökunar á framkomu minni. Ég viðurkenndi að hafa látið stjórnast af voninni um að málið snerist mér í hag. Þá sneri hann sér við og horfði á mig undrandi ásvip. Ég sáaðtilgangn- um var náð. Ég sagði líka að hann yrði að hugsa um framtíðina, stöðu sína í þjóðfélaginu og þess háttar. Ég hugsa að hann hefði jafnan ekki gert mikið með slíkar röksemdir, en í þessu tilviki féllu þær þó í réttan farveg. Þegar ég þagnaði sagði hann þreytulega: - Ég fer ef þú vilt. En ég hefði gjarna orðið kyrr. - Þú ferð, sagði ég. Við töluðum ekki mikið eftir það. Ég held að þegar ég fór út úr herberginu, hafi hann horft stein- hissa á eftir mér, allt að því hneykslaður. Áður en hann lagði af stað á járnbrautarstöðina kom hann að kveðja mig. Ég sagðist ekki mundu fylgja honum þangað því ég væri dálítið þreyttur. Mér sýndist honum ekki þykja það verra. Þegar við tókumst í hendur horfði hann ekki í augun á mér. Ég sá bara að það var komin ný hrukka í kringum munninn á hon- um, undarlega hörð og djúp hrukka. Ég sat þar sem hann kvaddi mig, þartil ég heyrði hann loka útidyrunum. Þá fór ég út að glugganum. Það beið hans leigu- bíll. Sjálfsagt hafði hann pantað hann í síma. Sonur minn afhenti bílstjóranum farangurinn og sett- ist inn í bílinn án þess að líta um öxl. Þegar bíllinn var úr augsýn fór ég inn í bókaherbergið. Ég hefi nú setið hér lengi og er byrjaður að finna til þreytu. Ég held að það væri best að fara að sofa, en mig langar ékki að standa upp. Ég geri mér grein fyrir að ég óttast svefn- inn. í sjálfu sér sakna ég sonar míns ekki neitt, en mig óar við því að fara að sofa í tómu húsinu. (Þýtt úrfinnsku). LÆKNANEMINN - 35. árg. 43

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.