Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2023, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.04.2023, Blaðsíða 20
20 S K I N FA X I Sambandsþing UMFÍ: Hótel Geysi „Mér hefur sjaldan liðið betur innan hreyfingarinnar en í dag,“ sagði Björn Bjarndal Jónsson, fyrrverandi formaður UMFÍ. Hann steig í pontu við setningu Sambandsþings UMFÍ og rifjaði upp eldmóðinn sem íþróttafrömuðurinn Sigurður Greipsson smitaði stráka af í Íþróttaskól- anum sem hann starfrækti við Geysi í Haukadal í 42 ár eða frá 1927 til 1970. Eini íþróttaskóli landsins Björn, sem ólst upp í sveitinni, benti á að skóli Sigurðar hefði verið eini íþróttaskóli landsins og á hverju ári hefðu tuttugu strákar farið þaðan fullir af eldmóði og ungmennafélagshugsjón. Landsmót í Haukadal Björn rifjaði líka upp lýsingu föður síns af því þegar Landsmót UMFÍ var haldið í Haukadal árið 1940. Í bókinni Vormenn Íslands segir að til hafi staðið að halda mótið á Akureyri. Stórveldið Ungmennafélag Akureyrar var hins vegar dautt og hafði síðasti fundur þess verið hald- inn árið 1939. Sigurður Greipsson var um þetta leyti formaður Héraðs- sambandsins Skarphéðins (HSK). Hann dó ekki ráðalaus, bauð ættar- óðalið sitt í Haukadal fram sem mótsstað og hafði samband við marga nemendur sína til að virkja þá í þágu landsmótsins. „Setningin fór fram hér úti á velli. Keppendur komu nokkrum dög- um fyrr til þess að undirbúa mótið. Sigurður hélt ræðu eins og alltaf á 17. júní. Þær voru aldrei undir klukkustund,“ rifjaði Björn upp eftir föður sínum. Kostir hreyfingar Björn benti á að Sigurður Greipsson hefði ætíð verið að velta fyrir sér kostum hreyfingar og hvernig hægt væri að ná til þeirra sem stunduðu ekki skipulagða hreyfingu, meira að segja ungs fólks sem vildi ekki vera í íþróttum. Fyrir honum skyldu allir fá að taka þátt, rétt eins og stefna UMFÍ er nú. „Ungmennafélagshreyfingin má ekki gleyma þeim sem ekki taka þátt í íþróttum. Það er ekki fortíð heldur framtíðin líka,“ sagði hann. Í miklum blóma Björn mætti til þingsins með Önnu R. Möller, heiðursfélaga UMFÍ, og Sæmundi Runólfssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra UMFÍ, og sat til borðs með forystu HSK. „Það væri gaman ef hér væri Sigurður Greipsson til að flytja eina svona eldmóðsræðu. En mér finnst UMFÍ vera í einhverjum mesta blóma sem ég hef séð lengi,“ sagði hann. UMFÍ í einhverjum mesta blóma sem ég hef séð lengi Björn B. Jónsson, fyrrverandi formaður UMFÍ, sagði að ná þyrfti til þeirra sem ekki eru í íþróttum og rifjaði upp eldmóðinn sem íþróttafrömuðurinn Sigurður Greipsson smitaði stráka af í Íþróttaskólan- um sem hann starfrækti við Geysi í Haukadal. Björn B. Jónsson, fyrrverandi formaður og heiðursfélagi UMFÍ. Við hlið hans situr Anna R. Möller heiðursfélagi UMFÍ. P 187 C15 M100 Y100 K4 R172 G37 B43

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.