Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1982, Page 55

Læknaneminn - 01.09.1982, Page 55
Þættir (frh.) Brands þáttur fiðlu Örvar Klumps Árið 1914 bjó í Sauradal Hlaðfussi jarl. Hann var brjálaður. Brjálaðri var þó kona hans en hún var asni. Hún hét Móða. Syni áttu þau hjón tvo. Voru þeir báðir fífl en annar aumingi til viðbótar. Þóttu þeir mjög draga dám af hvor öðrum og verða við það ekki betri. Hesta áttu þau fjóra og voru allir dauðir. Hús- um var þannig háttað í Sauradal að til vinstri var hlaða en til haegri mehús. Þar áttu hjónin eina kind. Hún var svo vitlaus að varð að binda hana til að ekki færi sér að voða. Mehúsið var að hruni komið en hlaðan hrunin. Uppi yfir henni var íbúðin. Hélt hún þrjú herbergi og var skítur í hverju. Eitt var eld- hús og þar eldaði Móða pöddu- grauta og rottusúpur. Salerni var þar og inni. Bræðurnir áttu saman herbergi og lágu þar um daga. Um nætur hjóuðu þeir föður sinn og naflaskoðuðu móður sína. Var það þeirra besta skemmtun. Syst- ur áttu þeir forljóta. Hún hét Röra og stóð hverjum manni opin sem hafa vildi. Á hlaðinu var fjóshaug- ur og sóttu þau fimm þangað and- lega næringu sína. Á næsta bæ þeim er Órofa- mygludalur heitir bjó Brandur fiðla. Hann var varmenni mestaog í öllu ójafnaðarmaður. Synir hans voru þrír og hétu Jarpur, Ljótur og Guðgeir. Þeir fyrrnefndu þóttu líkir föður sínum en Guðgeir besti maður. Kvöld eitt í ágúst fóru þeir feðgar Brandur, Ljótur og Jarpur og drápu Guðgeir. Hvarf hann þá úr heimilislífinu. Kerlingu hafði Brandur átt en hana löngu í tunnu saltað og étið. Nú skeði það einn fagran vor- morgun að þeirfeðgartóku orf sín og Ijá og héldu á engjar. Ekki höfðu þeir lengi slegið þegar Hlaðfussi jarl og synir hans úr Sauradal koma æðandi. Brandur fiðla brá þá Ijánum og sneið bræðurna í sundur um brisið. Faðir þeirra var síðan handsam- aður, fæturnir höggnir af honum og hendurnar en nefið allt barið í klessu. Þeir feðgar yfirgáfu nú Hlaðfussa jarl bjargarlausan og héldu heim í Sauradal. Hittu þeir þar Móðu kerlingu sem stóð og stritaði við grautarpott. Átu þeir úr henni augun og stungu síðan öf- ugri ofan í pottinn. Því næst lögðu þeir eld í hús og brenndu en tóku dótturina Röru með sér heim til dundurs. Lifðu þau saurugu lífi í Órofamygludal til ársins 1915 er bærinn sprakk og þau dóu. Lýkur þar Brands þætti fiðlu. Gjaldkeri skúrar. Gjaldkeri háttar. Þar sem blaðið er frábært vill rit- stjóri nota tækifærið og óska sér og samstarfsmönnum sínum til hamingju. Óski menn eftir að hrósa ritstjóra eða láta aðdáun sína í Ijós er hann til viðtals á her- bergi sínu að Hrafnistu milli klukkan 5 flesta daga nema á afmælinu sínu. Eftirfarandi lesningu er að finna á ungverskum strætómiðum: A jegyet az utazás megkezdésekor — az utasnak — a jegykezelö készulékkel érvényesíteni kell. Érvényesítés után át nem ruházható. A jegyet ellenörzésre át kell adni. Læsilegt, ekki satt? LÆKNANEMINN 3~V,M2 - 35. árg. 53

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.