Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1982, Qupperneq 51

Læknaneminn - 01.09.1982, Qupperneq 51
engin bragðvond lyf. Merkasta framlag hans til læknisfræðinnar var skipting sjúkdóma í bráða og langvinna, en einnig var hann brautryðjandi á sviði hrörnunar- og geðsjúkdóma. Hann var upp- hafsmaður nýrrarstefnu í læknis- fræði, meþódismans, sem byggð- ist á atómkenningum Demokrit- osar og Epikurosar, en þeir töldu allt efni samsett úr atómum. Helzti forvigismaður meþódism- ans var Þemison. Hann hélt því fram, að atmóin í líkamanum drægju sig saman í hópa með raufum á milli. Sjúkdómarstöfuðu annaðhvort af of þröngum rauf- um, status strictus, eða of víðum, status laxus. í status strictus átti að nota hægðalyf og böð til að víkka raufarnar og í status laxus barkandi (astringerandi) og styrkj- andi lyf til að þrengja þær. í þriðja sjúkdómaflokknum, status mix- tus, sem var sambland af hinum, átti að nota annaðhvort eftir ein- kennum. Þessi þægilega þumal- fingursregla gerði fávísustu al- múgamönnum kleift að fullnema sig í læknisfræði á 6 mánuðum, og fyrrverandi járnsmiðir og hesta- sveinar þyrptust inn í stéttina, sem óx ört að stærð og áhrifum, bæði í Róm og Alexandríu. Þrátt fyrir grunnfærni kenninganna voru margir meþódistar færir læknar, þótt mikið bæri á hinum. Ekki er hægt að rekja sögu læknisfræði þessa tima án þess að geta um encyclopedista, nokkra menn, sem rituðu alfræðirit m. a. um læknisfræði, en voru ekki læknar. Merkastur þeirra var Rómverjinn Celsus (25 f.-45 e. Kr.), sem skrifaði alfræðibók á latínu (flest vísindarit þessa tíma voru á grísku) um margar greinar vísinda, en nú er hún öll glötuð nema 8 bækur um læknisfræði, De re medicina. Ritin fjalla um helstu svið læknisfræði og þróun hennar og stefnu. Skarpskyggni og þekk- ing höfundar hafa fært honum nafnið „Hippokrates Rómar“, en gullaldarlatínan „Cicero læknis- fræðinnar.“ Rit Celsusar voru óþekkt, unz þau voru gefin út seint á 15. öld, en kunnari voru rit ann- ars encyclopedista, Pliniusar (23- 79), sem nefndust „Historia natur- alis" og áttu að gefa upplýsingar um allt undirsólinni, en einkennd- ust mest af hindurvitnum og mis- sögnum og eru, segir Durant, „óbrotgjarn minnisvarði um fá- fræði Rómverja'*. Rit Pliniusar voru þó um margt aðalheimild fræðimanna í 14 aldir. Á síðari hluta 1. aldar e. Kr. kom Aþenaeos fram með nýja stefnu, pneumatismann, samsuðu úr lífs- andakenningu Erasistratosar og vessakenningu Pyþagorasar. Pneumatistar töldu, að aðeins eitt „frumefni" væri til, þ. e. pneuma. Það fékk maðurinn úr andrúms- loftinu, og það dreifðist um líkam- ann í æðunum. Sjúkdómar stöf- uðu af breytingum í pneuma, sem aftur voru afleiðingar af dyscrasiu, eða truflun á vessum. Starfsreglur þeirra voru heldur ekki frumsmíði, því að þær tóku þeir upp eftir dogmatistum, og empíristum, og reyndu að velja það bezta frá hverjum, enda kölluðu þeir sig sjálfir electista. Meðal þekktra electista má nefna Aretaios, Ruhos, Soranos og Antyllos. Aretaios er frægastur fyrir 4 rit um bráða og langvinna sjúkdóma. Sumarsjúkdómslýsingar hanseru sígildar og gefa lýsingum Hippo- kratesar lítið eftir. Ruphos lagði stóran skerf til líffærafræðinnar og lýsti t. d. fyrstur sjóntaugavíxl- um. Hann ritaði einnig um mikil- vægi sjúkrasögu og um púlsa, þvagfærasjúkdóma, sótthita o. fl. Soranos frá Ephesus (98-138) var Hauskúpa úr konu frá um 900 e. Kr. Framkvæmd hefir verið heilaskurðaðgerð á konunni í lifanda lífi. Callusmyndunin sýnir að hún hefir lífaö nokkuð lengi effir aðgerðina. LÆKNANEMINN 3-4/i9»2 - 35. árg. 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.