Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1982, Qupperneq 48

Læknaneminn - 01.09.1982, Qupperneq 48
Litlar styttur frá tímum Forngrikkja. Sýna líkamleg einkenni þrenns konar psychosu. Ekki er Ijóst hvort þær voru notaðar við þjálfun lækna. dögum. Sú kenning er eflaust runnin frá Pýþagórasi, en Hippo- krates segist byggja hana á reynslu, og reynsluna taldi hann bezta kennara læknisins. Hippo- krates gerði lítinn greinarmun á meinafræði og lífeðlisfræði. Líf- eðlisfræði hans var fræðigreinin um physis, sem mætti þýða með eðli lífvera eða lífskrafti. Lífið var samspil umhverfis og physis, og physis leitaðist við að koma vess- unum I lag, þegar líkaminn var sjúkur. Hlutverk læknisins var að styðja physis í þeirri baráttu. Hann var aðeins liðsmaður náttúrunnar og mátti umfram allt ekki hindra hana. Þykji lesandanum kenni- setningar Hippokratesar miður vel fallnar til að halda nafni hins fræga manns á lofti, má taka það fram, að lækningar hans tóku þeim langt fram. Hann lagði ríka áherzlu á skoðun sjúklingsins, ekki aðeins í byrjun, heldureinnig síðar til að fá sem bezta heildar- mynd af sjúkdómsrásinni. Sumar sjúkdómslýsingar hans, t. d. af tæringu, hettusótt og flogaveiki, eru sígildar, og mætti taka þær upp í nútíma kennslubækur án verulegra breytinga, og enn eru kennd við hann sjúkdómsein- kenni, t. d. Hippokratesarandlit og Hippokratesarfingur. Hann ritaði oft sjúkrasögur, sem hann taldi lærdómsríkar, og skýrði jafn ítar- lega frá misheppnuðum og árang- ursríkum lækningum sínum, og þessar frásagnir voru nær eins- dæmi í 2000 ár, bæði hvað skarp- skyggni og heiðarleika höfundar snertir. Við skoðunina beitti hann öllum skynfærum sínum og at- hygli. Hann gaumgæfði fas og svipbrigði sjúklingsins og útlit hörunds, hárs, nagla, þvags, saurs og hráka. Með þreifingu athugaði hann beinbrot, liðhlaup, kýli, æxli og púlsa, og hita áætlaði hann með því að leggja hönd á brjóst sjúklingsins. Hann lagði eyrað að brjósti sjúklingsins og gat þannig greint núningshljóð og gróf og fín slímhljóð. Lyktar- og jafnvel bragðskyn sitt notaði hann til rannsókna á blóði, hráka, þvagi o.fl. Enginn læknanema gat búizt við að fá lækningaleyfi, ef hann gat ekki þreifað út, hvort gröftur var í kýli (fluctuation), hvort bein var brotið eða liður hlaupinn. Þvaglegg varð hann líka að geta þrætt greiðlega og fundið, hvort steinar væru fyrir í blöðru. Hippo- krates lagði meiri áherzlu á að geta sagt til um sjúkdómshorfur en að setja fram nákvæma sjúk- dómsgreiningu, og í Corpus getur hann víða um einkenni, sem boða góðar eða slæmar horfur. Draum- ar sjúklingsins gátu líka hjálpað lækninum við greiningu og for- spá. T. d. táknaði vatnsmikil á of mikið blóð. Slæmum horfum leyndi hann fyrir sjúklingum og segir í Corpus: „Aldrei skyldi læknir Ijóstra því upp, sem í vænd- um kann að vera eða yfir sjúklingi kann að vofa. Slík óvarkárni af læknis hálfu hefur oft orðið til að 46 LÆKNANEMINN 3-/ií.«2-35. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.