Læknaneminn - 01.04.1988, Side 18

Læknaneminn - 01.04.1988, Side 18
Þar sem ein algengasta dánarorsök alnæmissjúklinga er lungnabólga vegna pneumcystis carinii hefur verð reynt að meðhöndla þá sjúklinga fyrirbyggjandi með trimethoprim og sulfametoxazóli. Niðurstöður benda til að fækka megi dauðsföllum af pneumocystis lungnabólgu með þessu móti, enda þótt aðrir fylgisýklar taki sig upp fyrreðasíðar(36). Unnt er að hindra að HIV sýki frumur in vitro með því að gefa leysanlegt CD 4 (recombinant soluble CD 4)(39). Sameindin binst glykópróteinum á yfirborði veirunnar og minnkar þannig smithæfni hennar (41,42). Einnig hefur verið sýntfram á að leysanlegt CD 4 kemur í veg fyrir frumusamruna, (eins og einstofna mótefni gegn CD 4), með því að tengjast gp 120 á yfirborði sýktra fruma. Gallinn við einstofna mótefni gegn CD 4 er að þau hindra tengingu T hjálparfruma við class IlantigenAPC enþess verðurekki vart eftir gjöf CD 4 (40). Enn á eftir að rannsaka hve stór hluti CD 4 sameindarinnar er nauðsynlegur til að hindra smithæfni HIV. Fram að þessu hefur nær öll sameindin verið notuð í tilraunum, en líklegt er talið að hluti hennar nægi e.t.v. til að hindra smit (42). Talið er að leysanlegt CD 4 hindri smit með öllum HIV-1 og HIV-2 stofnum. Er það í samræmi við þá kenningu að allir stofnar veirunnar greini samasvæði (domain) á CD 4 (38). Ein hugsanlegra leiða til að hindra sýkingu með HIV er að framleiða mótefni er blokkera sértækt CD 4 sameindina, en eins og áður segir er nú almennt álitið að hún sé viðtaki fyrir gp 120 og að tenging verði að eiga sér stað milli þeirra til að veiran geti ráðist til inngöngu. Með því að næma mýs fyrir CD 4 er unnt að innleiða mótefnaframleiðslu gegn þeirri sameind. Hefur mótefni þetta verið nefnt anti-Leu3a, og hindrar það tengingu HIV við CD 4 in vitro. Með því að dæla anti-Leu3a í mýs fæst fjölstofna anti-idiotypu mótefnasvar gegn þeirri sameind og líkjast þær sameindir því epitopi CD4! Hugsanlegteraðgjöf á mótefnum gegn CD 4 (og vakning á anti-idiotypu mótefnasvari gegn þeim mót- efnum) geti gegnt hlutverki eins konar bólusetningar í framtíðinni(22). Ekki er komin klím'sk reynsla af þessari leið. Önnur leið til að hindra veirufjölgun er að gefa svokallaðan "anti-sense" DNA-búta, ertengjast sérhæft við ákveðna genahluta veirunnar. Fræðilega ættu þessir DN A-bútar að geta komið í veg fyrir umritun og/eða hindrað tengingu stjómpróteina við erfðaefnið. Hafa menn m.a. hugsað sér að koma mætti í veg fyrir veirufjölgun m.þ.a. bæla á þennan hátt tat og tra/art. M.a.s. hefur verið rætt um að búa til "anti-sense" veiru, retróveiru er framleiddi mRNA er tengdist við mRNA HIV!(52). Imuthiol (Natrium-diethyl- dithiocarbamate)(25) eða forstigs- efni þess(26) hefur verið reynt í allumfangsmikilli tvíblindri rannsókn á alnæmissjúklingum í Frakklandi. Klínískur bati varð í tæplega helmingi sjúklinga er lyfið fengu, en ástand rúmlega helmings þeirra stóð í stað. Einnig varð vart við fjölgun á T hjálparfrumum í tæplega helmingi þáttakenda er fengu imuthiol (25). Ribavirin er guanosín analog sem hefur breiðvirk hamlandi áhrif á veirutjölgun, bæði RNA og DNA veira. Það hefur nú verið reynt í alnæmissjúkingum. Fylgisýkingum fækkaði, ónæmis- svörun batnaði og í sumum tilfellum datt veirufjölgun nær alveg niður meðan á lyfjagjöfinni stóð. Fyrstu niðurstöður benda til að lyfið þolist vel, jafnvel við langvarandi gjöf (33). Komið hefur í ljós í tilraunum in vitro að fjöl- sykrungarnir dextran súlfat og heparín hamla gegn HIV fjölgun. Svo virðist sem þessi hömlun sé ekki bundin við reverse trans- criptasa og hugsanlegt er talið að áhrifjum þessara lyfja sé miðlað með hindrun á tengingu eða inngöngu veirunnar í hýsil- frumur(23). Önnur lyf sem stungið hefur verið upp á (og sum reynd í alnæmissjúklingum) eru RS 47 (24) og fúsidínsýra, en sýnt hefur verið fram á að bæði þessi efni hindra veirufjölgun in vitro (24.27.28) . Þau verka ekki með hömlun á reverse transcriptasa (27.28) . Nú standa yfir tilraunir á virkni lyfsins í sjúklingum sem ekki fá AZT eða svara því lyfi illa(28). Ymis lyf og efni er hafa áhrif á glycosyleringu gp!20 hafa verið reynd in vitro. Glykopróteinið gp 120 inniheldur margar kolvetnissameindir sem álitið er að 16 LÆKNANEMINN 1/1988-41. árg.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.