Skinfaxi - 01.04.2023, Blaðsíða 30
30 S K I N FA X I
Þ
átttakendur í íþrótta- og æsku-
lýðsstarfi geta komið út sem
hinsegin á öllum aldri. Á heima-
síðu Samtakanna 78 má finna
góðar leiðbeiningar fyrir kyn-
skráningar sem unnar voru í samvinnu Sam-
takanna 78 og Trans á Íslandi. Hér verður
stuðst við útskýringar frá þeim.
Hinsegin er regnhlífarhugtak sem nær yfir fjöl-
breytileika kynhneigðar, kynvitundar, kynein-
kenna og kyntjáningar. Kynhneigð snýr að því
hverjum einstaklingar laðast að tilfinningalega
og/eða kynferðislega. Kynvitund er innri vit-
und einstaklinga á eigin kyni, óháð kynfærum
eða kyntjáningu. Kyneinkenni eru líkamleg ein-
kenni einstaklinga sem tengjast flokkun á kyni.
Kyntjáning segir til um hvernig fólk tjáir kyn-
vitund sína dagsdaglega, til að mynda með
klæðavali og líkamstjáningu.
Hinsegin fólk og íþróttir
Sveinn Sampsted er íþróttafræðingur og fræð-
ari hjá Samtökunum 78. Lokaverkefni Sveins,
sem er frá árinu 2019, til bakkalárgráðu í
Íþróttafræðum frá Háskólanum í Reykjavík fjall-
ar um rannsókn hans á upplifun LGB-íþrótta-
fólks af íþróttahreyfingunni á Íslandi. LGB eru
þrír fremstu stafirnir í hinsegin skammstöfun-
inni LGBTQIA+. Þar stendur L fyrir lesbíur (e.
lesbian), G fyrir homma (e. gay), B fyrir tvíkyn-
hneigð (e. bisexuals), T fyrir trans, Q fyrir
hinsegin (e. queer), I fyrir Intersex og A fyrir
eikynhneigða (e. asexual). Í kjölfarið hefur
Sveinn unnið verkefni fyrir alla hinseginhópana
og var t.a.m. einn af höfundum bæklingsins
Trans börn og íþróttir, sem Íþrótta- og Ólympíu-
samband Íslands (ÍSÍ) gaf út árið 2020. Nú er
Sveinn að leggja lokahönd á verkefni fyrir
Mennta- og barnamálaráðuneytið við gerð
fræðsluefnis um stöðu hinsegin barna og ung-
menna í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðs-
starfi auk þess að útbúa leiðbeiningar fyrir þau
sem bera ábyrgð á slíku starfi.
Meginmarkmið rannsóknar Sveins í háskóla-
ritgerðinni var að komast að því hver upplifun
hinsegin fólks á Íslandi væri af íþróttahreyfing-
unni og finna leiðir til að bæta þá upplifun.
Sveinn tók viðtöl við átta einstaklinga, sem
allir skilgreina sig sem hinsegin. Allir höfðu
þeir æft íþróttir í a.m.k. eitt ár, komið út úr
skápnum og haldið áfram að æfa sína íþrótt.
Viðmælendurnir höfðu reynslu úr íþróttastarfi
á tímabilinu 2000–2019, bæði í hóp- og ein-
staklingsíþróttum, og voru á bilinu 19 ára til
41 árs. Viðtölin voru síðan skoðuð og borin
saman til þess að finna ákveðin þemu sem
tengdu þau saman til að fá niðurstöður rann-
sóknar.
Mikilvægi fyrirmynda
Viðtöl viðmælenda Sveins fara um víðan völl
og margt fróðlegt kemur fram. Sjáanlegt er
hversu mikilvægar fyrirmyndir eru og að sýni-
leiki og stuðningur séu til staðar fyrir hinsegin
fólk í íþróttum. Einstaklingar þurfa að vera
meðvitaðir um að hinsegin fólk sé alls staðar
og ekki endilega fjarverandi. Fyrirmyndir þurfa
bæði að vera til staðar í nánasta umhverfi ein-
staklinga og í formi frægra eða framúrskar-
andi íþróttafólks.
Sveinn fjallar um framtíðarskrefin og hvernig
þátttakendur í rannsókninni voru allir sammála
um að fræðsla gegndi mikilvægu hlutverki.
Fræðsla geti sem dæmi verið í formi sam-
skiptafræðslu, þjálfarafræðslu eða fræðslu
fyrir íþróttahreyfinguna í heild sinni. Sveinn
fer einnig inn á mikilvægi þess að þjálfarar
hafi þekkingu til að takast á við aðstæður og
séu góð fyrirmynd fyrir iðkendur.
Niðurstöður rannsóknarinnar gefa lesend-
um og öðrum góða innsýn í heim hinsegin
íþróttafólks. Niðurstöður Sveins gáfu til kynna
að upplifun hinsegin fólks í íþróttum væri
almennt góð. Engu að síður má finna þætti
sem hafa bæði jákvæð og neikvæð áhrif á
upplifun þeirra. Neikvæðu áhrifin birtust í
gegnum staðalímyndir, neikvæða orðræðu,
brot á kynímyndum, því að vera „öðruvísi“
og eitraða karlmennsku. Jákvæðu áhrifin
komu almennt frá kynjablönduðum íþróttum,
að halda sig innan kynímynda og að stunda
íþróttir með hinsegin félögum.
Heilt yfir segir Sveinn að viðtölin hafi
almennt verið meira á jákvæðu nótunum en
á þeim neikvæðu. Niðurstöður bentu einnig
til þess að þátttakendur væru sammála um að
alls kyns fyrirmyndir og sýnilegur stuðningur
myndu hafa mest áhrif á mögulegar lausnir til
að bæta stöðu hinsegin fólks innan íþrótta.
Einnig bentu þær til mikilvægis þess að í
fræðsluefni þeirra sem vinna innan íþrótta-
hreyfingarinnar væri að finna vel undirbúið
efni til að takast á við ýmis atvik sem gætu
komið upp. Þjálfarar gegndu þar lykilhlut-
verki, enda eyddu þeir miklum tíma með iðk-
endum sínum.
Þegar öllu er á botninn hvolft er mikilvæg-
ast að öll börn í íþrótta- og æskulýðsstarfi upp-
lifi sig örugg, hamingjusöm og samþykkt í
umhverfi sínu, sama hver kynhneigð, kyn-
vitund eða kyneinkenni þeirra eru. Börnum
ættu að finnast þau velkomin og samþykkt,
það er meðal annars mikilvægt fyrir sjálfs-
traust, andlega líðan og þroska þeirra.
Lærdómurinn
„Það sem ég lærði af rannsókninni var að ég
þurfti að vinna í fjórum þáttum, sem voru
fræðsla, fyrirmyndir, sýnilegur stuðningur og
aðferðir til að stöðva fordóma. Eftir að ég
skoðaði upplifun trans fólks og intersex fólks
hafa bæst við aðstöðumál og reglugerðir,“
segir Sveinn. Hann bætir síðan við að fræðsl-
an sé mikilvægust svo að öll í íþróttahreyfing-
unni, þá sérstaklega þjálfarar, stjórnendur og
annað starfsfólk, séu meðvituð um helstu hug-
tök og hópa innan hinsegin samfélagsins og
hvernig hægt sé að styðja við hinsegin fólk í
íþróttastarfi.
Lýsir eftir hinsegin
fyrirmyndum í íþróttum
Öll börn eiga að hafa jafna möguleika til þátttöku í æskulýðs- og íþróttastarfi af öryggi og virðingu.
Íþrótta- og ungmennafélög standa frammi fyrir ýmiss konar áskorunum til að gera öllum iðkendum
sínum kleift að njóta þess að stunda íþróttir. Fjölbreytileikinn er orðinn mikill og mikilvægt að koma
til móts við þarfir allra iðkenda. Ungmennafélagshreyfingin hefur það ávallt að markmiði að allir geti
verið með í íþróttum. Íþróttafræðingurinn Sveinn Sampsted skrifaði um upplifun hinsegin fólks
í íþróttum í lokaritgerð sinni við Háskólann í Reykjavík.