Læknaneminn - 01.04.1988, Blaðsíða 15
VZV og CMV) geta örvað HIV
fjölgunina. Þekking á þessum
þáttum mun e.t.v. auka skilning
manna á því hvers vegna
sjúkdómsgangur HIV smitaðra
einstaklinga er svo mismunandi
sem raun ber vitni (2).
Allmargar rannsóknir hafa
farið fram á fjölgunarhraða veira úr
sjúklingum með mismunandi
klíníska sögu. í alnæmis-
sjúklingum á lokastigi hefur verið
sýnt mun meiri framleiðslu á HIV
(rapid growers and high producers)
en í einkennalausum berum(slow
growers and low producers).
Einnig hefur smithæfni veira verið
rannsökuð. Smithæfni veira sem
einangraðar voru úr macrophögum
miðtaugakerfis var 10.000 sinnum
meiri en veira sem einangraðar
voru úr T frumum (2).
Meðferð við alnæmi
Frá upphafi hefur stór hluti
alnæmisrannsókna beinst að því að
finna viðeigandi meðferð við
sjúkdómnum. Áhrif fjölmargra
efna hafa verið könnuð í þessu tilliti
og verða aðeins þau helstu talin hér.
Fyrst skal telja AZT, eða
azidothymidín (Zidovudine®,
Retrovir®). Mjög umfangsmiklar
rannsóknir hafa farið fram á virkni
þess bæði in vitro og in vivo
(17,18,19). Azidothymidín (3'-
azido-3'-deoxythymidín) er
thymidín analog sem hindrar
fjölgun HIV in vitro. í frumunum
er fosfathópum bætt á sameindina
og hindrar hún þá starfsemi reverse
transcriptasa (sem 5'-trifosfat) og
bindur þannig enda á umritun á
RNA veirunnar yfir í DNA. Þegar
lyfið var fyrst reynt á sjúklingum
bentu niðurstöður til að ónæmiskerfi
þeirra rétti eitthvað úr kútnum, þv(
að fjölgun varð á T hjálparfrumum,
ónæmisviðbrögð urðu kröftugri og
sjúklingarnir bættu við sig þyngd.
Að auki virtist lyfið þolast
sæmilega vel. Því var ráðist í að
kanna enn frekar áhrif þess í
umfangsmikilli tvfblindri rann-
sókn (17). Niðurstöður urðu á þann
veg að marktæk lækkun á dánartíðni
átti sér stað meðal þeirra er tóku
lyfið. Þessi lækkun varð bæði meðal
sjúklinga með alnæmi og ARC
(AIDS-Related-Complex). Að
auki fækkaði fylgisýkingum
(opportunistic infections) í þeim
sjúklingum erlyfiðtóku.Þáfjölgaði
T hjálparfrumum í mörgum
tilfellum og einnig átti sér stað
marktæk aukning á ofnæmis-
viðbrögðum sem rannsökuð voru
með húðprófunum. Ekki er þó víst
að áhrif lyfsins á T frumufjölgun
séu langvarandi.
Enda þótt áhrif AZT séu
um margt jákvæð, er þó ljóst að lyfið
veldur verulegum eitur-
verkunum(18). Þær veigamestu
eru fólgnar í bælandi áhrifum á
beinmerg. Þessar eiturverkanir eru
meiri eftir því sem klínískt ástand
sjúklinganna er verra. Þó er ekki
öruggt að lyfið valdi almennri
mergbælingu, því í sumum
rannsóknum hefur tekist að sýna
fram á thrombocytafjölgun í
kjölfar AZT-gjafar. Ekki er ljóst
hvemig þessum áhrifum lyfsins er
miðlað, en vera má að fjölgunin sé
vegna minnkaðrar eyðingar á
thrombocytum í einkjarna
átfrumukerfinu (MPS, mono-
nuclear phagocyte system) (21).
Til að örva beinmerg til aukinnar
framleiðslu á hvítum blóðkomum
eftir gjöf mergbælandi lyfja hafa
verið reyndir vaxtarþættir fyrir
macrophaga og granulocyta (t.d.
rHuGM-CSF; recombinant
Human Granulocyte-Macrophage
Colony-Stimulating
Factor)(44,45,46). Vaxtarþættir
þessir hafa verið reyndir í
sjúklingum með krabbamein og
eftir beinmergsflutning (44,46) og
gefið góða raun. Ekki er ósennilegt
að rHuGM-CSF eða skyldir þættir
verði notaðir til að rétta af
mergbælingu vegna AZT í
framtíðinni.
Af aukaverkunum AZT
öðrum en mergbælingu má nefna
ógleði, vöðvaverki, höfuðverk og
svefnleysi (lyfið kemst yfir heila-
blóðþröskuld). Hugsanlegt er að
önnur lyf með svipaða byggingu og
AZT hafi minni mergbælandi
áhrif, s.s. DDA (2'-3'-dideoxy-
adenosín) (20).
Áhrif AZT hafa einnig verið
könnuð í HIV smituðum en
einkennalausum einstaklingum. I
þeim virðast eiturverkanir lyfsins
vera minni en meðal alnæmis-eða
ARC sjúklinga( 19). Eitla stækk-
anir ganga að talsverðu leyti leyti til
baka, T hjálparfrumum fjölgar og
styrkur veiruantigena í blóði
lækkar í þessum einkenna-lausu
einstaklingum(19).
Tilraunir manna til að finna
nothæf veirulyf eru ekki bundin við
HIV. Púrínafleiðan Ganciclovir
(DHPG) hefur verið reynd gegn
svæsnum CMV sýkingum í
alnæmissjúklingum (CMV
retinitis ofl.) og gefið þokkalega
raun (34,32). Lyfið er efna-
fræðilega skylt acyclovir, sem þó
hefur lítil sem engin áhrif á CMV.
Hugsanlega er eitthvert gagn af
fosfonoformati (Foscamet) gegn
CMV, það var áður notað gegn
herpes, en hefur nú vikið fyrir betri
Iyfjum(32).
LÆKNANEMINN 1/1988-41. árg.
13