Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.2023, Side 14

Skinfaxi - 01.04.2023, Side 14
14 S K I N FA X I „Þessi framlög ættu að styrkja þriðja geirann umtalsvert. Við höfum unnið lengi að þessu markmiði,“ segir Tómas Torfason, formaður Almannaheilla, en á síðasta ári styrktu 96 þúsund einstaklingar félög sem eru á almannaheillaskrá ríkisskattstjóra um 6,6 milljarða króna. UMFÍ er aðildarfélag Almannaheilla, sem vann að því um nokkurra ára skeið að gera skattaumhverfi félaga sem skilgreina má sem almannaheillafélög hagfelldara. Lög um skattalega hvata til almannaheillastarfsemi tóku gildi á seinni hluta árs 2021 og var árið 2022 fyrsta heila árið sem lögin voru í gildi. Lögin fela í sér að einstaklingar geta dregið allt að 350 þúsund krónur á ári frá skattskyldum tekjum sínum utan atvinnurekstrar vegna fram- laga til almannaheillastarfsemi. Af 522 félögum á Almannaheillaskrá ríkisskattstjóra eru 176 íþrótta- og ungmennafélög, héraðssambönd, félög, deildir og ráð. Þegar lögin tóku gildi voru 186 félög á listanum. Í október árið 2022 hafði talsvert bæst í og félögin voru orðin 403. Þá nýttu sér yfir 20 þúsund manns skattafrádráttinn, sem nam á bilinu 130 til 192 milljónir króna. Haft er eftir Bjarna Benediktssyni, sem var fjármála- og efnahags- ráðherra þegar lögin voru samþykkt og þegar greint var frá upphæð- inni, að ánægjulegt sé að sjá hve margir hafi látið gott af sér leiða með stuðningi við almannaheillafélög án milligöngu hins opinbera. Skila- boðin séu skýr, fólk kunni að meta störf félaganna. Upphæðin sem einstaklingar styrktu félög um er hærri en fjármálaráðherra hafði gert ráð fyrir. Með lagabreytingunum var kveðið á um tvöföldun á hlutfalli sem atvinnurekstraraðilar mega draga frá skattskyldum tekjum vegna slíkra framlaga og fór það úr 0,75% í 1,5%. Í lögunum felst að almannaheilla- félög njóta ýmissa undanþága frá greiðslu skatta, m.a. frá greiðslu tekjuskatts og staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, auk undanþágu frá greiðslu virðisaukaskatts í tilteknum tilvikum. Enn fremur fela lögin í sér að aðilar sem starfa til almannaheilla eru undanþegnir greiðslu stimpilgjalds og geta auk þess sótt um endur- greiðslu á allt að 100% greidds virðisaukaskatts af vinnu manna á byggingarstað við byggingu, viðhald eða endurbætur á mannvirkjum sem alfarið eru í eigu þeirra. Þá er í lögunum veitt undanþága frá greiðslu erfðafjárskatts af gjöfum til aðila í almannaheillastarfsemi. Markmið breytinganna var að hvetja einstaklinga og fyrirtæki til að styðja við almannaheillastarfsemi milliliðalaust, auk þess að styrkja stöðu lögaðila sem starfa til almannaheilla. Skráning félaga á Almannaheillaskrá gildir eitt ár í senn. Núgildandi skráning gildir frá 1. janúar 2023 og fram til áramóta. Forsvarsfólk íþrótta- og ungmennafélaga þarf að gæta að því að endurnýja skráninguna. Fáir nýta sér afslátt „Við ákváðum að prófa að minna fólk á skattaafsláttinn því enn sem komið er hefur styrkjum ekki fjölgað. Fólk þarf líklega tíma til að kynnast þessu,“ segir Kristín Finnbogadóttir, fjármálastjóri íþrótta- félagsins Gróttu. Félagið er fjarri því eitt á báti. Forsvarsfólk fleiri félaga segir skattabreytinguna ekki hafa skilað miklu. Þetta muni þó líklega taka tíma. Íþróttafélagið Grótta auglýsti á samfélagsmiðlum í desember skatta- afsláttin sem einstaklingar geta fengið með því að styrkja starfið. Þar var minnt á að lágmarksupphæð styrks til að fá lækkun á tekjuskatts- stofni er 10.000 krónur, en hámark 350.000 krónur – eða samtals 700.000 krónur hjá hjónum. Bent var á að hægt er að millifæra upp- hæð að eigin vali eða óska eftir því að fá reikning í heimabanka. Fjár- málastjóri Gróttu sér síðan um að upplýsa Skattinn um styrkina og er hann færður í skattframtal viðkomandi. Styrktu félög um 6,6 milljarða Næstum 180 íþrótta- og ungmennafélög eru á skrá ríkisskattstjóra. Einstaklingar og fyrirtæki geta fengið allt að 350 þúsund krónur dregnar frá skatti á ári vegna stuðnings við félögin. Tómas Torfason, formaður Almannaheilla.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.