Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1988, Qupperneq 12

Læknaneminn - 01.04.1988, Qupperneq 12
veigamikill þáttur í tæringu tengdri alnæmi(slim disease, AIDS cachexia)(13). Klínísk einkenni HIV smitunnar Skilgreining á alnæmi (AIDS)(CDC, Bandaríkjunum) er: Áreiðanleg greining sjúkdóms, sem bent getur til undirliggjandi ónæmisbælingar, í einstaklingi sem sýktur er með HIV og ekki hefur neina aðra þekkta orsðk á ónæmisbælingu sinni(8). Þeir sjúkdómar sem taldir eru geta bent til undirliggjandi ónæmisbælingar eru m.a.: 1. ) Protozoal: Pneumocystis carinii lungnabólga, toxoplasma sýking í lungum eða miðtaugakerfi. Alvarlegar og langvarandi sýkingar í þörmum vegna Crypto- sporidium sp. og Isospora belli (54). 2. )Sveppasýkingar: Candid- iasis í vélinda, berkjum eða lungum. Cryptococcasýkingar ýmist útbreiddar eða staðbundnar í lungum eða miðtaugakerfi. Histoplasmosis. Aspergillosis, ýmist útbreiddar eða í miðtaugakerfi. 3. ) Bakteríusýkingar: Sýkingar með atypiskum Mycobacteriae, s.s. M. avium-intracellulare. 4. ) Veirusýkingar: Sýkingar með Cytomegalovirus (CMV), einkum í lungum, meltingarvegi eða miðtaugakerfi. Alvarlegar Herpes Simplex (HSV) sýkingar í meira en einn mánuð (slímhimnur, lungu, meltingarvegur). PML (Progressive Multifocal Leuko- encephalopathy). 5. ) Illkynja sjúkdómar: Kaposis sarcoma. Primer cerebral lymphom. Non Hodgkins lymphoma (B-frumu; oft diffuse histiocytic). 6.) Annað:Krónískur lymphoid interstitial pneumonitis í börnum undir 13 ára aldri (8). Sjúklingar með þessa sjúkdóma teljast skv. skilgreiningu ekki vera með alnæmi ef ekki er hægt að sýna fram á sýkingu með HIV-1 eða HIV-2 með einhverju móti. í upphafi var alnæmi að mestu bundið við homma, eiturlyfjaneytendur er sprautuðu sig með óhreinum nálum, blæðara og blóðþega er fengu sýkt blóð. Nú hefur tíðni alnæmis aukist verulega meðal gagnkynhneigðra og er álitið að eiturlyfjaneytendur eigi einna mestan þátt í að bera sjúkdóminn til þess hóps. Mjög er umdeilt hversu margir þeirra er sýkjast fái klínísk einkenni alnæmis. Þar sem sjúkdómurinn hefur aðeins verið þekktur í rúmlega 7 ár er erfitt að spá nokkru um það. Kenningar hafa verið settar fram um að 30% sýktra fái alnæmi (51). Aðrar kenningar um að allt frá 2-10% HIV sýktra einstaklinga fái alnæmi á ári hverju hafa einnig verið settar fram (49). Þvíer ljóstað fræði þessi eru enn mjög svo þoku hulin. . Starfstruflanir í tauga- kerfi Truflanir á starfsemi taugakerfis eru algengar í alnæmi. Um 60% alnæmissjúklinga eru með einkenni frá taugakerfi og sýna má fram á meinsemdir þar af ýmsu tagi post mortem í 80-90% tilfella(l). Ýmislegt bendir til þess að veiran sjálf sé orsök fyrir þein skemmdum er oft sjást í taugakerf alnæmissjúklinga. Margt styður þá kenningu að HIV komist inn í miðtaugakerfið fljótlega eftir að smit á sér stað. Til að mynda hefur tekist að sýna fram á mótefni gegn veirunni í heila- og mænuvökva einkennalausra sjúklinga. Þá hefur einnig tekist að einangra veiruna úr heila- og mænuvökva sjúklinga með eitlastækkanir en en engar klínískt greinanlegar tauga- truflanir(14). Rannsóknir benda til að sjúklingar með alnæmi (þ.e. AIDS) sem ekki eru vitsmunaskertir eða með aðrar klínískt greinanlegar tauga- truflanir séu samt sem áður oft með heilaskemmdir sem koma fram við aðrar rannsóknir s.s. segulómun (MRI, magnetic resonance imaging)(15). Segulómun er næmari en tölvusneiðmyndun (CT) við rannsóknir á miðtaugakerfi. Til að mynda greinast stundum lesionir í subst. alba með þeirri tækni sem ekki sjást með CT. Hægvaxandi heila- bólga(subacute encephalitis) er algengasta ástæðan fyrir taugatruflunum í sjúklingum með alnæmi. Einkenni eru f.o.f. vaxandi vitsmunaskerðing ásamt breytingum á hegðun og hreyfigetu (14). í yfir 80% tilfella versnar sjúklingunum fremur hratt og skerðast mjög andlega innan eins árs frá upphafi einkenna frá miðtaugakerfi. Þegar svo er komið er meðallíftími tæplega tveir mánuðir. Heilahimnubólga(asep- tískur meningitis) er næst- algengasti sjúkdómur í mið- taugakerfi alnæmissjúklinga. Hún greinist í 5 - 10% tilfella. Heilahimnubólga kemur oft fram 10 LÆKNANEMINN 1/1988-41. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.