Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2023, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.04.2023, Blaðsíða 23
 S K I N FA X I 23 Þegar þú lítur til baka yfir þann tíma frá því að þú fórst að fylgjast með starfi UMFÍ, hvað er eftirminnilegast eða stendur helst upp úr? Guðmundur: Eftirminnilegust fyrir mig eru Landsmótin og að fá að vera þátttakandi í þeim. Síðan var það að taka þátt í umræðunni um framtíð þeirra og UMFÍ. Mér hefur fundist allt of mikil orka og fjármunir hafa farið í hús- næðismál hreyfingarinnar í gegnum árin og vona að þau sigli nú lygnari og útgjaldaminni sjó. Haukur: Þegar ég bauð mig fram í stjórn UMFÍ árið 2011 var það í raun algjör tilviljun. Ég hafði fremur lítið fylgst með stjórn UMFÍ og störfum þar, þó sótt sambandsþing og sambandsráðsfundi sem formaður Ungmenna- félags Akureyrar. Einnig lítils háttar þegar við hjá Ungmennafélagi Akureyrar og Ungmenna- sambandi Eyjafjarðar sóttum um að halda landsmót á Akureyri 2009. Ég var síðan feng- inn til að sitja í landsmótsnefnd. Þá fyrst átti ég í auknum og talsverðum samskiptum við forystu samtakanna. Þegar ég tók sæti í stjórn UMFÍ varð ég strax varaformaður og var það í fjögur ár. Það fór talsverður tími í að setja sig inn í mörg mál en fremur erfið staða var þá í hreyfingunni almennt. Ég tók svo við sem for- maður eftir það og gegndi því embætti næstu sex ár. Mér finnst þau ár eftirminnilegust þar sem ég var að vinna með frábæru fólki í stjórn og ekki síður frábæru starfsfólki þjónustumið- stöðvarinnar. Einnig er mjög eftirminnilegt að hafa kynnst mörgu fólki um allt land, bæði innan hreyfingarinnar og í sveitarstjórnum. Þessi ár voru í raun hvert öðru betra. Mér fannst ungmennafélagshreyfingin stöðugt vera að eflast og ná betra og betra sambandi við sambandsaðila sína og einnig mörg sér- sambönd. Samstarf okkar við aðra jókst og traust til okkar var einnig stöðugt vaxandi. Það var góð tilfinning. Hvernig finnst þér UMFÍ standa í dag? Guðmundur: Mér finnst hreyfingin standa vel í dag. Það er verið að huga að málefnum alls landsins. Unglingalandsmótin standa upp úr, það þarf aðeins að gæta þess að þau verði ekki of viðamikil fyrir framkvæmdaaðilana (eins og aðallandsmótið varð að lokum). Þeir Guðmundur og Haukur voru beðnir að svara nokkrum spurningum um hvað væri þeim eftirminnilegt úr starfi sínu innan hreyfingarinnar og hvernig þeir sæju framtíðina fyrir sér. Hvað stendur upp úr og hver er staðan? „Til framtíðar þarf að leggja áherslu á að vinna fyrir UMFÍ á landsvísu og styrkja sjálfboðaliðstarfið með öllum ráðum.“ Guðmundur Kr. „Bætt lýðheilsa almennings mun lækka kostnað í heil- brigðiskerfinu og um leið auka lífsgæði hvers einstaklings. Það þurfum við að gera í samstarfi við sveitarfélögin og ríkisvaldið.“ Haukur Frá setning Landsmóts UMFÍ á Akureyri 2009. Haukur: Ég tel að UMFÍ standi vel í dag, hef- ur trúlega aldrei verið í betri stöðu. Þá á ég einkum við tengsl við sambandsaðilana. Einnig við mörg sérsambönd og er sífellt að auka tengsl sín víða í samfélaginu. Hreyfingin hefur orðið mikið vægi víða og fer vaxandi. Hvernig sérðu UMFÍ fyrir þér í náinni framtíð? Guðmundur: Til framtíðar þarf að leggja áherslu á að vinna fyrir UMFÍ á landsvísu og styrkja sjálfboðaliðastarfið með öllum ráðum. Forystufólkið þarf að mæta á fundi og atburði hjá stórum og smáum félögum um allt land og sýna þannig styrk sinn og UMFÍ. Haukur: Ég sé fyrir mér að UMFÍ verður öflugur vettvangur íþróttahéraða þar sem hægt er að samræma marga þætti sem þau vinna ásamt því að skerpa hlutverkið. Þetta gefur góða möguleika á að vinna að málefnum íþróttahéraðanna og þar með grasrótarinnar innan ungmennafélagshreyfingarinnar. Þá munu hinar nýju starfsstöðvar sem stefnt er að verða mikill stuðningur við landsbyggðirnar, en þar hefur UMFÍ lengi verið bakhjarl og sterkur stuðningsaðili. Ég veit að „ungmenna- félagsandinn” mun víða vera hvatning og stuðningur þess sjálfboðaliðastarfs sem ung- menna- og íþróttafélög byggjast og þrífast á. Ég tel nauðsynlegt að UMFÍ leiði eflingu og uppbyggingu á lýðheilsu Íslendinga sem við sjáum að er orðin samfélagi okkar alger grunn- forsenda í dag. Heilbrigðiskerfið er sífellt að verða dýrara í rekstri., en bætt lýðheilsa almennings mun lækka kostnað í heilbrigðis- kerfinu og um leið auka lífsgæði hvers ein- staklings. Það þurfum við að gera í samstarfi við sveitarfélögin og ríkisvaldið. Þetta held ég að sé eitt allra mikilvægasta verkefnið í dag og UMFÍ á að vera í forystu þar. Við höf- um alla möguleika til þess, eigum fjölda fólks sem er fagfólk og hefur vilja og þekkingu til að takast á við verkefnið. Góð forysta og gott starfsfólk sem við höfum nú og í framtíðinni er einnig afar mikilvæg. Framtíð hreyfingar okkar er björt.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.