Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2023, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.04.2023, Blaðsíða 19
 S K I N FA X I 19 „Við þurfum að efla íþróttir í öllu sem við gerum og viljum að íþrótta- hreyfingin verði tilbúin að takast á við áskoranir. Við sjáum að stórum hluta ungs fólks líður ekki vel. Íþróttir þurfa að grípa þann hóp,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, í ávarpi sínu á þinginu. Hann fór yfir aðkomu sína að íþróttastarfi sem ráðherra, allt frá því að hann tók við sem félagsmálaráðherra og þar til nú í öðru ráðuneyti þar sem íþróttir fá meira vægi en áður. „Almenningsíþróttir eru lykillinn að öllu því sem við gerum og við erum að efla þær enn frekar. Vinnan miðar að því að skilgreina þetta allt betur með fulltrúum íþróttahreyfingarinnar, sveitarfélögum, heil- brigðisráðuneyti og fleirum. Við horfum til stuðnings við landsbyggð- ina, ungt fólk og vegferð þess til að upplifa drauma sína. Við væntum skila frá þeim hópi snemma á nýju ári,“ sagði hann og bætti við að sömuleiðis væri unnið að því að styðja betur við afreksíþróttastarf. Farsældarlögin og innleiðing þeirra voru ráðherra ofarlega í huga. Hann sagði þar alla sem ynnu með börnum koma að málinu með ýms- um hætti. Þar væri horft til misjafnrar stöðu barna, þeirra sem eru með erlendan tungumála- og menningarbakgrunn, stöðu fatlaðra barna, í dreifðari byggðum og þeirra sem byggju við bágan efnahag heima Íþróttakennarinn Birna Baldursdóttir var útnefnd matmaður sambands- þings UMFÍ. Gaman er frá því að segja að þetta var fyrsta þingið sem Birna situr fyrir hönd Íþróttabandalags Akureyrar (ÍBA), sem varð aðili að UMFÍ árið 2019. Birna er varaformaður ÍBA og mikil íþróttakona, fyrrverandi landsliðskona í blaki, strandblaki og íshokkí ásamt mörgu fleiru. Hún tók við titli matmanns af Ingvari Sverrissyni, formanni Íþrótta- bandalags Reykjavíkur (ÍBR), sem sömuleiðis kom inn í raðir UMFÍ á sama tíma og ÍBA. Ljóst er því að kurteisir og brakandi ferskir mathákar eru innan íþróttahreyfingarinnar sem nú sitja við kjötkatlana á þingum. Ingvar sagði Birnu vel að titlinum komna. Hún hefði borðað eins og sönnum matmanni sæmdi, talað endalaust um mat og hjálpað öðrum að klára af diskum sínum. Hefð er fyrir því síðan árið 1979 á þingum UMFÍ að velja matmann UMFÍ. Farandgripurinn, askur, er afhentur í lok síðustu máltíðar þings UMFÍ þeim þingfulltrúa eða stjórnarmanni UMFÍ sem að mati dóm- nefndar er þess verðugastur að geyma gripinn til næsta þings. Við valið er m.a. horft til framgöngu í matar- og kaffitímum þingsins, beit- ingu hnífapara, stíls, borðsiða o.fl. Dómnefnd er skipuð forseta þings- ins og fyrrverandi matmanni. Héraðssambandið Skarphéðinn (HSK) Á myndinni má sjá Helgu Björg Ingvadóttur, framkvæmdastjóra ÍBA, (t.h.) rétta Birnu (t.v.) disk sinn sem hún gat ekki klárað á þinginu. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra ávarpar sambandsþing UMFÍ. Ungmennaráð UMFÍ var afar virkt á sambandsþingi UMFÍ að þessu sinni og var eftir því tekið. Við setningu þingsins kynnti ungmennaráð- ið störf sín og verkefni fyrir gestum. Embla Líf Hallsdóttir, formaður ráðsins, segir þingið hafa verið áhuga- vert og skemmtilegt. Af viðbrögðum fólks að dæma hafi kynningin líka skilað sér til gesta. Á sama hátt hafi fulltrúar ungmennaráðsins kynnst fólki innan raða sambandsaðila UMFÍ betur en nokkru sinni. Undir þetta taka þau Halla Margrét Jónsdóttir, varaformaður ung- mennaráðsins, og Eiður Andri Guðlaugsson. „Mér fannst mjög gaman og fræðandi að taka þátt á þinginu. Við fengum að kynnast fólki frá ólíkum íþróttahéruðum og heyrðum áherslur þess. Okkur til mikillar gleði fundum við fyrir miklum áhuga hjá fólki að fá upplýsingar um hvernig væri að hafa ungmennaráð og hvernig væri best að koma slíku á laggirnar í héruðum þess og félögum, okkur til mikillar gleði. Það var líka afar lærdómsríkt og skemmtilegt að sjá hvernig svona stór þing eru haldin og verða vitni að því þegar jafn stór tillaga og lottótillagan var samþykkt,“ segir hún. Eiður segir það hafa verið einstaka upplifun á þingi að sjá fólkið í íþróttahreyfingunni. Þar glími allir við mismunandi verkefni þótt mark- Ungmennaráðið á sambandsþingi UMFÍ. Ungmennaráðið vakti lukku miðið sé það sama, að efla þjónustuna og jafna tækifæri barna til þátt- töku í íþróttastarfi. UMFÍ er ómissandi bakhjarl íþróttahreyfingarinnar. Ungmennafélagsandinn var svo sterkur að maður gat ekki annað en farið stoltur heim af sambandsþinginu fullur af orku.“ fyrir. Hluti af vinnunni væri að skipta landinu upp í farsældarsvæði til að tryggja betur að börn gætu notið sín í samfélaginu. „Þetta er mér afar hugleikið,“ sagði Ásmundur. gaf askinn á sínum tíma og hefur það lengi komið í hlut Guðríðar Aadnegard, formanns HSK, að afhenda askinn. Birna er sjötta konan sem er matmaður þings UMFÍ. Hjálpaði öðrum að klára af diskum sínum Öll börn fái að njóta sín í samfélaginu

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.