Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2023, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.04.2023, Blaðsíða 29
 S K I N FA X I 29 Ásgeir Sveinsson Fæddur 1982 í Reykjavík en ólst upp á Barðaströnd. Býr á Patreksfirði. Ásgeir ásamt Alexander Nóa syni sínum í smalamennskum í haust. Hvaða málefni innan UMFÍ eru þér hugleiknust? Einkum þau málefni er snúa að ungmennum. Við þurfum að gera meira fyrir 13–18 ára aldurinn, það er að segja börn sem eru að fóta sig í lífinu sem fullorðnir ein- staklingar og þurfa góðar fyrir- myndir og leiðbeiningar um hvernig þau geta orðið framúr- skarandi einstaklingar. Þar getur UMFÍ komið sterkt inn. Hverjar eru helstu áskor- anir HHF í dag og á komandi árum? Helstu áskoranir Héraðssam- bandsins Hrafna-Flóka eru þjálfara- mál. Það getur verið erfitt að finna einstaklinga sem eru tilbúnir að gefa tíma sinn í þjálfun. Mikil sam- keppni er við fyrirtæki um að fá fólk til að sinna þjálfun. Okkur vantar fleira fólk. Svo eru sam- göngur líka mikil áskorun, en börn þurfa sum hver að fara yfir fjallvegi til að geta æft saman. Við þurfum nokkur jarðgöng. Mikil áskorun er að halda úti liðum í boltaíþróttum. Við erum líka við- kvæm fyrir því ef einhver flytur burt, þurfum fleira fólk vestur í sæl- una. Við erum með góð íþrótta- hús og fína fótboltavelli, en aðstaða til frjálsíþrótta er ekki nógu góð. Þar er áskorun að bæta í og gera 400 metra tartan-hlaupa- braut. Hvernig sérðu tengsl UMFÍ og HHF þróast í framtíð- inni? Tengsl UMFÍ og HHF munu þróast á enn betri veg í framtíðinni með tilkomu svæðisskrifstofanna. Ég held að þær verði lykill að aukn- um lífsgæðum dreifðari byggða og að þær muni auka möguleika barna á landsbyggðinni til að njóta alls þess besta sem hægt er að gera óháð búsetu. Ég er mjög bjartsýnn á samstarf og samvinnu HHF og UMFÍ í framtíðinni. Hverjar eru helstu áskor- anir UÍA í dag og á komandi árum? Áskorun UÍA er alltaf að þjónusta aðildarfélög sín sem allra best. Hvað Austurland varðar sérstak- lega er ferðakostnaður alltaf íþyngjandi fyrir félögin. Sömu- leiðis er erfitt að fá þjálfara til að halda úti starfinu hjá ákveðnum deildum og félögum. Hvaða málefni innan UMFÍ eru þér hugleiknust? Ég hef lengi unnið í útgáfu- og kynningarmálum hreyfingarinnar og er formaður nefndar um þau. Við hófum nýja vegferð þar í fyrra með könnun á ímynd félagsins. Í kjölfarið settum við upp aðgerða- áætlun sem við höfum unnið eftir. Í haust gerðum við aftur könnun til samanburðar. Það er ánægju- legt að við erum í framför og þær áherslur sem við lögðum upp með virðast virka. Í svona verk- efnum er samt alltaf sumt sem gengur upp en annað ekki jafn vel, þannig það þarf að halda áfram að stilla það af. Meðal gesta Unglingalandsmóts virðist tals- verð endurnýjun og það kann að vera til marks um að okkur takist að ná til nýs hóps. Það þarf að byggja mótin upp aftur eftir að ekki tókst að halda þau tvö ár í Gunnar fær ókeypis þvott hjá kusu í fjósinu. Gunnar Gunnarsson Fæddur 1984 og býr á Egilsstöðum í Fljótsdal eins og alltaf. röð út af Covid-faraldrinum. Í útgáfu Skinfaxa eru líka áskor- anir. Auglýsingamarkaður verður erfiðari í miklum kostnaðarhækk- unum auk þess sem prentun er orðin dýrari. Við þurfum að fara ítarlega ofan í útgáfu blaðsins á næstu mánuðum. Ég leiði líka starfshóp um Þrasta- skóg. Síðla árs 2021 vann Skóg- ræktarfélag Árnesinga fyrir okkur grisjunaráætlun. Byrjað var að grisja eftir henni í fyrra og haldið áfram í ár. Það er fyrsta grisjunin í skóginum í áraraðir. Skógurinn er vinsæll til útivistar en til þess þarf hann að vera greiðfær og fallegur. Almennt hef ég mikinn áhuga á almennri félagsstarfsemi, því bak- grunnur minn er frekar í henni en íþróttunum og málefnum minni félaga í dreifbýli. Þau mál eru ekki beint á minni könnu en ég kem að þeim almennt í gegnum stjórn- ina. Þær breytingar sem sam- þykktar hafa verið á síðustu þing- um, annars vegar með endur- skipulagningu lottós nú í haust og hins vegar með inngöngu íþróttabandalaganna árið 2019, gerbreyta hreyfingunni. Nú hefur ríkið heitið uppbyggingu svæðis- skrifstofa með því að leggja til fjár- magn í bæði starfsfólk og vinnu þess. Það þarf að reyna að vanda þar til verka til að það takist sem best. Ég hef líka áhuga á erlendu samstarfi, einkum NordUng, sem áður var þekkt sem NSU, en ég var viðloðandi stjórnina þar. Núna er fulltrúi úr ungmennaráði í stjórn þar. Ég reyni að veita henni bak- land og miðla upplýsingum til stjórnar. Ég held að það sé mikil- vægt að búa til tækifæri fyrir alþjóðasamskipti fyrir unga fólkið okkar þannig það geti eflt sín persónulegu tengsl og þar með hreyfingarinnar allrar. Hvað gerir þú helst í frí- stundum þínum annað en að sinna málefnum UMFÍ? Sinni sauðfé og horfi á fótbolta.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.