Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2023, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.04.2023, Blaðsíða 28
28 S K I N FA X I Gunnar Þór Gestsson Fæddur á Sauðárkróki 1971 og býr þar. Gunnar Þór og Guðný Guðmundsdóttir kona hans á Preikestolen í Noregi í lok ágúst 2023. Sjálfa úr veiði í Eystri-Rangá. Guðmunda Óladóttir Fædd í Stykkishólmi 1968 en býr í Vesturbæ Reykjavíkur. Hverjar eru helstu áskor- anir ÍA á næstu árum? Helstu áskoranir Íþróttabandalags Akraness næstu árin eru tengdar aðstöðu fyrir íþróttafélög og að vinna með Akraneskaupstað í uppbyggingu á Jaðarsbökkum á Akranesi, íþróttum til framdráttar. Eins eru fjölmörg verkefni í píp- unum sem fara af stað á næsta ári, eins og Farsæl frístund, sem snýst um að kynna fjölbreyttar íþróttir fyrir börnum í fyrstu bekkj- um grunnskóla. Verkefnið er gert með það að markmiði að börn geti fundið sína íþrótt á sínum for- sendum. Lagt er upp með að öll börn fái tækifæri til að kynnast flestum greinum sem í boði eru á Akranesi fyrir sinn aldur. Það er mikið líf í allri uppbyggingu á Akranesi í þágu barna og fær ÍA að taka þátt í því. Hvaða málefni innan UMFÍ eru þér hugleiknust? Það er varla hægt að velja eitthvað eitt. Það sem mér er mjög hug- leikið þessa dagana er svæða- skipting íþróttahéraða og upp- bygging á því öllu. Ég hef einnig áhuga á fjármálum, greiningu og skipulagi á rekstri. Mér finnst eiginlega öll verkefni skemmtileg og nálgast þau helst almennt með jákvæðu hugarfari. Mín mantra er að það er ekkert ómögulegt og því allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Sumt tekur bara aðeins meiri tíma að leysa en annað. Hvað gerir þú helst í frí- stundum þínum annað en að sinna málefnum UMFÍ? Þegar maður vinnur við áhuga- málið sitt finnst manni maður alltaf vera í fríi og því allt frístundir. Ég reyni að hreyfa mig úti og nýverið keyptum við hjónin okkur lítinn seglbát og leikum okkur að sigla m.a. á Skorradalsvatni á sumrin. Eins er ekkert leiðinlegt að sigla á skútu meðfram Ítalíuströndum. Ég æfi kraftlyftingar mér til heilsu- bótar og ánægju þrisvar í viku hjá þjálfara og fer einstaka sinnum í veiði. Ég elska útilegur, finnst svo sjarmerandi að liggja í pínulitlu tjaldi og sofa úti. Eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert er að ganga Laugaveginn frá Land- mannalaugum í Þórsmörk með allt á bakinu. Ég ferðast einnig töluvert til útlanda og þá aðal- lega til að heimsækja son minn sem býr í Oxford í Bretlandi eða heimsækja skiptinemafjölskyldu mína í Austurríki sem ég er enn í mjög góðum samskiptum við eftir 35 ár. Ég kann líka vel að vera og njóta þar sem ég er í það skiptið. Hverjar eru helstu áskoran- ir UMSS um þessar mundir? Þetta er endalaus varnarbarátta og lítil tækifæri til að sækja fram. Ungmennasamband Skagafjarð- ar er lítið íþróttahérað með tak- markaða fjármuni en stendur frammi fyrir svipuðum verkefnum og önnur héruð. Við erum með starfsmann í hálfu starfi, sem dug- ar til að halda áfram, en værum til í meiri kraft því mörg eru tæki- færin. Hvernig sérðu UMFÍ þróast á næstu tíu árum? Við erum að koma að sumu leyti aftur til baka til þess tíma þegar UMFÍ varð til. Þá var verið að setja á stofn hreyfingu fyrir alla, unga sem aldna. Einhvers staðar á leið- inni varð áherslan fyrst og fremst á afrekskeppni. Við erum nú að leggja meiri áherslu á heilbrigði almennings og almenna þátttöku í starfi hreyfingarinnar. Mjög mikil- vægt er að halda í sjálfboðaliða- starfið og gera einstaklingum kleift að leggja sitt af mörkum til betra samfélags. Íþróttahreyfing- in er frábær vettvangur til að sjá árangur sjálfboðastarfs. Hvað fá sambandsaðilar aðallega frá UMFÍ sem gagn- ast iðkendum aðildarfélag- anna? Fyrir utan fjármagn er það um- gjörðin, skipulagið og þekkingin á rekstri íþróttafélags. Oft er UMFÍ ósýnilegt þegar vel gengur en nauðsynlegur öryggisventill ef eitthvað fer úrskeiðis. UMFÍ er aðili sem leiðbeinir og aðstoðar þau sem halda utan um starfið og stuðlar þannig að faglegri vinnu fyrir iðkendur aðildarfélaga.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.