Skinfaxi - 01.04.2023, Blaðsíða 10
10 S K I N FA X I
G
rindvíkingar stóðu frammi fyrir
nýjum og óþekktum veruleika
þegar þeir þurftu að yfirgefa
heimili sín af völdum gífurlegra
jarðhræringa og yfirvofandi
eldgoss 10. nóvember síðastliðinn. Þetta er
einstakur viðburður sem Íslendingar hafa ekki
upplifað frá því að gaus í Vestmannaeyjum
fyrir 50 árum. Þetta hafði gríðarleg áhrif á alla
iðkendur Ungmennafélags Grindavíkur og fór
íþrótta- og útivistarsvæði Grindvíkinga ekki
varhluta af jarðhræringunum.
Stór sprunga myndaðist við golfvöllinn í
Grindavík, önnur sprunga kom í ljós rétt við
knattspyrnuvöllinn, stórar holur eru á æfinga-
svæði fótboltans og óljóst enn sem komið er
hvort alvarlegar skemmdir hafa orðið á íþrótta-
mannvirkjum í bænum. Enn er verið að meta
skemmdir og er það umfangsmikið verk. Ef í
ljós koma frekari skemmdir er ljóst að tölu-
verð vinna er fram undan.
Þegar bærinn var rýmdur þurftu rúmlega
4.000 Grindvíkingar að finna sér húsaskjól,
þar af 5–600 grunnskólabörn. Flestir bæjar-
búar töldu í fyrstu flutning úr bænum tíma-
bundna ráðstöfun. Rúmum mánuði síðar höfðu
Grindvíkingar ekki enn fengið að snúa aftur
heim nema að degi til á milli klukkan 7 á
morgnana og 17 á daginn.
Iðkendur félagsins á öllum aldri og fjöl-
skyldur þeirra hafa tvístrast í leit að húsaskjóli.
Flestir fengu inni á suðvesturhorninu en sumir
fóru annað. Nokkur félög á Reykjanesi og á
höfuðborgarsvæðinu buðu fram aðstoð sína
við að hýsa æfingar og leiki aðildarfélaga
Ungmennafélags Grindavíkur fyrstu dagana.
Íþróttafélög brugðust
skjótt við
Klara Bjarnadóttir, formaður Ungmennafélags
Grindavíkur, segir eftirtektarvert hversu hratt
og vel íþróttafélög hafi brugðist við og leitað
allra leiða til að styðja við Grindvíkinga.
„Það var alveg ótrúlegt hvað allir voru til-
búnir að aðstoða okkur. Algjörlega ómetan-
legt. Hjálpin barst strax daginn eftir að við
urðum að fara að heiman. Þá strax byrjaði
síminn að hringja og forsvarsfólk félaga að
bjóða fram aðstoð sína. Fyrsta símtalið var
reyndar frá UMFÍ. Allir þar voru boðnir og
búnir að leggja hönd á plóg. Eftir það fór
síminn að hringja stanslaust, fólk frá íþrótta-
félögum og fjölmiðlum,“ segir Klara og bætir
Ekkert stoppar Grindvíkinga
Grindvíkingar á körfuboltaleik í Smáranum í Kópavogi.
Miklar jarðhræringar urðu til þess að Grindvíkingar urðu að yfirgefa
heimili sín í nóvember. Íþróttahreyfingin sneri bökum saman og lögð-
ust allir á eitt til að hjálpa bæjarbúum. Klara Bjarnadóttir er formaður
Ungmennafélags Grindavíkur. Hún hefur eins og nágrannar sínir
staðið í ströngu síðan hörmungarnar dundu yfir.