Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2023, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.04.2023, Blaðsíða 21
 S K I N FA X I 21 „Mér hefur alltaf þótt vænt um Ungmennafélag Íslands, keppti á mótum í spjótkasti og síðan er það Ísland er land þitt,“ segir tónlistarmaðurinn Magnús Þór Sigmundsson. Hefð er fyrir því við setningu móta UMFÍ og sambandsþings að flytja lagið, sem er eitt af hinum þekktari úr stóru lagasafni hans. Á sambandsþingi UMFÍ þetta árið mætti Magnús Þór á svæðið og lék lagið á undan ávarpi Jóhanns Steinars Ingimundar- sonar, formanns UMFÍ. Áður en hann lék lagið sagði hann áhorfendum sögu þess og teng- ingu lagsins við UMFÍ. Meikdraumar Sagan hófst á því að Magnús stóð í vegkanti með upptöku af laginu Ísland er land þitt á kassettu annaðhvort á leið til Keflavíkur eða heim til sín til að hlusta á hana. „Ég man ekki hvort það var. En þetta var annaðhvort árið 1981 eða 1982 og ég var sumsé að húkka mér far. Sigurður Geirdal tók mig upp í,“ segir Magnús, en Sigurður var framkvæmdastjóri UMFÍ frá 1970 til 1986. Þeir tóku auðvitað tal saman í bílnum og Sigurður spurði Magnús Þór frétta. Magnús var um þetta leyti orðinn nokkuð þekktur í íslensku tónlistar- lífi. Hann byrjaði að gutla á gítar um sextán ára aldurinn og hafði kynnst Keflvíkingnum Jóhanni Helgasyni í verkamannavinnu árið 1966. Saman höfðu þeir verið í hljómsveitunum Rofum og Nesmönnum, auk þess sem þeir gáfu saman út plötu undir eigin nöfnum og á eigin kostnað árið 1972. Þeir höfðu líka þegar dýft tánum í tónlistarflóðið á erlendri grund í hljómsveitinni Change, þótt fáir meikdraumar hafi þar orðið að veruleika. Engu að síður var kominn svolítill haugur af smellum frá Magnúsi og hann orðinn þekktur á skerinu. Með spólu í vasanum En aftur að Magnúsi, þar sem hann stóð í vegkantinum snemma á níunda áratugnum, annaðhvort á leið til eða frá Keflavík. Magnús var þá að vinna á geðdeild og tók gítarinn með sér á næturvaktir. Þar samdi hann nokkur lög, þar á meðal Ísland er land þitt, Draumur aldamóta- barnsins og Reynitréð. Lögin tók Magnús upp hjá Rúnari Júlíussyni í stúdíó Geimsteini í Keflavík. „Ég sagði honum að ég hefði verið að taka upp lag og væri að fara yfir upptökurnar. Svo skelltum við kassettunni í tækið og hlustuðum á lagið, sem Pálmi Gunnarsson söng. Sigurður varð svo hrifinn af laginu að hann vildi fá að nota það á vegum Ungmennafélags Íslands á ein- hvern hátt. Áður en bílferðinni lauk vorum við líka búnir að semja um að UMFÍ myndi selja plötuna fyrir mig og félagið líka,“ segir Magnús Þór. Ísland er land þitt er eitt tíu laga á hljómplötunni Draumur aldamóta- barnsins, sem kom út árið 1982. UMFÍ tók að sér sölu og dreifingu og segir Magnús það hafa verið gott. „Þau seldu að mig minnir 1.500 eintök og það bjargaði mér alveg á þessum tíma,“ segir hann. Lagið er meðal þeirra þekktustu úr smiðju Magnúsar Þórs og hefur komið til álita sem nýr þjóðsöngur landsmanna. Lagið skilaði líka miklu fyrir Magnús og hafa mörg fyrirtæki notað það við ýmis tækifæri. Mynd- band var gert við útgáfu af laginu með söng Egils Ólafssonar og seldi Magnús 5.000 eintök af henni. Framsóknarflokkurinn notaði lagið líka í auglýsingu og fleiri vildu nýta það með svipuðum hætti. „Starfsmaður á auglýsingastofu sem vissi ekki betur hringdi einu sinni í mig og vildi fá að nota lagið fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þegar ég benti þeim á að Halldór [Ásgrímsson] hefði verið búinn að nota lagið snarhættu þau við,“ segir Magnús að lokum, en hann telur að Ísland er land þitt hafi skilað sér mestu allra laga. Sá Magnús Þór á puttanum og stoppaði bílinn Magnús Þór Sigmundsson var að húkka sér far með upptökur af laginu Ísland er land þitt á kassettu í vasanum þegar Sigurður Geirdal framkvæmdastjóri UMFÍ tók hann upp í. Lagið hefur lengi verið einkennislag UMFÍ. Magnús Þór Sigmundsson flytur lagið Ísland er land þitt á sam- bandsþingi UMFÍ. Spjótkastarinn Magnús Það er ekki á allra vitorði en í kringum tvítugt var Magnús Þór vonarstjarna Íslands í spjótkasti og keppti undir merkjum Ung- mennafélags Njarðvíkur (UMFN). „Ég ætlaði alltaf að verða heimsmeistari í spjótkasti en var í raun bara grjótkastari og gat kastað nánast jafn langt í kyrrstöðu og með tilhlaupi. Ég mældi einu sinni kyrrstöðukastið. Það var 58 metrar. Með atrennu bættust einn til tveir metrar við. Ég fór á mörg mót, var Íslandsmeistari, drengjameistari og fremstur í flokki ungra manna, var sendur á landsmót í Danmörku og fór með Sigmundi Hermundssyni, sem hafði kastað lengst allra, eða 67 metra,“ segir Magnús. Leikar enduðu með því að ytra átti Magnús lengra kast og var Sigmundur ekki hress með það. Magnús náði langt og fékk tilboð frá ÍR, sem ætlaði að setja hann í almennilega þjálfun. „Þau sögðust geta lengt kastið hjá mér um 10 metra. En það varð ekkert úr þessu. Ég hefði aldrei hætt músíkbröltinu og hefði kannski getað æft samhliða. En svo fór ég út til Englands og þá pössuðu æfingarnar ekkert inn í planið,“ segir Magnús, en á síðasta móti sem hann keppti á, í júlí árið 1971 kastaði hann 57,04 samkvæmt Afrekaskrá Unn- steins Ólafssonar. Þá var Magnús 23 ára. Ári síðar kom út fyrsta plata þeirra Magnúsar og Jóhanns Helgasonar, sem hét eftir þeim báðum, og var þá spjótið komið endanlega á hilluna.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.