Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2023, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.04.2023, Blaðsíða 18
18 S K I N FA X I Lýðheilsa í lykilhlutverki „Ungmennafélög geta gegnt lykilhlutverki í lýðheilsumálum, stuðlað að hollri hreyfingu og útivist, æfingum og keppni. En lýðheilsa snýst ekki um útlitsdýrkun eða hvatningu til að vera alltaf í ræktinni eða uppi á fjöllum. Aðgerðir á sviði lýðheilsu eiga að snúast um jákvæða hvata og heilbrigt sjálfstraust án alls metings og monts,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem flutti ávarp á sambandsþingi UMFÍ. Guðni var staddur í Noregi og sendi því upptöku með ávarpi sínu sem var varpað upp á skjái. Tvö ný í stjórn UMFÍ Líf og fjör var í kringum framboð til setu í stjórn UMFÍ í aðdrag- anda sambandsþingsins. Jóhann Steinar Ingimundarson var einn í framboði til formanns og því sjálfkjörinn. Í stjórn sitja ellefu einstaklingar ásamt formanni. Þeir Gissur Jónsson og Lárus B. Lárusson gáfu ekki kost á sér áfram og sóttust fjórir nýir eftir sætum í stjórninni. Þegar upp var staðið var aðalstjórn öll endurkjörin og í varastjórn náðu kjöri þau Ásgeir Sveinsson, framkvæmdastjóri Héraðssambandsins Hrafna-Flóka, og Rakel Másdóttir, sem situr í stjórn Ungmennasambands Kjalarnes- þings. Stjórn UMFÍ 2023–2025 er því skipuð eftirtöldum: Aðalstjórn: Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður, Gunnar Þór Gestsson, varaformaður, Guðmundur Sigurbergs- son, gjaldkeri, Sigurður Óskar Jónsson, ritari, Ragnheiður Högnadóttir, meðstjórnandi, Gunnar Gunnarsson, meðstjórn- andi og Málfríður Sigurhansdóttir, meðstjórnandi. Varastjórn: Ásgeir Sveinsson, Guðmunda Ólafsdóttir, Hallbera Eiríksdóttir og Rakel Másdóttir Fjórir sæmdir gullmerki UMFÍ Þeim Hjörleifi Kr. Hjörleifssyni, Garðari Svanssyni, Gissuri Jónssyni og Lárusi B. Lárussyni, voru veitt gullmerki á sambandsþingi UMFÍ. Hjörleifur er formaður Héraðssambands Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu (HSH) og Garðar er í stjórn sambandsins auk þess að sitja í stjórn ÍSÍ. Þeir hafa um árabil verið ötulir í starfi hjá HSH og voru innstu koppar í búri við skipulagningu Landsmóts UMFÍ 50+ sem fram fór í Stykkishólmi í sumar. Þeir Gissur og Lárus hafa setið í varastjórn UMFÍ um nokkurra ára skeið. Gissur, sem frá sambandssvæði Ungmenna- sambandsins Úlfljóts, hefur starfað innan Héraðssambandsins Skarp- héðins og Lárus innan Ungmennasambands Kjalarnesþings. Á sambandsþinginu tók forsvarsfólk þriggja sambandsaðila við Hvatn- ingarverðlaunum UMFÍ fyrir jafn mörg verkefni. Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS) hlaut verðlaunin vegna sjálfboðaliða Tindastóls, sem vöktu heilmikla athygli á leikjum körfu- knattleiksliðs meistaraflokks félagsins sem átti hvern stórleikinn á fætur öðrum undir stjórn nýs þjálfara. Sjálfboðaliðar félagsins voru mjög sýni- legir og bjuggu til skemmtilega umgjörð fyrir stuðningsfólk félagsins. Knattspyrnufélagið Þróttur í Reykjavík hlaut verðlaunin fyrir fjölbreytt framboð íþróttagreina, sem nær til breiðs hóps iðkenda á öllum aldri og með ýmiss konar bakgrunn. Félagið er meðal annars það fyrsta til að bjóða upp á æfingar í göngufótbolta fyrir þau sem hætt eru hefðbundnum fótbolta og þau sem eiga erfitt með hlaup. Að lokum hlutu Haukar í Hafnarfirði Hvatningarverðlaunin fyrir verk- efni sem styður við unga iðkendur í körfubolta í hópi Special Olympics. Verkefnið byrjaði afar smátt og fámennt fyrir iðkendur með sérstakar þarfir hjá Haukum. Það hefur sprungið út síðan þá og verið til fyrir- myndar. Thelma, Hrafnkell og Ingvar með viðurkenningarnar. Sambandsþing UMFÍ: Hótel Geysi Frá vinstri: Garðar Svansson, Lárus B. Lárusson, Hjörleifur Kr. Hjörleifs- son og Gissur Jónsson. Sjálfboðaliðar, hugmyndaauðgi og Special Olympics Thelma Knútsdóttir tók við viðurkenningunni fyrir hönd UMSS, Ingvar Sverrisson Íþróttabandalagi Reykjavíkur fyrir hönd Þróttar og Hrafnkell Marinósson Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar fyrir hönd Hauka.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.