Læknaneminn - 01.09.1982, Page 57
Þrjú Ijóð
Gunnar Sverrisson
Haustmynd
Fallandi lauf, hnígatil moldar,
með mýkt,
fallandi lauf,
litförótt haustsins dýrð,
þekja grundir, af tryggð,
feykistvíðs vegar,
veðurbrims svala.
Fallandi lauf, á foldar mold,
skrýðirsérstæða litríka bala.
Fallandi lauf, haustkuli sumra daga,
vaxandi nekt, sumra trjáa við strætið,
nú vegfarendurvita að haustiðerkomið,
og um að gera, að hlakka,
til næsta sumars.
04.10.1982
Ljóðaljóð
Ljóðin smáu, Ijóðin fögru,
Ijóðin stóru ...
geisla inn í hugarheima,
Ijóðafalda,
skin og skúrir...
Ijóðadynur,
grætir, gleður,
bætir, hressir.
Ljóðaharpa, hugavöllum,
hvetur, styrkir...
þótt úti duni, hríðarél,
sé þorramyrkur.
17.10.1982
Gunnar Sverrisson.
Óraunhæf hungurmynd
Bárurnar brotna, við eilífðarsker,
kuggurinn siglir, inn voginn,
á bryggjunni bíður, stóræskulýðsher,
horaður, kinnfiskasoginn,
en kuggurinn kemur, með björg í bú,
hressist þá lýður og syngur,
það var að vonum, oss rættist, sú trú,
kuggstjórinn sé fiskinn og slyngur.
bárurnar brotna við eilífðarsker,
nú lýðurinn etur í landi,
því hann gat að lokum, bjargað sér,
frá basli, og hungurstandi.
23.10.1982
LÆKNANEMINN 3-4/iOT2 - 35. árg.
55