Skinfaxi - 01.04.2023, Blaðsíða 31
S K I N FA X I 31
Sýnilegur stuðningur
skiptir máli
„Haustið 2022 skrifaði ég fyrirlesturinn Hin-
segin og íþróttir, í samstarfi við Samtökin 78.
Fræðslan er sérstaklega ætluð iðkendum,
þjálfurum, starfsfólki og stjórnendum innan
íþróttahreyfingarinnar, hvort sem um ræðir
afreks- eða almenningsíþróttir. Fræðslan er
samsuða af Hinsegin 101 efni Samtakanna
78, bæklingnum Trans börn og íþróttir og
rannsókn minni um upplifun hinsegin fólks í
íþróttum,“ segir Sveinn og bendir á að fræðslan
hafi fengið stórkostlegar viðtökur. Nú hafi yfir
50 erindi verið haldin úti um allt land á aðeins
fyrsta árinu og sum félög hafi fengið fræðslu
oftar en einu sinni. Nú síðast var farið í heim-
sókn til Íþróttafélagsins Asparinnar og GKG.
Sveinn fékk einnig viðurkenninguna Framúr-
skarandi ungur Íslendingur 2023, fyrir fyrir-
lesturinn sem framlag til barna, heimsfriðar
og/eða mannréttinda.
„Sýnilegur stuðningur hefur aukist mikið og
núna eru íþróttafélög um allt land að flagga
regnbogafánum, eru með regnbogalímmiða
á hurðum og setja stuðningsfærslur á sam-
félagsmiðla. Auk þess eru leikmenn með fyrir-
liðabönd í regnbogalitum. Svona sýnilegur
stuðningur skiptir hinsegin fólk miklu máli því
hann gefur til kynna að þetta rými tilheyri því
líka og að félagið sé með hagsmuni þeirra í
fyrirrúmi. Því má segja að á sviði fræðslu og
sýnilegs stuðnings hafi náðst mikill árangur,“
bætir Sveinn við.
Þjálfarinn spilar stórt
hlutverk
Sveinn segir að stærsta vandamálið sem við
glímum við í dag, sem snerti alla hópa hin-
segin samfélagsins, sé særandi orðræða og
fordómar.
„Þar hefur því miður orðið bakslag. Sær-
andi orð eins og faggi, trukkalessa, kynskipt-
ingur og fleiri hafa sérstaklega skaðleg áhrif
og því þarf að sjá til þess að íþróttahreyfingin
vinni gagngert í því að stöðva slíka orðræðu.
Þar spilar þjálfarinn stórt hlutverk. Ef hann
heyrir iðkendur sína nota særandi orð um
hinsegin fólk er mikilvægt að hann stígi inn í
og stöðvi það. Ef hann gerir það ekki er hann
að gefa í skyn að svona orðræða sé í lagi. En
hún er það ekki!“ segir Sveinn.
Hluti af íþróttafræðslu Sveins snýr að því
hvernig eigi að stöðva særandi orðræðu. „Ég
hef heyrt af því að fræðslan hafi jákvæð áhrif
hjá þeim félögum sem við höfum heimsótt,“
segir Sveinn og bendir á að ýmislegt fleira
þurfi að færa til betri vegar. Þar á meðal séu
aðstöðumálin. Allir eigi að geta fundið sér
búningsklefa við hæfi. Þar spilar sérklefi stórt
hlutverk, en það er kynhlutlaus klefi sem öll
geta nýtt sér. Sérklefar eru hugsaðir fyrir fólk
sem vill ekki eða getur ekki nýtt sér kyngreindu
klefana. Þar á meðal er fólk sem er fatlað, með
stóma, trans, intersex og fjölskyldur.
„Það þarf einnig að skýra línurnar þegar
kemur að trans fólki. Það ríkir sums staðar
mikil óvissa um hvað gerist þegar iðkandi
kemur út úr skápnum sem trans, sérstaklega
eftir 12 ára aldur, og því er mikilvægt að gerð
sé skýr stefna til að trans fólk viti nákvæmlega
hverju það eigi að búast við frá yngsta flokki,
upp í meistaraflokk og síðan í öldungaflokki.
Óvissa veldur kvíða og óþægindum, sem ýtir
undir brottfall. Við þurfum að svara fyrir fram
öllum þeim spurningum sem trans fólk hefur.
Síðan þarf Ísland að beita sér í að kjósa gegn
tillögum um útilokun trans og intersex fólks
á heimsvísu til að sporna gegn þeirri þróun
að þessir hópar séu útilokaðir frá hinum og
þessum íþróttum,“ segir Sveinn.
Skortur á fyrirmyndum
Því miður eru fáar fyrirmyndir fyrir hinsegin
fólk í íþróttum. „Við höfum verið að reyna að
fjölga þeim. En við eigum langt í land. Fyrir-
myndirnar eru klárlega til staðar í öllum íþrótt-
um. Við þurfum bara að lyfta þeim upp og
veita þeim tækifæri til að segja sína sögu í
fjölmiðlum, það er þeim sem eru tilbúin til
þess,“ segir Sveinn en bætir við að hluti af
því verði pallborð á ráðstefnu Reykjavíkurleik-
anna (RIG) sem fram fer í byrjun næsta árs. Þar
mun hinsegin íþróttafólk segja sína sögu. Það
Sveinn ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, þegar hann var tilnefndur sem einn af
tíu ungum framúrskarandi Íslendingunum á vegum Junior Chamber International í lok nóvember
á þessu ári. Verðlaunin voru öðru fremur hvatningarverðlaun til ungs fólks sem var að takast á
við krefjandi og athyglisverð verkefni.
Sveinn með félögum sínum í Breiðabliki þegar þeir urðu stigameistarar í flokki 20–22 ára á
Meistaramóti Íslands sem fram fór í Kaplakrika í Hafnarfirði 2016.