Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2023, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.04.2023, Blaðsíða 34
34 S K I N FA X I Ásta Katrín í heilsuleikskólanum Skógarási hefur kennt eftir svokallaðri YAP-aðferðafræði frá árinu 2015. Hún segir börn með frávik geta hjálpað börnum með erlendan bakgrunn að læra íslensku og taka þátt í samfélaginu. „Það gagnast börnum langmest og er líka gott fyrir samfélagið þegar byrjað er að styðja við hreyfifærni þeirra strax í leikskóla. Þau börn verða félagslega sterkari og líklegri til að taka þátt í íþróttum og öðru starfi þegar þau eldast,“ segir Ásta Katrín Helgadóttir, íþróttakennari við heilsuleikskólann Skógarás á Ásbrú í Reykjanesbæ. Ásta hefur kennt börnum eftir svokallaðri YAP-aðferðafræði (e. Young Athletes Project) í leikskólanum frá árinu 2015. Aðferða- fræðin byggir á hreyfiþjálfun og snemmtækri íhlutun í hreyfingu og hefur áhrif á ýmsa þætti, svo sem félagsfærni, málþroska og sjálfs- mynd. Tekið er mið af því að hægt sé að þróa aðferðina áfram. Kennslu- efnið er einfalt, aðgengilegt og skýrt og nýtist einfaldur grunnbún- aður við framkvæmd þess. Aðferðafræðin og verkefnið er á vegum Special Olympics International. Hvert land getur þróað verkefnið áfram eftir sínum kröfum og þörfum. Hér á landinu hefur það verið lagað að starfinu í leikskólanum. Kennsuefninu er skipt upp í átta meginþætti sem byggja upp grunn- hreyfifærni, en efnið var sett upp í samstarfi við Boston-háskóla og Norður-Karólínuháskóla á sínum tíma. Miðað er við átta vikna pró- gramm þar sem hver dagur er skipulagður út frá markmiði hvers þáttar. Mælingar eru gerðar í upphafi æfinga og að loknu tímabili. YAP- aðferðin skilar sér líka í því að styrkja börnin og undirbúa þau fyrir fyrsta íþróttatímann í grunnskóla og þátttöku í almennu íþróttastarfi. Gagnast öllum Ásta Katrín hóf innleiðingu á verklegum hluta YAP hér á landi eftir að Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi, bað hana um að skoða og kynna sér efnið árið 2015 og hvort aðferðafræðin gæti nýst hér. „Ég var á þessum tíma með hreyfiþjálfun í leikskólanum og sá strax að YAP hentaði mjög vel af því að það er svo einfalt. Það geta í raun allir framkvæmt það inni á leikskóla og það þarf ekki endilega „sér- fræðing“ til að byrja og fylgja eftir efninu sem er afar skýrt uppsett,“ segir hún. Komið hefur í ljós að þótt YAP hafi í fyrstu verið innleitt til að virkja börn með sérþarfir hefur komið í ljós að öll börn njóta góðs af aðferða- fræðinni óháð því hvaðan þau koma og hverjar þarfir þeirra eru. Ásta bendir sem dæmi á að í Skógarási nýtist aðferðin afar vel flest- um börnum, ekki síður börnum af erlendum uppruna, börnum með einhvers konar frávik og svo auðvitað öllum hinum. Þar séu í raun allir jafnir. Hátt hlutfall erlendra barna Í Reykjanesbæ er hátt í þriðjungur bæjarbúa af erlendu bergin brotinn. Það endurspeglast í leikskólanum Skógarási, að sögn Ástu. „Í leikskólanum eru 80 börn og 60 prósent þeirra af erlendum upp- runa og tvítyngd á aldrinum tveggja til fimm ára. YAP hefur reynst okk- ur meðal annars afar árangursríkt við íslenskukennslu en mörg önnur námstækifæri skapast jafnframt í hreyfistundum. Þau þjálfast ekki bara í grunnþáttum hreyfiþroska heldur þróa þau einnig með sér mikilvæga færni til náms. Með því er m.a. verið að tala um að skiptast á, læra að deila, fara eftir fyrirmælum og skilja leiðbeiningar sem þeim eru gefnar. Í skipulögðum hreyfistundum er hægt að blanda inn í hreyfingarnar stærðfræði, orðaforða og málörvun, flokkun og ýmsu öðru, eins og Aðferðafræði sem nýtist öllum börnum

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.