Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2023, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.04.2023, Blaðsíða 22
22 S K I N FA X I Haukur Friðgeir Valtýsson er frá Nesi í Fnjóska- dal en hefur lengst af búið á Akureyri. Íþrótta- ferill Hauks hófst hjá Héraðssambandi Suður- Þingeyinga (HSÞ), en þar keppti hann m.a. í glímu á árunum 1971 til 1976 og varð Íslands- meistari einu sinni. Haukur er reyndar þekkt- ari sem blakmaður og hefur leikið um 1.200 leiki í meistaraflokki með Íþróttafélagi Mennta- skólans á Akureyri, Íþróttafélagi stúdenta og Knattspyrnufélagi Akureyrar. Haukur keppti með menntaskólaliðinu á árunum 1973–1977, en á þeim tíma var það eitt af aðildarfélögum Íþróttabandalags Akureyrar. Með Íþróttafélagi stúdenta landaði hann tveimur bikarmeistara- titlum. Haukur bætti við tveimur Íslandsmeis- taratitlum með KA og fleiri titlum eftir því sem árunum fjölgaði. Að auki lék hann 27 lands- leiki í blaki. Haukur hefur einnig þjálfað nokk- ur blaklið Akureyringa í gegnum tíðina auk þess að vera öflugur á öldungamótum í blaki. Haukur hefur látið til sín taka í félagsstörfum, var kosinn í varastjórn Íþróttabandalags Akur- eyrar 2009 og sinnti þar störfum samhliða því að taka sæti í stjórn UMFÍ. Hann var varafor- maður UMFÍ 2011 til 2015 og síðan formaður til 2021. Á sama tíma sat hann í fjölda nefnda, m.a. í framkvæmdastjórn UMFÍ, mótanefnd- um, nefnd um inngöngu íþróttabandalaga að UMFÍ, nefnd um skiptingu fjármagns til UMFÍ o.fl. Hann átti einnig sæti í byggingarnefnd Bogans á Akureyri og var í undirbúnings- nefnd vegna byggingar nýrrar aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir sem skilaði sér í nýjum fjöl- notavelli á svæði Þórs. Í formannstíð Hauks hjá UMFÍ var m.a. tekið það sögulega skref að aðildarumsókn íþrótta- bandalags Akureyrar, Íþróttabandalags Reykjavíkur og Íþróttabandalags Akraness að UMFÍ var samþykkt. Það gerðist eftir tilraunir í áratugi. Þó að Haukur hafi stigið til hliðar sem for- maður UMFÍ hefur hann áfram unnið að ýms- um félagsstörfum og tekur þátt í mörgum verkefnum íþróttahreyfingarinnar, mætir á fjölmarga viðburði og situr m.a. fyrir hönd UMFÍ í Íþróttanefnd ríkisins. Á sambandsþingi UMFÍ á Húsavík 2021 var Haukur sæmdur gullmerki UMFÍ, gull- merki ÍSÍ og heiðursskildi UMSK. Þá er hann heiðursfélagi ÍBA. Tveir nýir heiðursfélagar UMFÍ Guðmundur Kr. Jónsson og Haukur F. Valtýsson voru gerðir að heiðursfélögum UMFÍ á Sam- bandsþingi UMFÍ í október. Voru þeir sæmdir heiðursfélagakrossi UMFÍ, sem er æðsta heiðursmerki samtakanna. Haukur er fyrrverandi formaður UMFÍ og Guðmundur Kr. var lengi í forystu Héraðssamband- sins Skarphéðins (HSK) og Ung- mennafélags Selfoss. Báðir hafa þeir verið sæmdir næstum öllum viðurkenningum fyrir störf sín sem hægt er að veita þeim innan íþrót- tahreyfingarinnar. Guðmundur Kr. Jónsson Guðmundur Kr. Jónsson t.v. og Haukur F. Valtýsson t.h. Guðmundur Kristinn Jónsson er frá Selfossi og hefur alla sína tíð starfað innan Ungmenna- félags Selfoss. Guðmundur hóf ungur að iðka íþróttir og varð fljótt góður spretthlaupari og stökkvari. Hann vann mörg glæsileg afrek í frjálsum íþróttum bæði á héraðs- og landsvísu og var meðal annars stigahæsti keppandinn í karlaflokki á Landsmótinu fræga á Laugar- vatni árið 1965, móti sem í hugum margra er samnefnari allra góðra móta í sögu UMFÍ. Guðmundur varð snemma mjög öflugur félagsmálamaður og tók virkan þátt í starfi Ungmennafélags Selfoss. Hann var formaður frjálsíþróttadeildar í nær áratug og gegndi auk þess starfi vallarstjóra og framkvæmda- stjóra félagsins um árabil. Hann var síðan for- maður Umf. Selfoss frá 2014 til 1017. Guðmundur varð formaður HSK árið 1981 og hélt um stjórnartaumana í átta ár með mikl- um myndarskap. Hann sat auk þess í aðal- stjórn ÍSÍ í tvö ár. Guðmundur Kr. tekur enn virkan þátt í ýms- um störfum sambandsins. Oft er leitað til hans sem þular á frjálsíþróttamótum HSK, enda röggsamur og vel til forystu fallinn. Í bókinni HSK í 100 segir um Guðmund Kr. að á engan sé hallað þótt hann sé talinn einn af dugmestu og starfsömustu foringjum Héraðssambands- ins Skarphéðins. Guðmundur hefur fengið fjölda viðurkenn- inga fyrir margháttuð störf sín fyrir hreyfing- una í áratugi. Hann er heiðursfélagi Umf. Selfoss, HSK, ÍSÍ og FRÍ. Hann var gerður að heiðursformanni HSK árið 2018 og er sá þriðji í sögu sambandsins til að hljóta þá nafnbót. Guðmundur fékk starfsmerki UMFÍ árið 1979 og var sæmdur gullmerki UMFÍ 2010. Haukur F. Valtýsson

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.