Skinfaxi - 01.04.2023, Blaðsíða 8
8 S K I N FA X I
„Undirbúningur gengur mjög vel, við erum komin vel af stað, erum
búin að setja saman nefnd, heyra í styrktaraðilum og margt fleira,“
segir Petra Ruth, formaður Þróttar Vogum, um Landsmót UMFÍ 50+
sem verður haldið í Vogum á Vatnsleysuströnd í samstarfi við Ung-
mennafélagið Þrótt og Sveitarfélagið Voga dagana 7.–9. júní 2024.
Dagskrá mótsins liggur fyrir í byrjun janúar svo að hægt verði að
skipuleggja starf sjálfboðaliða í Vogum. „Okkur gengur vel að safna
sjálfboðaliðum, við vorum með fund í nóvember með öllum félaga-
samtökum á svæðinu til að kalla til sjálfboðaliða og var einróma tekið
vel í það. Nú erum við búin að auglýsa vel innan Voga að mótið sé á
dagskrá og það stefni í stórt ár svo að allir séu í stakk búnir og vinna
saman að góðu móti,“ segir Petra og bætir við að fólk á svæðinu sé
spennt fyrir mótinu.
„Okkur langar að skapa góða bæjarstemningu fyrir alla, bæði þátt-
takendur og aðra sem verða á svæðinu. Við erum að skipuleggja
popup-viðburði, heimatónleika og opin hús, ætlum að hafa matar-
vagna á svæðinu og margt fleira. Nokkrir bæjarbúar hafa rifjað upp
keppni í pönnukökubakstri og því er aldrei að vita nema greinin verði
á dagskrá,“ segir Petra Ruth.
Landsmót UMFÍ 50+ er viðburður sem gengur ekki einungis út á
keppni og íþróttir, heldur skapast þar vettvangur fyrir fólk til að hittast
og spjalla og njóta samverunnar. Þátttaka á mótinu sjálfu er opin fyrir
alla sem verða 50 ára á árinu 2024 og eldri. Þátttakendur þurfa ekki
að vera skráðir í íþróttafélag, allir geta tekið þátt.
Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus fjölskylduhátíð þar sem
börn og ungmenni á aldrinum 11–18 ára reyna fyrir sér í hinum ýmsu
íþróttagreinum. Samhliða keppnisgreinunum er boðið upp á mikla
afþreyingu og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Ekki er skilyrði að vera
skráð/ur í ungmenna- eða íþróttafélag, allir geta tekið þátt. Það sem
færri vita er að í miðaverðinu er innifalið tjaldsvæði fyrir alla fjölskyldu-
na og öll afþreying, líka tónleikar öll kvöldin.
Spenntar
fyrir nýju ári
Landsmót UMFÍ 50+ fer fram í fyrsta sinn
undir merkjum Þróttar Vogum í júní 2024.
Mikil spenna er þar fyrir mótinu og gengur
undirbúningur vel. Unglingalandsmót UMFÍ
fer fram í Borgarnesi um verslunarmannahelgina.
Þar eru reynsluboltar við stjórnvölinn, enda þriðja
skiptið sem mótið verður haldið í Borgarbyggð.
Petra Ruth Rúnarsdóttir, formaður
Umf. Þróttar Vogum.
Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir,
framkvæmdastjóri UMSB.
„Eftir góðan fund með sambandsstjóra UMSB og Ómari Braga Stefáns-
syni, framkvæmdastjóra móta UMFÍ, nú fyrir stuttu sáum við að málin
standa bara mjög vel,“ segir Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir, fram-
kvæmdastjóri UMSB. 25. Unglingalandsmót UMFÍ fer fram í Borgar-
nesi um verslunarmannahelgina á nýju ári.
Búið er að manna framkvæmdastjórn og mikill hugur er í fólki á
svæðinu. „Við erum með ótrúlega reynslubolta þegar kemur að móta-
haldi á sambandssvæðinu öllu og öfluga sjálfboðaliða, þar er að finna
mikla reynslu og þekkingu,“ segir Bjarney.
Hún bætir svo við að bæði hafi fólk haft samband við sig til að sýna
komandi móti áhuga sem og koma með sínar hugmyndir að fram-
kvæmd og fleiru tengdu mótinu byggt á sinni þekkingu og reynslu.
„Ég kann ótrúlega vel að meta og þykir vænt um frumkvæði fólks að
láta vita af sínum hugmyndum. Það er svo gott að læra af þeim sem
hafa gengið veginn á undan manni. UMSB er öflugt þegar kemur að
landsmótum og það er dásamlegt að leyfa yngri kynslóðinni að njóta
reynslu þeirra sem eldri eru,“ segir Bjarney.
Samfélagið orðið spennt
Margir leggja hugmyndir í púkkið