Skinfaxi - 01.04.2023, Blaðsíða 24
24 S K I N FA X I
Ný stjórn UMFÍ 2023–2025
Hvað er fram undan?
Hver eru að þínu mati mikil-
vægustu verkefni UMFÍ
næstu misseri?
Eitt mikilvægasta verkefni okkar
núna er að vinna úr niðurstöðu
sambandsþingsins þar sem sam-
þykkt var að breyta reglum um
lottó og lottóúthlutanir samhliða
stofnun svæðaskrifstofa íþrótta-
héraða. Sú vinna er í samvinnu
við Mennta- og barnamálaráðu-
neytið og ÍSÍ og á m.a. að tryggja
aukið fjármagn ríkisvaldsins til
starfseminnar. Í mínum huga er
þessi ákvörðun hreyfingarinnar
ein sú stærsta sem tekin hefur
verið á okkar vettvangi á síðari
tímum og getur skapað fjölmörg
tækifæri. Því skiptir gríðarlega
miklu máli að vel takist til við að
ná utan um verkefnið og innleið-
ingu þess. Á sama tíma verðum
við einnig að passa að missa ekki
sjónar á okkar daglegu störfum
og halda áfram að taka á móti
ungmennum í Skólabúðunum að
Reykjum og skipuleggja lands-
mótin okkar, auk þeirra fjölmörgu
verkefna sem UMFÍ stendur fyrir,
á borð við Ungt fólk og lýðræði
og útgáfu Skinfaxa.
Hvernig sérðu hreyfinguna
þróast á næstu árum?
Ég finn ákveðinn meðbyr með
ungmennafélagshreyfingunni og
þeim gildum sem hún stendur
fyrir. Með aukinni samvinnu og
betra skipulagi tel ég okkur betur
í stakk búin að virkja kraftinn sem
býr í hreyfingunni. Ef við beinum
þeim krafti í réttar áttir mun hann
hjálpa okkur við að takast á við
áskoranir og gera okkur kleift að
nýta þau tækifæri sem okkur bjóð-
ast. Þannig getum við stuðlað að
því að allir geti tekið þátt í starfinu
á sínum forsendum með gleði og
gaman að leiðarljósi.
Hvernig er aðkoma þín að
UMFÍ? Gegnum íþróttaiðkun
eða eftir öðrum leiðum?
Sem barn og unglingur tók ég þátt
í fjölmörgum íþróttagreinum þó
að knattspyrna, handknattleikur
og körfubolti hafi fengið mesta
tímann. Ég æfði með Fylki í
Árbænum, ÍA á Akranesi og að
lokum Stjörnunni í Garðabæ. í
Garðabænum jókst áhuginn á
félagsstarfinu og var ég í meistara-
flokksráðum karla og kvenna í
handknattleik auk þess sem ég
var í meistaraflokksráði karla í
knattspyrnu. Þá tók ég að mér
ýmis hlutverk, s.s. dómgæslu,
tímavörslu og liðsstjórn. Sam-
hliða dróst ég inn í aðalstjórn
Stjörnunnar og endaði þar sem
formaður félagsins. Eftir að ég
dró mig í hlé eftir aldarfjórðungs
gefandi starf í Garðabænum leið
ekki á löngu þar til félagsþörfin
gerði vart við sig og ég gaf kost á
mér í stjórn UMFÍ.
Ný stjórn UMFÍ var kjörin á sambandsþingi UMFÍ á Geysi.
Rakel Másdóttir og Ásgeir Sveinsson komu ný inn í varastjórn
í stað þeirra Gissurar Jónssonar og Lárusar B. Lárussonar
sem gáfu ekki kost á sér áfram. Að þeim undanskildum er
stjórnin óbreytt. Jóhann Steinar Ingimundarson var sjálf-
kjörinn formaður næstu tvö árin.
Í aðalstjórn eru eftirfarandi: Jóhann Steinar Ingimundarson
formaður, Gunnar Þór Gestsson varaformaður, Málfríður
Sigurhansdóttir, Gunnar Gunnarsson, Ragnheiður Högna-
dóttir, Guðmundur G. Sigurbergsson gjaldkeri og Sigurður
Óskar Jónsson ritari. Í varastjórn eru Guðmunda Ólafsdóttir,
Rakel Másdóttir, Ásgeir Sveinsson og Hallbera Eiríksdóttir
Rakel situr í varastjórn UMSK og er jafnframt deildarstjóri
hjá Gerplu. Ásgeir er sauðfjárbóndi og framkvæmdastjóri
HHF á Vestfjörðum.
Á myndina hér að ofan vantar Hallberu Eiríksdóttur.
Jóhann Steinar ásamt dóttur sinni Hönnu Magneu.
Jóhann Steinar Ingimundarson
Fæddur í Reykjavík 1974 en býr í Garðabæ í nágrenni við foreldra og
tengdaforeldra.