Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2023, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.04.2023, Blaðsíða 13
 S K I N FA X I 13 Klara Bjarnadóttir er fædd og uppalin á Djúpavogi en gift Grind- víkingi. Þau fluttu til Grindavíkur með börnin sín þrjú árið 2014. Hún segir ekkert annað koma til greina en að fara aftur heim til Grindavíkur: „Grindavík er heimabær okkar.“ Klara tók við formennsku í Ungmen- nafélagi Grindavíkur sumarið 2021. Hún er önnur konan til að setjast í formannsstólinn og hefur nú vermt hann kvenna lengst hjá félaginu. Sú fyrsta var Ágústa Gísladóttir, sem var formaður árin 1977–1978. Klara Bjarnadóttir (lengst til vinstri) ásamt fjölskyldu sinn í leik með Grindavík í körfubolta. sín fyrir Grindvíkingum. Hún nefnir sem dæmi leiki í Subway-deildinni í körfuknattleik, en bæði kvenna- og karlalið Grindavíkur hafa háð heimaleiki sína í Smáranum í Kópavogi. „Það eru ómetanlegt að Breiðablik hafi tekið svona vel á móti okkur. Álftanes á einnig skilið miklar þakkir fyrir að taka svona vel á móti okkur í fótboltanum. Við höfum æft reglulega þar síðustu ár og nú æfa flestir flokkar þar og spila leiki.“ Knattspyrnuæfingar eru einnig hjá ÍR, Fylki og í Sporthúsinu og körfuboltaæfingar eru einnig hjá Leikni, ÍR og Stjörnunni. Fasta æfingatíma vantar fyrir yngstu flokkana í körfu en unnið er að því hörðum höndum að finna tíma. Sundiðkendum hefur verið boðið að mæta á æfingar hjá öllum félögum á landinu og hafa margir iðkendur nýtt sér það. Júdó- iðkendur sækja fastar æfingar í Reykjanesbæ en líka á Selfossi og í Reykjavík. „Öll þessi félög, auk þeirra sem hafa boðið fram aðstoð og eru með grindvíska iðkendur á æfingum, eiga skildar hjá okkur miklar þakkir,“ bætir Klara við. Samheldin í skjálftavirkni Klara segir einn af eftirminnilegri leikjunum upp á síðkastið hafa verið bikarleik í 9. flokki í körfuknattleik sem fram fór í Sandgerði. „Það var skemmtilegur leikur, þó að hann hafi tap- ast. Það var svo gaman að sjá strákana spila saman eftir að hafa aðeins tekið saman eina æfingu á tveimur vikum. En skemmtilegast var að geta spilað svona nálægt heimabænum okkar,“ segir hún ánægð og full þakklætis yfir ómetanlegum stuðningi íþróttahreyfingar- innar. Klara segir að Grindvíkingar standi saman og hjálpist að. Grindavík sé lítið bæjarfélag þar sem allir kannist við alla og samheldnin sé mikil. Hún bendir meira að segja á að þótt forel- drarnir standi í miklu skutli og keppni á milli íþróttafélaga sé það þess virði. „Við foreldrarnir hittumst oft á æfingum og leikjum. Þá spjöllum við saman og gleymum okkur í smá stund. Við nýtum líka þessar stund- ir til að peppa hvert annað upp. Það er dásam- legt að hitta aðra Grindvíkinga. Ég sakna þess og það gefur manni mikið að fá þessar mínút- ur með þeim. Við ætlum okkur flest að fara aftur heim og byggja upp bæinn. Við komum tvíefld til baka. Ég fer heim út af fólkinu, út af samfélaginu og samheldninni,“ segir Klara.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.