Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2023, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.04.2023, Blaðsíða 37
 S K I N FA X I 37 Má henda þessu? Í byrjun árs 2022 var sagt frá því þegar Erla Þórey Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Ung- mennasambands Vestur-Skaftafellssýslu (USVS), sat í kringum flutninga uppi með nokkra kassa af gömlum rykföllnum bikurum frá ýmsum tímabilum í íþróttasögu Skaftfell- inga. Enginn vissi hvað átti að gera við bikar- ana en enginn vildi heldur bera ábyrgð á því að henda þeim. Sumir þessara bikara voru frá um 1970, frá alls konar viðburðum, afhentir á stigamótum, héraðsmótum og við ýmis tækifæri. Erla ætl- aði að henda þeim en var snarlega bent á að það tíðkaðist ekki, bikarar hefðu afar mikið tilfinningalegt gildi fyrir ýmsa félagsmenn. Ekki væri vel séð að sjá slíkt í ruslinu. „Við höfum afhent bikara við allt of mörg tilefni. En ég held að þessi hugsun sé að hætta, enda orðið léttvægt að fá bikar fyrir skammvinna viðburði og stutt mót. Við verð- um líka að gera það, því hætt er við að við sitjum uppi með gamla bikara sem taka pláss, safna ryki og enginn veit hvað á að gera við,“ sagði Erla. Gefðu bikarnum nýtt líf Veistu ekki hvað á að gera við bikarana í kössunum í bílskúrnum? Þá er um að gera að senda póst á netfangið studiofletta@studiofletta.is. Einnig er hægt að kíkja á vörur Fléttu í Hönnunarsafni Íslands. Við mælum með að koma verðlaunabikurum áfram í góðan farveg ef þeir eru að safna ryki hjá félaginu ykkar eða með gömlum bókum í geymslunni heima. Vöruhönnuðirnir Hrefna Sigurðardóttir og Birta Rós Brynjólfsdóttir.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.