Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2023, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.04.2023, Blaðsíða 26
26 S K I N FA X I Hver eru stærstu mál sem þú hefur komið að innan UMSB? Ég hef ekki komið að mörgum málum innan UMSB, sat sem full- trúi UMFÍ í vinnuhópi fyrir Lands- mót UMFÍ 50+ árið 2022 sem haldið var í Borgarnesi en annars hef ég ekki komið að neinum mál- um þar. Ég var mjög virkur iðk- andi í öllum mögulegum íþrótta- greinum í Borgarnesi frá 1990 til 2004 og var sundþjálfari frá 2000 til 2003, en flutti þá til Reykjavík- ur og fór í háskólanám. Ég hef í raun ekki komið að neinu tengdu ungmennafélagsmálum þangað til ég var beðin um að bjóða mig fram í stjórn UMFÍ árið 2019. Hvernig sérð þú Unglinga- landsmótið þróast á næstu árum? Ég sé Unglingalandsmótið þróast í þá átt að fleiri börn og unglingar sem ekki hafa íþróttabakgrunn komi og taki þátt. Að gamli lands- mótsandinn fái að svífa yfir vötn- um og að það skipti meira máli að vera með en að vinna. Við sjá- um það sem dæmi í því að ein Rakel ásamt syni sínum, Ingvari Marel. Rakel Másdóttir Fædd í Kópavogi 1994 og uppalin þar. Býr í Garðabæ. Hvaða málefni innan UMFÍ eru þér hugleiknust? Hugleiknust eru mér málefni sjálf- boðaliðans og um inngildingu í starfið okkar. Ég legg mikla áherslu á að ungmenna- og íþróttastarf eigi að vera fyrir alla og ég veit að það eru tækifæri til að gera betur í þeim efnum. Jafnframt er mikilvægt að við hugum vel að sjálfboðaliðunum okkar og náum til enn fleiri, enda getur sjálf- boðaliðastarf gefið fólki gríðar- lega margt þó að það sé ekki í formi launa. Hverjar eru helstu áskor- anir UMSK í dag og á kom- andi árum? Það verður ávallt áskorun UMSK að þjónusta fjölbreyttan hóp aðildarfélaga. Aðildarfélög UMSK eru mörg og fjölbreytt. Sum félög eru að stíga sín fyrstu skref en önnur hafa starfað til fjölda ára og hafa mikinn fjölda iðkenda. Félögin hafa jafn ólíkar þarfir og þau eru mörg en mikilvægt er að UMSK geti þjónustað þau öll. Þetta má gera með reglulegum samtölum við aðildarfélögin og með því að vera vel upplýst um þarfir þeirra og væntingar til UMSK. Hvaða veganesti frá UMSK nýtist þér best í störfum fyrir UMFÍ? Í störfum mínum fyrir UMSK hef ég fengið að kynnast stjórn- sýslunni að baki stjórnarstörfum almennt. Þá hef ég fengið dýpri skilning á það hvað félög eins og UMSK og UMFÍ gera fyrir aðildarfélög og iðkendur innan hreyfingarinnar. Ég hef skilning á störfum aðildarfélaga eins og UMSK og þörfum þeirra sem á eftir að nýtast mér vel. Jafnframt hef ég starfað fyrir Íþróttafélagið Gerplu til fjölda ára og hef góðan skilning á rekstri íþróttafélaga og þörfum þeirra. Ég tek þakklát við starfi í varastjórn UMFÍ og hlakka til að leggja mitt að mörkum þar. Ég er viss um að reynsla mín í fyrri störfum komi að notum og mun starfa fyrir UMFÍ af heilindum og áhuga. Hallbera Eiríksdóttir Fædd 1984 á Akranesi, ólst upp í Borgarnesi. Býr í Grafarvogi. vinsælasta greinin síðustu árin hefur verið kökuskreyting. Fleiri svipaðar greinar gætu átt heima á Unglingalandsmóti UMFÍ, til dæmi lego-kubba eða bygginga- keppni með segulkubbum, fata- hönnun eða eitthvað í þeim dúr sem ekki hefur beina tengingu við íþróttir. Hvernig sérð þú hreyf- inguna eftir tíu ár? ð mínu mati skiptir máli að hreyf- ingin fylgi tíðarandanum og nýti sér möguleikann sem felst í nú- tímatækni. Það verður að vera áhersla á sjálfboðaliða, þar sem hreyfingin byggir á sjálfboðalið- um og tími fólks er alltaf að verða verðmætari eftir því sem þjóð- félagið gerir meiri kröfur. Sveigjan- leiki fyrir sjálfboðaliða til að leggja sitt af mörkum eftir þörfum hvers og eins þarf að vera í forgrunni og því er mikilvægt að hægt sé að bjóða upp á fjölbreyttar leiðir fyrir fólk að taka þátt þegar tími er takmarkaður og áhugasvið mis- munandi. Þess vegna er einnig mikilvægt að skoða sjálfvirkni- væðingu vel, hvar hægt er að Hallbera ásamt Júlíönu Lindu dóttur sinni á Bolafjalli. forvinna með hjálp tækninnar til að mögulega létta undir sjálf- boðaliðum eða fækka höndum sem þurfa að koma að verkefninu.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.