Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2023, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.04.2023, Blaðsíða 11
 S K I N FA X I 11 við að álagið hafi verið slíkt að hún hafi orðið ekki gert greinarmun á því hver hafi verið að hringja. „Mér var stundum hrósað fyrir fínt útvarps- viðtal. Ég varð hins vegar hvumsa, enda hafði ég ekki haft hugmynd um að ég væri í viðtali. Ég hafði líka um margt annað að hugsa og var lítið að hlusta á útvarpið,“ segir hún. Klara segir þau einstaklega þakklát íþrótta- félögum sem voru iðin við að finna lausnir og hliðra til í starfi sínu til að hjálpa Grindvíking- um. Skólastjórnendur opnuðu líka dyr skól- anna og grunnskólanemendur fengu inni í ýmsum skólum með þeim nemendum sem fyrir voru. Íþróttafélög af öllu landinu buðu börnum og unglingum að mæta á æfingar án endur- gjalds. Iðkendur á öllum aldri gátu mætt á æfingar hjá þeim félögum sem þeir voru staddir nálægt og hjá hverfafélögum á höfuð- borgarsvæðinu. Suma daga hittast iðkendur á einum stað og æfa fyrir keppni. Ekkert stoppar Grindvíkinga Stjórn UMFG. Frá vinstri eru hér Kjartan Fr. Adolfsson, Klara Bjarnadóttir formaður, Gunnlaugur Hreinsson, Ásgerður Hulda Karlsdóttir og Bjarni Már Svavarsson, sem var formaður á undan Klöru. „Þjálfararnir vita að iðkendurnir komast ekki alltaf á æfingar en þá er gott að geta farið á æfingu með hverfisliðinu. Mikilvægast er að þau haldi áfram að æfa,“ heldur Klara áfram. Hún rifjar upp að íbúar Grindavíkur hafi þurft að yfirgefa heimili sín með það litla sem þau gátu borið. „Það hugsaði enginn út í það að taka með íþróttafötin. Við vorum öll á leiðinni heim daginn eftir.“ Margir hafi skilið eftir treyjur, buxur, skó og fleira sem þarf til að stunda íþróttir. Íþróttafélög hafi meðal annars verið hvött til að gefa íþróttafatnað. En til þess kom þó ekki. „Sonur minn tók hvorki með sér takkaskó né körfuboltaskó. En hann var alls ekki sá eini sem var íþróttafatalaus því fólk var strax farið að spyrjast fyrir um íþróttaföt og treyjur. Fljótle- ga fengum við að skjótast heim í fyrsta sinn í nokkrar mínútur og þá náðum við í það sem vantaði fyrir hann og okkur,“ segir Klara og því þurfti aldrei að safna íþróttafötum. Skutlaði frá Þingvöllum Klara var í sömu stöðu og allir aðrir. „Við fjöl- skyldan fórum í sumarhús á Þingvöllum. En við þurftum að aka á hverjum degi með fjórtán ára son okkar í hittinga með vinunum og svo seinna í Laugalækjarskóla í Reykjavík. Síðan tók skutlið við. Hann er í þriðja flokki í fótbolta og æfir nokkrum sinnum í viku með vinum sínum á Álftanesi og svo bættist við æfing á ÍR-svæðinu. Hann æfir einnig körfubolta í 9. flokki. Æfingar eru hjá Leikni í Breiðholti. Það er því mikið um skutl.“ En Klara bendir á að krakkarnir frá Grindavík dreifist víða, bæði hjá íþróttafélögum og í fjóra skóla í Reykjavík. Klara segir að þau hjónin geti skutlast með soninn á milli staða og hann sótt allar æfingar en það geti alls ekki allir. „Við erum bara með einn ungling sem þarf að skutlast með en sumir hafa 2–3 börn og þá er það orðið mun erfiðara og þá þarf að fara að velja hvaða æfingar á að taka hvern dag. Skutlið hjá okkur er bara lúxus miðað við hjá mörgum öðrum.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.