Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2023, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.04.2023, Blaðsíða 6
6 S K I N FA X I Skinfaxi 3. tbl. 2023 Skinfaxi, tímarit Ungmennafélags Íslands, hefur komið út samfleytt síðan 1909. Tímaritið dregur nafn sitt af hest- inum fljúgandi sem dró vagn goðsagna- verunnar Dags er ók um himinhvolfið í norrænum sagnaheimi. R I TST J Ó R I Jón Aðalsteinn Bergsveinsson. Á BY R GÐA R M A Ð U R Jóhann Steinar Ingimundarson. R I T N E F N D Gunnar Gunnarsson formaður, Sigurður Óskar Jónsson, Kristján Guðmundsson, Jóhanna Íris Ingólfsdóttir, Embla Líf Halls- dóttir og Victor Ingi Olsen. UM BR OT O G H Ö N N U N Indígó. P R E N T U N Litróf. AU GLÝS I N GA R Hringjum. FO R S Í Ð UMY N D Myndina tók Hulda Margrét af leik kvennaliðs Ungmennafélags Grindavík- ur gegn Þór/KA í Subway-deildinni í Smáranum 18. nóvember síðastliðinn. Hulda tók líka myndir af leiknum og stuðningsfólki í viðtali við Klöru Bjarna- dóttur, formann félagsins, sem er í blað- inu. L J ÓS MY N D I R Bríet Guðmundsdóttir, Davíð Már Sig- urðsson, Hafsteinn Snær Þorsteinsson, Hulda Margrét, Jón Aðalsteinn Berg- sveinsson, Tjörvi Týr Gíslason, Sumarliði Ásgeirsson, Valgarður Gíslason, o.fl. SKRIFSTOFA UMFÍ/SKINFAXA Þjónustumiðstöð UMFÍ, Engjavegi 6, 104 Reykjavík, s. 568 2929 umfi@umfi.is - www.umfi.is UM F Í Ungmennafélag Íslands, landssamband ungmennafélaga á Íslandi, var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Sambands- aðilar UMFÍ eru 27 talsins og skiptast í 22 íþróttahéruð og 5 ungmennafélög með beina aðild. Alls eru um 480 félög innan UMFÍ um land allt. ST J Ó R N UM F Í Jóhann Steinar Ingimundarson formaður, Gunnar Þór Gestsson varaformaður, Guðmundur G. Sigurbergsson gjaldkeri, Sigurður Óskar Jónsson ritari, Ragnheið- ur Högnadóttir meðstjórnandi, Málfríður Sigurhansdóttir meðstjórnandi og Gunnar Gunnarsson meðstjórnandi. VA R AST J Ó R N UM F Í Ásgeir Sveinsson, Guðmunda Ólafsdótt- ir, Hallbera Eiríksdóttir og Rakel Másdóttir. STA R FS FÓ L K UM F Í Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmda- stjóri, Einar Þorvaldur Eyjólfsson fjármála- stjóri, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, kynn- ingarfulltrúi og ritstjóri Skinfaxa, Ómar Bragi Stefánsson framkvæmdastjóri móta (aðsetur á Sauðárkróki), Ragnheiður Sig- urðardóttir verkefnastjóri, Aldís Baldurs- dóttir verkefnastjóri og Iðunn Bragadóttir bókhald. S KÓ L A BÚ Ð I R Á R E Y K J UM Sigurður Guðmundsson forstöðumaður, Ingimar Oddsson, Rannveig Aðalbjörg Hjartard., Hulda Signý Jóhannesd., Luis Augusto Aquino, Gísli Kristján Kjartans- son, Oddný Bergsveina Ásmundsd., Elmar Davíð Hauksson og Róbert Júlíusson. Þóra Guðrún Gunnarsdóttir mælir með því að íþróttafélög hafi skýrar reglur um hlutverk sjálfboðaliða á viðburðum. Það höfði betur til fólks og geti fjölgað á ný fólki sem vilji taka að sér störf fyrir íþróttahreyfinguna. „Fólk á ekki að gera hlutina hvert með sínu nefi. Skýr og samræmd umgjörð um starf sjálfboðaliða eykur vellíðan þeirra og öryggi og leiðir til þess að fólk býður sig oftar fram til starfa. Það hefur áhrif áfram. Því það er mín reynsla að börn fólks sem tekur reglulega þátt í sjálfboða- liðastörfum stundar íþróttir lengur en aðrir. Þátttaka foreldra er börn- um hvatning,“ segir Þóra Guðrún, reynslubolti í sjálfboðaliðastörfum. Hún var ein þriggja sem tilnefnd voru til nafnbótarinnar Íþróttaeldhugi ársins 2022 sem er veitt framúrskarandi sjálfboðaliðum. Hinir eldhug- arnir voru þeir Friðrik Þór Óskarsson frá ÍR og Haraldur Ingólfsson, sem starfað hefur fyrir allar deildir Íþróttafélagsins Þórs og sinnir mjög stóru hlutverki hjá kvennaliði Þór/KA á Akureyri. Haraldur var einmitt Íþrótta- eldhugi ársins í fyrra. Þau þrjú héldu frábær erindi á sameiginlegum viðburði sem UMFÍ og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands héldu í tilefni af Degi sjálf- boðaliðans 5. desember síðastliðinn. Þóra hefur í yfir 20 ár unnið fyrir fjölda félaga, þar á meðal Skautafélag Reykjavíkur og Skautasam- bandið, og á mótum af ýmsum stærðum. Eins og góð uppskrift Þóra tekur undir áhyggjur forsvarsfólks í íþróttahreyfingunni þess efnis að æ færri taki að sér sjálfboðaliðastörf. Hún segir þetta óeigingjarnasta starfið innan íþróttahreyfingarinnar og beri að hlúa vel að því. Þóra hefur gripið til ýmissa ráða til að snúa þróuninni við. Hún segir það gagnast sjálfboðaliðum og íþróttafélögum að hafa hlutverkaskipan skýra. Ljóst þurfi að vera frá upphafi hvað sjálfboðaliðar eigi að inna af hendi. Það skili sér í meiri ánægju allra. Þóra er hvatamaður að því að búa til starfslýsingar fyrir öll störf í kringum mót Skautasambandsins og leitast hún eftir því að hafa allar leiðbeiningar eins skýrar og kostur er frá upphafi til enda. „Hálfu ári fyrir alþjóðlegt mót eins og Reykjavíkurleikana þarf móts- stjórn að hefja undirbúning og halda síðan kynningu fyrir mögulega sjálfboðaliða, segjum á Teams. Þar er fyrirkomulag mótsins kynnt og allt það sem sjálfboðaliðar þurfa að gera. Eftir það getur fólk metið hvort það vill skrá sig. Við fáum forsvarsfólk félaga til að minna fólk á að taka þátt. Skráning er á netinu og þar eru ítarlegri upplýsingar,“ segir Þóra, sem leggur áherslu á að mikilvægt sé að ferlið sé staðlað svo að allir viti að hverju þeir gangi. „Skortur á upplýsingum, umgjörð og ráðaleysi er það helsta sem letur fólk til að taka að sér störf sem sjálfboðaliði. Þau sem aldrei hafa verið sjálfboðaliðar áður þurfa að vita að hverju þau ganga. Eins og í venjulegum uppskriftum þarf að taka allt fram,“ heldur hún áfram og áréttar að þegar leiðbeiningar séu skýrar og unnið eftir þeim verði allir glaðir með niðurstöðuna. „Við hjá Skautasambandinu höfum lagt okkur fram við að allir vinna með sama hætti á mótum en ekki hvert félag með sínu nefi. Það tók smá tíma að koma því á legg en hefur líka skilað sér í betra starfi,“ segir Þóra. Skýrar leiðbeiningar bæta starfið Friðrik Þór Friðriksson. Þóra Guðrún Gunnarsdóttir.Haraldur Ingólfsson. Sjálfboðaliðar: Dagur sjálfboðaliðans Frá vinstri: Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Hildur Karen Aðalsteinsdóttir og Þóra Guðrún Gunnarsdóttir í Laugardalnum á Degi sjálfboðaliðans.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.