Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1988, Blaðsíða 14

Læknaneminn - 01.04.1988, Blaðsíða 14
hjálparfrumur í hvíld in vitro. Hins vegar virðist sem virkjaðar frumur séu mun næmari fyrir veirunni. Því kunna líkur á HIV sýkingu af fara aðeinhverjuleyti eftirhvortmenn hafi orðið fyrir einhverjum öðrum sýkingum (eða áreiti er örvar T hjálparfrumur með öðrum hætti). I öðru lagi kemur Kaposis sarcoma(KS) ekki jafnoft fyrir í hinum ýmsu áhættuhópum. Tíðni þess er hlutfallslega mun hærri meðal homma en t.d. eitur- lyfjaneytenda. Þessi staðreynd bendir til þess að a.m.k. einn annar þáttur, annar en HIV sýkingin skipti máli fyrir myndun Kaposis sarcoma (31). Ekki er ósennilegt að fjölmargir þættir hafi áhrif á sjúkdómsmynd alnæmissjúklinga, rétt eins og annarra sjúklinga. þar má nefna erfðaþætti (i.e. genetíska predispositio), umhverfisþætti (d. lyfjanotkun, útsetningu fyrir efnum), næringarástand og síðast en ekki síst sýkingar. Þar hafa bæði bakteríur, veirur og parasitar komið til álita. Verður tæpt á þeim helstu hér á eftir. Sárasótt(syphilis) kemur fyrir í mismunandi tíðni eftir því hvort menn eru gagn- eða samkynhneigðir. Einnig hefur verið sýnt fram að að þeir hommar er fengu alnæmi höfðu oftar fengið sárasótt(68%) en einstaklingar í viðmiðunarhópum meðal homma (36%). Menn töldu því hugsanlegt að sýking með T.pallidum gæti hugsanlega átt þátt í meingerð alnæmis. Þó var bent á að þessar tölur kynnu að vera afleiðing þess að þeir hommar er fengu alnæmi voru að jafnaði fjöllyndari en aðrir. Því væri ekki orsakasamband milli sárasóttar og myndunar alnæmis, enda þótt tölfræðileg tengsl væru til staðar. í dag er seinni skýringin talin líklegri. Veirusýkingar. Vitað er að til örvunar á frumudrepandi eitilfrumum þurfa að koma til boðefni frá T hjálparfrumum, svonefnd lymphokín. Með sýkingu á T hjálparfrumum getur þannig dregið úr frumubundinni ónæmissvörun, sem einkum er beitt gegn sveppum og veirum. Menn hafa velt fyrir sér hvort sýking með CMV kunni að eiga þátt í myndun alnæmis og/eða KS. Nær allir alnæmissjúklingar eru með mótefni gegn CMV og faraldrar af CMV sýkingum komu á undan alnæmi í Bandaríkjunum. Síðast en ekki síst eru markfrumur CMV og HIV að hluta hinar sömu. Þetta, ásamt þeirri vitneskju að HIV sýkir greiðiegar örvaða lymphocyta in vitro hefur vakið grunsemdir um að CMV kunni að eiga einhvem þátt í meingerð sjúkdómsins. Sýnt hefur verið fram á að tíðni KS meðal nýmaþega er mun hærri en búast mætti við, og hefur það verið sett í samband við tíðar CMV sýkingar í nýmaþegunum. Einnig hefurverið sýnt fram á tengsl milli algengis á KS sem fyrsta einkennis alnæmis og sýkingatíðni með CMV. Til dæmis hafa hlutfallslega mun færri eiturlyfjaneytendur merki um CMV-sýkingu en hommar, enda er nýgengi KS meðal eiturlyfja- neytenda mun lægra. Síðast en ekki sístfernýgengi KS lækkandi meðal hommasemsmitaðireruafHIV og helst sú lækkun í hendur við fækkun CMV sýkinga í þeirra röðum(31) Sýkingar með lifrarbólgu- veiru af B stofni (HBV) hafa veriö settar í samband við brenglanir á ónæmissvörun. Sýnt hefur verið fram á að hlutfall T hjálpar-/T bælifruma hefur lækkað í sjúklingum með bráða sýkingu af völdum HBV og einnig í einkennalausum berum. Fjöldi T hjálparfruma er venjulega innan eðlilegra marka, en fjöldi T bælifruma er aukinn. Gildi á IL-2 eru lækkuð og er það í samræmi við það sem áður er sagt. Hugsanlegt er að þessi ónæmisbrenglun geri menn næmari fyrir HIV sýkingu. Á það verður þó að benda, að enda þótt flestir alnæmissjúklingar hafi í blóði sínu mótefni gegn HBV, er ekkert sem bendir til að veiran haldi lengur til í þeim en öðrum sem smitast af henni. Epstein-Barr veiran(EBV) hefureinnig Iegið undirgrun um að eiga þátt í meingerð alnæmis. Vitað er að bráðar sýkingar með EBV valda brenglun á frumubundnu ónæmissvari og stjómun ónæmis- viðbragðariðlasteinnig.Álitiðerað tengsl séu milli vissra sjúkdóma er koma fyrir í alnæmissjúklingum og sýkinga með EBV. Má þar nefna lymphoid interstitial pneumonitis (í börnum) og lymphoma(31). Talið er að samband sé milli EBV og lymphoproliferatífra sjúkdóma í ónæmisbældum einstaklingum. Einnig hefur verið sýnt fram á að EBV umbreyttir(transformeraðir) lymphoblastar eru næmir fyrir HIV smitun in vitro. Áhrif sambýlis þessara veira eru hins vegar ekki þekkt. Nú er ljóst orðið að ýmsir þættir í frumubúskap hýsil- frumunnar sjálfrar geta haft áhrif á fjölgun HIV. Hefðbundin örvun T fruma vegna sýkingar getur örvað HIV fjölgunina eins og áður hefur verið minnst á, en auk þess geta svonefndir trans activating factorar (sem framleiddir eru af ýmsum veirum, þ.á.m. HSV 1 og 2, 12 LÆKNANEMINN 1/1988-41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.