Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1988, Blaðsíða 10

Læknaneminn - 01.04.1988, Blaðsíða 10
hafa yfirborðsantigenið CD 4 á yfirborði sínu. Talið er mjög sennilegt að CD 4 sé viðtaki fyriri hluta af class II MHC anti- genum(Major histocompatibility complex)(43). Nánast er talið sannað að CD 4 sameindin sé einnig viðtaki gpl20 (1). Þegar gpl20 hefur tengst CD 4 kemst erfðaefni veirunnar inn í frumuna. Ekki er vitað með hvaða hætti það gerist, en tvær tilgátur hafa verið settar fram um það efni. Annars vegar að veiran komist inn vegna endocytosis frumunnar og hins vegar vegna samruna veiruhjúps og frumu- himnu (þ.e. fusio). Þegar inn er komið hefur veiran umritun á RNA yfir í DNA. Síðan er hluti þess DNA er veiran myndar innlimaður í erfðaefni hýsilfrumunnar. Fjölgun á HIV á sér síðan stað er hýsilfruman virkjast. Ýmiss konar áreiti getur virkjað hjálpar- frumurnar in vivo, þ.á.m. veirusýkingar. Mjög er umdeilt hversu langur laumutími (latent period) veirunnarer. Sumirfræðimenn eru þeirrar skoðunar að meðaltími frá sýkingu til upphafs klínískra einkenna sé 5 ár (51). Aðrir eru svartsýnni og segja tímann mun lengri eða 15 ár (49). Er veirufjölgunin hefst drepast þær hjálparfrumur sem gegnt hafa hlutverki hýsilfruma. Ekki er vitað hvemig drápi á hjálparfrumunum er miðlað. Hafa verið settar fram margar athyglisverðar kenningar til skýringar á því. Líklegt er talið að glýkóprótein veirunnar séu a.m.k. að hluta ábyrg fyrir dauða lymphocytanna, sennilega með því að eiga þátt í frumusamruna (syncytiamyndun). Þó er talið er að CD 4 sé forsenda þess að drápið eigi sérstað,þar eð frumur ánCD4taka ekki þátt í frumusamruna, jafnvei þótt þær innihaldi env genið er skráir fyrir gp 120 og gp41(1). Svo virðist sem aðeins lítill hluti T hjálparfrumanna sé sýktur. Framleiðsla á HIV fer fram í litlum hluta þeirra á hverjum tíma, 1/ 10.000 (11), en sýktar frumur jafnt sem heilbrigðar taka þátt í syncytiamyndun. Sennileg skýring er sú að sýktu frumumar tjái glykóprótein veirunnar (gp 120) á yfirborði sínu er tengist CD 4 sameindum á yfirborði heilbrigðra fruma og gp41 sameindin miðli síðan samrunanum.(l). Málið er trúlega ekki svona einfalt, því að HIV getur einnig drepið frumur sem ekki taka þátt í frumusamruna. Hugsanlega á ónæmiskerfið einhvern þátt í drápi T hjálparfrumanna, e.t.v. með mótefnaháðu frumumiðluðu frumudrápi (ADCC, antibody- dependent cellular cytotoxicity), t.d. ef viðkomandi frumur eru þaktar viral glykópróteinum, hvort sem þær eru sýktar eða ekki. Allsherjarfækkun á blóð- frumum(pancytopenia) kemur ekki ósjaldan fyrir í alnæmis- sjúklingum og er skýringin á henni e.t.v.svipaðseðlis. Ahrif stökkbreytinga á env geni veirunnar hafa verið rannsökuð, en það skráir fyrir gp 120 og gp 41. Hefur komið í ljós að smithæfni veirunnar hefur minnkað mjög við stökkbreytingu á gp 120 (og þar með tenging við CD 4 - skipti á einni amínósýru í viðkvæmasta hluta sameindarinnar kemur nær alfarið í veg fyrir tengingu við CD 4)(2). Öðrum stökkbreytingum á gp 120 hefur einnig verið lýst. Sem dæmi má nefna tvær stökkbreytingar, aðra þar sem myndun efnisins úr stærra forstigsefni var hindruð og hina þar sem afbrigði af gp 120 var myndað er hafði stórlega minnkaða sækni í viðtakann CD 4. Einnig hafa stökkbreytt afbrigði af gp 41 verið rannsökuð. I ljós hefur komið að með því að festa 4 amínósýrur á amínóenda sameindarinnar má koma í veg fyrir að frumusamruni eigi sér stað, og bendir það til að þessi sameind eigi þátt í syncytiamyndun er veiran framkallar (2). Þessar tilraunir auka skilning okkar á þeim lykilskrefum í fjölgun veirunnar er gætu orðið verkunarstaður lyfja eða bóluefna framtíðarinnar. Enda þótt rekja megi meginhluta sjúkdómsmyndar alnæmissjúklinga til skorts á T hjálparfrumum er vitað að HIV sýkir fleiri frumur. Þar má nefna macrophaga og ýmsar afleiddar frumur þeirra (t.d. Langer- hansfrumur húðar, angalanga macrophaga í eitlum og alveolar macrophaga), NK frumur, sumar B frumur og ákveðnar frumur í miðtaugakerfinu (glial frumur, bæði astrocyta og oligodendro- gliafrumur og e.t.v. neuronur) (7). Helstu þættir ónæmis- brenglunar í alnæmissjúklingum eru tíundaðir í töflu 1. Ljóst er að ónæmisbrenglun í alnæmissjúklingum er ekki aðeins að rekja til fækkunar á T hjálparfrumum, heldur og röskunar á starfsemi þeirra fruma sem eru til staðar, þótt fjöldinn sé innan eðlilegra marka. Margar kenningar hafa veruð settar fram til að skýra þetta fyrirbæri s.s. að um sértækt tap á ákveðnum 8 LÆKNANEMINN 1/1988-41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.