Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2023, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.04.2023, Blaðsíða 25
 S K I N FA X I 25 Hvaða málefni innan UMFÍ standa þér næst? Móta-, lýðheilsu- og félagsmál. Hver eru stærstu málefnin sem þú hefur komið að innan Fjölnis? Það eru mörg misstór og mikil- væg málefni sem ég hef tekið þátt í hjá félaginu. Eitt af þeim sem standa upp úr er að taka þátt í að koma á skipulagðri hreyfingu fyrir 60+ en við erum með um 150–160 manns sem koma til okk- ar frá einu sinni til þrisvar í viku í leikfimi og eða æfingar í styrk, þoli og jafnvægi. Við byrjuðum með Frísk í Fjölni í vor, en það eru skipulagðar æfingar sem byggja á fjölbreyttum æfingum til að efla styrk, þol, liðleika og jafnvægi. Iðkendur geta valið um að æfa tvisvar eða þrisvar í viku. Gerðar eru mælingar í upphafi og enda hverrar annar á færni þátttakenda. Um 80 manns taka þátt í þessu Málfríður Sigurhansdóttir Fædd á Seltjarnarnesi 1965 en býr í Grafarvogi. verkefni í fjórum hópum. Til við- bótar Frísk í Fjölni erum við með leikfimi einu sinni í viku í fimleika- sal félagsins. Þar er meiri áhersla lögð á almenna leikfimi og liðleika. Þar mæta tæplega 80 manns í tveim hópum í leikfimina. Það sem er ekki síður mikilvægt er félags- legi hlutinn, en eftir allar þessar æfingar staldra flestir við, fá sér kaffibolla og spjalla hjá okkur í Miðjunni, funda- og félagsrými félagsins. Hvernig sérðu fyrir þér að stefnumótun UMFÍ nýtist sambandsaðilum og aðildarfélögum? Stefnumótunin leggur áherslu á að UMFÍ sé öflugur þjónustuaðili sambandsaðila og leiðandi í for- varnamálum og lýðheilsumálum ásamt því að aðstoða og veita fjárhagsstyrki til grasrótarinnar. Ég sé þetta allt nýtast félögunum til eflingar á starfsemi þeirra. Málfríður við við Biltmore-kastala í Asehville í Norður-Karólínu í Banda- ríkjunum. Hverjar eru helstu áskor- anir USÚ í dag og á komandi árum? Helstu áskoranir Ungmenna- og íþróttasambandsins Úlfljóts, og þá sérstaklega aðildarfélaganna, í dag, á komandi árum og raunar Sigurður Óskar Jónsson Fæddur á elliheimilinu á Höfn 1987, en á þeim tíma var ljósmóðirin með aðstöðu þar í kjallaranum. Býr á Stapa í Nesjum í Hornafirði. alla tíð, eru fjarlægðir og ferða- kostnaður. Frá Höfn eru 100 km á Djúpavog og 200 km á Kirkju- bæjarklaustur, en megnið af keppnisferðum er til Reykjavíkur, þangað sem eru um 450 km aðra leið. Það segir sig sjálft að beinn kostnaður við öll þessi ferðalög er gífurlegur, svo ekki sé minnst á vinnutap og annan óbeinan kostnað. Því má við þetta bæta að aldrei hafa verið í boði neinar niðurgreiðslur til íþróttafélaga vegna flugs til Hafnar, þannig að allar þessar ferðir eru farnar á bíl. Annars eru áskoranir USÚ sjálf- sagt svipaðar og hjá öðrum litl- um íþróttahéruðum. Það gengur t.d. ekkert of vel að fá fólk í stjórn og svo er orðið nokkuð langt síðan USÚ var síðast með starfsmann. Hvernig sérð þú móta- og viðburðahald UMFÍ þróast á næstu árum? Mér finnst móta- og viðburðahald UMFÍ vera í nokkuð góðum gír. Unglingalandsmótið og Lands- mót UMFÍ 50+ halda áfram að þróast, en það er mikilvægt að mótshaldarar hafi áfram þann sveigjanleika að geta sett sinn svip á dagskrána, t.d. með keppnisgreinum í takt við móts- staðinn. Aðrir minni viðburðir hafa verið að flakka um landið, t.d. á staði þar sem ekki er raun- hæft að halda stóru viðburðina, sem ég held að sé hið besta mál. Hvað gerir þú helst í frí- stundum þínum annað en að sinna málefnum UMFÍ? Foreldrar mínir reka blandað mjólkur- og sauðfjárbú og flestar frístundir mínar undanfarin ár hafa því farið í að sinna búskap; sauð- burði, heyskap, smalamennsku, gjöfum og mjöltum, svo eitthvað sé nefnt. Að öðru leyti hef ég gaman af því að ferðast, sérstak- lega til að sjá staði sem ég hef ekki komið á áður, hvort sem það er hérlendis eða erlendis. Sigurður sýnir meistaratakta í UMFÍ-ferð í Noregi.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.