Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2023, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.04.2023, Blaðsíða 27
 S K I N FA X I 27 Hver eru mikilvægustu við- fangsefni UMSK næstu misseri? Á þessu ári hafa orðið þau tíma- mót að UMFÍ, ÍSÍ og ríkisvaldið hafa náð samkomulagi um stofnun svæðisskrifstofa með það að mark- miði að efla íþróttastarf. Samning- urinn við ríkisvaldið er til tveggja ára eins og flestum er kunnugt. Ég hefði sjálfur kosið að hann yrði til a.m.k. þriggja ára. Mikilvægt er að verkefni svæðisskrifstof- anna séu vel skilgreind og nægi- legt svigrúm verði til þess að skrif- stofurnar geti eflt starfið á svæð- um sínum. Við þurfum að hafa í huga að þarfirnar eru ólíkar og mismunandi milli íþróttahéraða og eigum að forðast að reyna að steypa alla í sama mót. Við hjá UMSK ætlum að leggja okkur fram við að nýta þetta tæki- færi til að þjónusta aðildarfélög okkar enn betur en við gerum í dag þannig að þau finni áþreifan- lega þann virðisauka sem skrif- stofurnar geta og eiga að vera fyrir íþróttastarf á félagssvæðinu. Vissulega eru félögin að gefa eftir ákveðinn hluta af lottótekjum til reksturs skrifstofanna en einnig kemur myndarlegt framlag frá ríkisvaldinu sem jafnar þá fjármuni sem íþróttahéruðin leggja fram. Ég trúi því að þetta verði til mikilla hagsbóta fyrir íþróttahreyfinguna og við hjá UMSK munum leggja okkur fram til þess að það verði að veruleika. Hver væri draumastaðan í fjármálum íþróttahreyfing- arinnar (innan smá raun- sæismarka)? Það er erfitt að gefa eitthvert eitt svar við þessu. Öll íþróttafélög vildu gjarnan hafa úr meiri fjár- munum að spila en þau hafa í dag til að efla starfið. Það er þó mikil- vægt að þarna sé gerður greinar- munur á barna- og unglingastarfi annars vegar og rekstri meistara- flokka hins vegar. Einnig þarf að hafa í huga þann mikla aðstöðu- mun sem er á milli einstakra íþróttagreina þegar kemur að því að sækja fé til styrktaraðila. Barna- og unglingastarf er að mestu leyti fjármagnað með æfingagjöldum. Það er áhyggju- efni hvað æfingagjöld hafa hækk- að mikið. Vissulega er saman- burður æfingagjalda erfiður milli félaga. Fjöldi æfinga og lengd þeirra er mismunandi milli félaga. Í sumum tilfellum eru búningar innifaldir, ferðalög á mót innifalin o.s.frv. Ég á þá ósk að allir foreldrar geti leyft börnum sínum að stunda fleiri en eina íþrótt án þess að hafa áhyggjur af þeim kostnaði sem af því hlýst. Eins og allir vita er forvarnargildi íþróttaiðkunar barna og unglinga margsannað og því eru þeir fjármunir sem ríki og sveitarfélög leggja til íþrótta- iðkunar að spara þeim háar fjár- hæðir í framtíðinni. Ráðamenn mættu gjarna hafa þetta í huga þegar teknar eru ákvarðanir um fjárveitingar til íþróttastarfs. Hvernig sérðu UMFÍ þróast á næstu tíu árum? Ég vona að UMFÍ beri gæfu til að þróast með samfélaginu og aðlagast kröfum þess. Við búum í síbreytilegu umhverfi og þau sem stýra samtökunum verða að vera vakandi fyrir því. Við verðum að hlusta á grasrótina því þar er gróskan og þar gerast breyting- arnar. Á síðustu árum höfum við séð vitundarvakningu í heilsueflingu eldri borgara og þar hefur íþrótta- hreyfingin lagt sitt að mörkum. Mér finnst mikilvægt að UMFÍ miðli þekkingu og reynslu frá einu íþróttahéraði til annars og styðji smærri aðila til að sækja sér þekkingu sem mögulega er að finna hjá hinum stærri. Samstarf og samvinna er lykilatriði. Ég vildi gjarna sjá meira sam- starf milli UMFÍ og sveitarfélaga. Sveitarfélög gera sér flest grein fyrir því að öflugt íþróttastarf er krafa íbúanna og lykilatriði til að draga að nýja íbúa. UMFÍ getur bæði með beinu samtali við sveit- arfélög og gegnum samvinnu með íþróttahéruðum og félögum eflt íþróttastarf sveitarfélaganna og þannig tekið þátt í að skapa betra samfélag okkur öllum til hagsbóta Nafnarnir. Guðmundur Gunnar Sigurbergsson les fyrir afastrákinn og nafna sinn Gunnar. Hver eru stærstu málin sem þú komst að innan USVS? Stærstu málin voru mótahald, og þar ber hæst í minni tíð hjá Ung- mennasambandi Vestur-Skafta- fellssýslu Meistaramót Íslands 11–14 ára 2010 og síðan Lands- mót UMFÍ 50+ sem haldið var í Vík 2013. Hvernig myndir þú vilja sjá mótahald UMFÍ þróast á næstu árum? Ég myndi vilja sjá Unglingalands- mótin og 50+ mótin halda sínu Ragnheiður Högnadóttir Fædd í Vík í Mýrdal 1963 en býr á Hellu á Rangárvöllum. striki og vaxa og dafna. Einnig vildi ég sjá Íþróttaveislu UMFÍ festa sig í sessi meðal allra lands- manna með ýmsum viðburðum allt árið um kring, með þátttöku sem aðaláhersluatriði. Hvernig sérð þú hreyfingu- na eftir tíu ár? Kröftuga fjöldahreyfingu sem allir landsmenn vita hvað stendur fyrir og það er að sjálfsögðu: Allir með. Það geta og mega allir vera með í öllum viðburðum hjá UMFÍ. Ragnheiður með ömmustrákunum Ármanni Páli Fjalarssyni og Birgi Páli Guðnasyni. Guðmundur G. Sigurbergsson Fæddur í Reykjavík 1964 en hefur búið í Kópavogi síðustu 50 ár

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.