Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1982, Side 50

Læknaneminn - 01.09.1982, Side 50
Glerflöskur undir lyf ásamt skurðáhöldum frá tímum Rómverja. gaf skeifugörninni nafnið duo- denum. Hann notaði vatnsklukku til að telja púlsa og taldi þá mæli- kvarða á styrk hjartans. Samtíma- maður hans í Alexandríu var Eras- istratos (d. um 290 f. Kr ), sem hefur verið kallaður faðir lífeðlis- fræðinnar. Hann sneri baki við vessakenningum Pýþagórasar og bjó til svonefnda pneumakenn- ingu, en pneuma var í andrúms- loftinu og var hluti af alheimssál- inni. Samkvæmt Erasistratosi andaði maðurinn pneuma að sér, og það fór til hjartans og kældi það. í hjartanu breyttist pneuma í 2 tegundir lífsanda: Lífspneuma, sem dreifðist um líkamann með slagæðunum, og sálarpneuma, sem fór til heilans og dreifðist um líkamann með taugunum. Erasist- ratos taldi, að til hvers líffæris lægi slagæð, bláæð og taug, og að slagæðarog bláæðarættu upptök sín í hjartanu og væru tengdar saman með örsmáum æðum. Hann gerði sér grein fyrir starf- semi semilunar- og þríblaðkalok- anna og áleit, að andlegir hæfi- leikar manna umfram dýr stöfuðu af meiri hjarnafellingum. Af öðrum læknum í Alexandríu má nefna líffærafræðinginn Eudemos, fæðingalækninn De- metrios og Apollodoros, sem rit- aði um eitur. Utan Alexandríu voru einnig 2 eiturfræðingar. Nikadros læknir, skáld og prestur frá Colo- phon erfrægasturfyrir2 kvæði um eitur og móteitur og Mithridate VI, konungur í Pontus í Litlu-Asíu, sem lifði í stöðugum ótta við að vera myrtur með eitri. Eftir miklar tilraunir fann hann loks algilt mót- eitur, mithridate, samsett úr 54 efnisþáttum, svo að hann þurfti ekki framar að óttast eitranir. Alexandríuskólinn hafði mikil áhrif á læknisfræði fram yfir mið- aldir, bæði með hinum vísinda- legu vinnuaðferðum og allri þekk- ingu, sem hann lagði til. Tveir nemendur hans, Philinos (d. um 280 f. Kr) og Serapion (d. um 220 f. Kr.), urðu upphafsmenn nýrrar stefnu í læknisfræði, empírisku stefnunnar, sem var mótvægi við dogmatisku stefnuna og líffæra- rannsóknir Alexandríuskólans. Þeir töldu, að rökhyggja og líf- færaþekking kæmu að litlum not- um við lækningar, en lögðu alla áherzlu á reynslu læknisins, byggða á tilraunum og skoðun sjúkra, og vildu lækna hvert sjúk- dómseinkenni fyrir sig. Andstæð- urnar tvær, dogmatisku og empír- isku stefnurnar, bar hæst í grískri lækrrisfræði, þegar hún hélt inn- reið sína í Róm eftir að Alex- andríuskólanum tók að hnigna. Rómverska menningin grund- vallaðist á grískri menningu, og Rómverjar lögðu lítið til menning- armála frá sjálfum sér, nema í byggingarlist, réttarfari og jarð- yrkju. í læknisfræði tóku þeir lítinn þátt og þann einn að læra af Grikkjum, enda þótti þeim slík störf ekki samboðin frjálsbornum Rómverja. Fyrstu grísku læknarn- ir, sem komu til Rómar, voru ekki blómi stéttarinnar, heldur lítið lærðir menn, sem hafði mistekizt í heimalandi sínu og ætluðu að freista gæfunnar meðal „barbar- anna“ í Róm. Reynsla Rómverja af grískum læknunum var því ekki góð fyrst í stað, og sagt er, að um tíma hafi allir grískir læknar verið reknir frá Róm. Vegur grískra lækna í Róm fór vaxandi, þegar betri læknar fluttust þangað, og Caesar veitti loks öllum grískum læknum, sem störfuðu í Róm, full borgaraleg réttindi, enda var mikil þörf lækna í hernum. Fyrsti læknirinn, sem náði vin- sældum í Róm, var Asklepiades. Hann kom þangað 91 f. Kr. og hlaut hylli lærðra Rómverja vegna menntunar sinnar og glæsibrags. Hann gerði gys að trú Hippokrat- esar á lækningamætti náttúrunn- ar og sagði, að náttúran gerði jafn mikinn skaða og gagn. Meðferð hans varsniðin við hæfi Rómverja: gott fæði og vín, nudd og böð, en 48 LÆKNANEMINN “-/i®* - 35. árg.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.