Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2023, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.04.2023, Blaðsíða 16
16 S K I N FA X I Sambandsþing UMFÍ: Hótel Geysi Tímamót á sambandsþingi UMFÍ 53. Sambandsþings UMFÍ sem fram fór á Hótel Geysi í október verður líklega minnst fyrir tvennt ef ekki þrennt: Í fyrsta lagi var það mjög vel sótt og svo skemmtilegt að það mun lifa í minningunni. Í öðru lagi voru á þinginu samþykktar gríðarlega merkilegar tillögur um breytingar á lögum um lottóútgreiðslur og stofnun starfsstöðva sem dreifast munu víða um landið. Í þriðja lagi er helsta breytingin sú að tillögurnar um starfsstöðvarnar og lottógreiðslur til sambandsaðila voru unnar af nefndum ÍSÍ og UMFÍ og voru þær samstíga í vinnu sinni. S ambandsþing UMFÍ árið 2023 var líklega eitt fjölmennasta þing í sögu ungmennafélagshreyfingarinnar. Setningu þess sóttu 180 þingfulltrúar og gestir. Sambandsaðilar UMFÍ áttu rétt á 127 þingfulltrúum. Á meðal gesta þingsins voru Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Stefán Konráðsson, framkvæmda- stjóri Íslenskrar getspár, Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ og þó nokkrir frá sérsamböndum. Sérstaklega var skemmtilegt að sjá þar fyrr- verandi formenn og stjórnarfólk ásamt Sæmundi Runólfssyni, fyrrver- andi framkvæmdastjóra UMFÍ. Búist var við að þingið gæti orðið eldheitt, enda stór mál undir. Það helsta var sameiginleg tillaga vinnuhópa á vegum ÍSÍ og UMFÍ um skipt- ingu afraksturs lottós á landsvísu. Tímamótin fólust ekki aðeins í tillög- unni sjálfri heldur í aðdraganda hennar og samvinnunni sem tillagan byggði á. Tillagan var samþykkt á þingi ÍSÍ í vor og var hún í eðli sínu sú sama og lögð er fyrir þing UMFÍ. Tillagan fól í sér að komið verði á fót átta svæðastöðvum með sextán stöðugildum sem munu þjónusta íþróttahéruðin með samræmdum hætti. Vinnuhópar UMFÍ og ÍSÍ sem unnu að tillögunni horfðu til þess að sterkari íþróttahéruð og svæða- stöðvar um allt land myndu auka skilvirkni íþróttahreyfingarinnar. Tillögurnar tvær eru nátengdar að því leyti að af lottógreiðslum til UMFÍ munu í kjölfarið fara 15% til reksturs svæðaskrifstofanna og 85% til íþróttahéraða eftir íbúafjölda 18 ára og yngri. Ásmundur Einar Daða- son, mennta- og barnamálaráðherra, sagði búið að tryggja einn starfs- mann á hvert starfssvæði sem tillagan kveður á um og fjármagn til að starfsfólk þar gæti sinnt vinnu sinni. Jóhanni Steinari Ingimundarsyni, formanni UMFÍ, var bæði í ávarpi sínu og kveðjuorðum við slit sambandsþingsins tíðrætt um breytingar

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.